Máltíðir Miðjarðarhafsins Teitur Guðmundsson skrifar 5. mars 2013 06:00 Fyrir rúmri viku var birt grein í New England Journal of Medicine þar sem farið var yfir rannsókn sem gerð var með rúmlega 7.000 einstaklingum á Spáni þar sem skoðað var hvaða áhrif tiltekið mataræði hefði á hjarta- og æðasjúkdóma. Þetta er ein fárra slíkra sem gerð hafa verið, en hún er sambærileg að upplagi og þegar gerðar eru stærri rannsóknir með tilliti til virkni lyfja sem kallast RCT (Randomized Controlled Trial) og eru undirstöður svokallaðrar sannreyndrar læknisfræði. Þarna var verið að bera saman þrjá hópa einstaklinga um nokkurra ára skeið sem fylgdu leiðbeiningum um mataræði sem nefnt er eftir Miðjarðarhafinu með ákveðnum áherslum á aukna neyslu ólífuolíu hjá einum þeirra, hnetuneyslu hjá öðrum og í þeim þriðja var almennt verið að leiðbeina um lækkun á fituneyslu auk fræðslu til allra. Hóparnir voru samsettir úr einstaklingum á bilinu 55-80 ára sem höfðu áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma en voru ekki með sjúkdómsgreiningu. Það sem kemur í ljós er að þeir sem héldu sig við ofangreint mataræði og máltíðir Miðjarðarhafsins sýndu fram á marktæka lækkun á tíðni hjarta- og æðasjúkdóma, eða allt að 30%, sem er svipað og við sjáum hjá þeim sjúklingum sem nota blóðfitulækkandi lyf í forvarnarskyni.Samanburð vantar Okkur hefur reyndar lengi grunað að þessi samsetning á mataræði hefði jákvæð áhrif á þróun hjarta- og æðasjúkdóma og eru eldri rannsóknir til sem ber að sama brunni. Það eru hins vegar engar rannsóknir til sem sýna muninn á milli breytingar á mataræði og fylgni við slíkt samanborið við lyf og/eða lyfleysu. Þegar maður rýnir í rannsóknir verður því ljóst að okkur er ekki alveg að takast að bera saman þá hluti sem við helst vildum þegar kemur að því að gefa ráðleggingar og leiðbeiningar til almennings. Þá vantar sárlega að bera saman mismunandi tegundir mataræðis, þar sem það er ekki lengur sérstaklega bundið við ákveðin landsvæði heldur geta einstaklingar í hinum vestræna heimi nánast valið sér hvaða línu þeir aðhyllast hverju sinni, sem er gott. En hvort við eigum að drekka rauðvín og dreypa á ólífuolíu með hnetum, ávöxtum og grænmeti líkt og við Miðjarðarhafið eða borða hráan fisk og sjávargróður eins og þang og þörunga líkt og í fjarlægri Asíu er óljóst. Stanslaus áróður um það hvað er hollt og óhollt getur hins vegar ruglað mann talsvert í ríminu. Fagaðilarnir eru jafnvel orðnir óöruggir um það hvað þeir eigi að segja skjólstæðingum sínum og taka lítinn sem engan þátt í umræðunni sem er stýrt af hagsmunapoti aðila sem hafa oftsinnis litla sem enga þekkingu á starfsemi líkamans eða samsetningu matar og næringar.Gríðarlegir hagsmunir Þá verður að telja það einnig til að hagsmunirnir eru gríðarlegir þegar horft er til lýðheilsu. Hjarta- og æðasjúkdómar eru algengastir sjúkdóma og leggja flesta að velli í hinum vestræna heimi og víðar. Því verðum við að finna ráð til að sporna við þeirri þróun sem orðið hefur. Á sama tíma eru hagsmunir lyfjaiðnaðarins geysimiklir, þar sem stærstu tekjupóstar hans liggja einmitt í framleiðslu á lyfjum til meðhöndlunar og forvarna gegn þessum sömu sjúkdómum. Það væri því ekki hjálplegt fyrir þann iðnað ef hægt væri að sýna fram á betri árangur með því að fara út í búð og kaupa ákveðnar matartegundir heldur en að taka töflur. Líklega munu slíkar rannsóknir ekki eiga sér stað í náinni framtíð en það verður áhugavert að skoða þær þegar fram líða stundir. Þangað til munu læknar áfram stunda sannreynda læknisfræði eins og hún er kölluð (evidence based medicine) og ef við eigum að trúa þessari rannsókn getum við augljóslega gefið leiðbeiningar um máltíðir Miðjarðarhafsins eins og Pollo Sofrito með glasi af góðu Brunello di Montalcino og espresso með vænu stykki af 70% súkkulaði í eftirrétt. Góðar stundir! