Algjör óheppni því áreksturinn var ekki harður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. mars 2013 06:30 Darri Hilmarsson er lykilmaður í bæði varnar- og sóknarleik Þórs. Fréttablaðið/Vilhelm Darri Hilmarsson spilar ekki meira með liði Þórs Þorlákshafnar í Domino's-deildinni á þessu tímabili, en einn allra mikilvægasti íslenski leikmaðurinn í deildinni varð fyrir slæmum meiðslum í leik á móti Tindastól á dögunum. „Þetta var óheppni og bara partur af því að spila körfubolta því maður getur alltaf lent í svona slysi. Auðvitað er hrikaleg tímasetning á þessu rétt fyrir úrslitakeppnina, sem er ekki nógu gott. Það er svekkjandi og gerir þetta mjög erfitt fyrir okkur," segir Darri, en leikstjórnandinn Baldur Þór Ragnarsson þurfti að fara í aðgerð vegna kviðslits. „Þegar ég lendi í þessum árekstri heyri ég mikið brak og fæ mikinn verk. Þá vissi ég strax að þetta væri ekki eitthvað sem maður myndi harka af sér. Maður hefur verið heppinn með meiðsli og aldrei lent í neinu svona alvarlegu. Það hefur alltaf verið eitthvert smá hnjask á manni en ekki eitthvað alvarlegt. Maður er hálffatlaður og getur ekkert notað hægri höndina almennilega. Þá er erfitt að spila körfubolta," segir Darri. Hann meiddist í upphafi leiksins á móti Tindastóli en félögum hans tókst samt að landa sigri. „Við ætluðum okkur að enda ofarlega í deildinni og reyna að gera einhverja skemmtilega hluti í úrslitakeppninni. Það var planið nú er þetta aðeins erfiðara fyrir okkur fyrst að við Baldur dettum út," segir Darri, sem var ekki að lenda í sínu fyrsta samstuði á ferlinum. „Þetta var ekkert sérlega harður árekstur og maður hefur lent í fullt af árekstrum og ekkert fundið fyrir því. Þarna var ég með öxlina á undan mér og var að teygja mig í boltann. Ég lendi þá á Hreini og finn strax eitthvert brak. Þetta hefur verið einhver algjör óheppni því áreksturinn var ekkert harður. Höggið var mjög skrítið," segir Darri, sem þarf nú að hvetja liðið frá hliðarlínunni. „Það er mjög furðulegt að geta ekki haft áhrif á leikinn og hjálpað til af einhverju viti heldur vera að kalla inn á völlinn og reyna að styðja strákana," sagði Darri. „Það er mikilvægt fyrir okkur að vera allavega inni á topp fjórum og fá heimavallarrétt í fyrstu umferð. Það væri geggjað ef að við myndum halda öðru sætinu," segir Darri að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Sjá meira
Darri Hilmarsson spilar ekki meira með liði Þórs Þorlákshafnar í Domino's-deildinni á þessu tímabili, en einn allra mikilvægasti íslenski leikmaðurinn í deildinni varð fyrir slæmum meiðslum í leik á móti Tindastól á dögunum. „Þetta var óheppni og bara partur af því að spila körfubolta því maður getur alltaf lent í svona slysi. Auðvitað er hrikaleg tímasetning á þessu rétt fyrir úrslitakeppnina, sem er ekki nógu gott. Það er svekkjandi og gerir þetta mjög erfitt fyrir okkur," segir Darri, en leikstjórnandinn Baldur Þór Ragnarsson þurfti að fara í aðgerð vegna kviðslits. „Þegar ég lendi í þessum árekstri heyri ég mikið brak og fæ mikinn verk. Þá vissi ég strax að þetta væri ekki eitthvað sem maður myndi harka af sér. Maður hefur verið heppinn með meiðsli og aldrei lent í neinu svona alvarlegu. Það hefur alltaf verið eitthvert smá hnjask á manni en ekki eitthvað alvarlegt. Maður er hálffatlaður og getur ekkert notað hægri höndina almennilega. Þá er erfitt að spila körfubolta," segir Darri. Hann meiddist í upphafi leiksins á móti Tindastóli en félögum hans tókst samt að landa sigri. „Við ætluðum okkur að enda ofarlega í deildinni og reyna að gera einhverja skemmtilega hluti í úrslitakeppninni. Það var planið nú er þetta aðeins erfiðara fyrir okkur fyrst að við Baldur dettum út," segir Darri, sem var ekki að lenda í sínu fyrsta samstuði á ferlinum. „Þetta var ekkert sérlega harður árekstur og maður hefur lent í fullt af árekstrum og ekkert fundið fyrir því. Þarna var ég með öxlina á undan mér og var að teygja mig í boltann. Ég lendi þá á Hreini og finn strax eitthvert brak. Þetta hefur verið einhver algjör óheppni því áreksturinn var ekkert harður. Höggið var mjög skrítið," segir Darri, sem þarf nú að hvetja liðið frá hliðarlínunni. „Það er mjög furðulegt að geta ekki haft áhrif á leikinn og hjálpað til af einhverju viti heldur vera að kalla inn á völlinn og reyna að styðja strákana," sagði Darri. „Það er mikilvægt fyrir okkur að vera allavega inni á topp fjórum og fá heimavallarrétt í fyrstu umferð. Það væri geggjað ef að við myndum halda öðru sætinu," segir Darri að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Sjá meira