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir rúmri viku var birt grein í New England Journal of Medicine þar sem farið var yfir rannsókn sem gerð var með rúmlega 7.000 einstaklingum á Spáni þar sem skoðað var hvaða áhrif tiltekið mataræði hefði á hjarta- og æðasjúkdóma. Þetta er ein fárra slíkra sem gerð hafa verið, en hún er sambærileg að upplagi og þegar gerðar eru stærri rannsóknir með tilliti til virkni lyfja sem kallast RCT (Randomized Controlled Trial) og eru undirstöður svokallaðrar sannreyndrar læknisfræði. Þarna var verið að bera saman þrjá hópa einstaklinga um nokkurra ára skeið sem fylgdu leiðbeiningum um mataræði sem nefnt er eftir Miðjarðarhafinu með ákveðnum áherslum á aukna neyslu ólífuolíu hjá einum þeirra, hnetuneyslu hjá öðrum og í þeim þriðja var almennt verið að leiðbeina um lækkun á fituneyslu auk fræðslu til allra. Hóparnir voru samsettir úr einstaklingum á bilinu 55-80 ára sem höfðu áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma en voru ekki með sjúkdómsgreiningu. Það sem kemur í ljós er að þeir sem héldu sig við ofangreint mataræði og máltíðir Miðjarðarhafsins sýndu fram á marktæka lækkun á tíðni hjarta- og æðasjúkdóma, eða allt að 30%, sem er svipað og við sjáum hjá þeim sjúklingum sem nota blóðfitulækkandi lyf í forvarnarskyni.Samanburð vantar Okkur hefur reyndar lengi grunað að þessi samsetning á mataræði hefði jákvæð áhrif á þróun hjarta- og æðasjúkdóma og eru eldri rannsóknir til sem ber að sama brunni. Það eru hins vegar engar rannsóknir til sem sýna muninn á milli breytingar á mataræði og fylgni við slíkt samanborið við lyf og/eða lyfleysu. Þegar maður rýnir í rannsóknir verður því ljóst að okkur er ekki alveg að takast að bera saman þá hluti sem við helst vildum þegar kemur að því að gefa ráðleggingar og leiðbeiningar til almennings. Þá vantar sárlega að bera saman mismunandi tegundir mataræðis, þar sem það er ekki lengur sérstaklega bundið við ákveðin landsvæði heldur geta einstaklingar í hinum vestræna heimi nánast valið sér hvaða línu þeir aðhyllast hverju sinni, sem er gott. En hvort við eigum að drekka rauðvín og dreypa á ólífuolíu með hnetum, ávöxtum og grænmeti líkt og við Miðjarðarhafið eða borða hráan fisk og sjávargróður eins og þang og þörunga líkt og í fjarlægri Asíu er óljóst. Stanslaus áróður um það hvað er hollt og óhollt getur hins vegar ruglað mann talsvert í ríminu. Fagaðilarnir eru jafnvel orðnir óöruggir um það hvað þeir eigi að segja skjólstæðingum sínum og taka lítinn sem engan þátt í umræðunni sem er stýrt af hagsmunapoti aðila sem hafa oftsinnis litla sem enga þekkingu á starfsemi líkamans eða samsetningu matar og næringar.Gríðarlegir hagsmunir Þá verður að telja það einnig til að hagsmunirnir eru gríðarlegir þegar horft er til lýðheilsu. Hjarta- og æðasjúkdómar eru algengastir sjúkdóma og leggja flesta að velli í hinum vestræna heimi og víðar. Því verðum við að finna ráð til að sporna við þeirri þróun sem orðið hefur. Á sama tíma eru hagsmunir lyfjaiðnaðarins geysimiklir, þar sem stærstu tekjupóstar hans liggja einmitt í framleiðslu á lyfjum til meðhöndlunar og forvarna gegn þessum sömu sjúkdómum. Það væri því ekki hjálplegt fyrir þann iðnað ef hægt væri að sýna fram á betri árangur með því að fara út í búð og kaupa ákveðnar matartegundir heldur en að taka töflur. Líklega munu slíkar rannsóknir ekki eiga sér stað í náinni framtíð en það verður áhugavert að skoða þær þegar fram líða stundir. Þangað til munu læknar áfram stunda sannreynda læknisfræði eins og hún er kölluð (evidence based medicine) og ef við eigum að trúa þessari rannsókn getum við augljóslega gefið leiðbeiningar um máltíðir Miðjarðarhafsins eins og Pollo Sofrito með glasi af góðu Brunello di Montalcino og espresso með vænu stykki af 70% súkkulaði í eftirrétt. Góðar stundir!
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun