Hef verið heppinn hingað til Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. apríl 2013 06:00 Gunnar Nelson er líklega með rifinn liðþófa og þarf því að fara í aðgerð á morgun. Hann missir því af bardaga sínum gegn Mike Pyle sem átti að fara fram í Las Vegas þann 25. maí. Fréttablaðið/Valli Ekkert verður af fyrirhuguðum UFC-bardaga Gunnars Nelson og Mikes Pyle í Las Vegas í maí. Gunnar fer í aðgerð á föstudag vegna rifins liðþófa. Hann reiknar með því að vera kominn á fullt innan nokkurra vikna. „Þetta er bara það sem gerist í íþróttum í dag. Þetta er bara smá hola í veginum. Það verður lítið mál að yfirstíga hana,“ segir Gunnar um meiðslin. Hann áttaði sig á því að ekki væri allt með felldu á æfingu síðastliðinn fimmtudag. „Það kom ægilega djúpur smellur í hnéð þegar ég beygði mig niður á æfingu. Ég hugsaði strax að þetta væri ekki eðlilegt,“ segir Gunnar. Örnólfur Valdimarsson bæklunarlæknir telur að liðþófi í hné sé rifinn. Aðgerðin fer fram á föstudaginn. Gunnar tekur meiðslunum með sinni einstöku stóísku ró og hrósar happi með heilsu sína til þessa. „Ég hef verið mjög heppinn hingað til. Ég hef aldrei lent í neinum meiðslum, bara eymslum,“ segir Gunnar. Í raun sé um minnstu mögulegu hnémeiðsli að ræða.Kemur bardagi eftir þennan „Hlutirnir geta farið mikið verr og ég hef séð það hjá mínum nánustu æfingafélögum og vinum.“ Að óbreyttu væri Gunnar nú í æfingabúðum í New York-borg en þangað átti hann að halda á sunnudaginn. Undirbúningur fyrir bardagann gegn Mike Pyle í Las Vegas 25. maí var í hámarki en nú er ljóst að ekkert verður af bardaganum. „Auðvitað er þetta stór bardagi og stór stund á ferlinum. En það kemur annar bardagi eftir þennan. Ef maður leggur svona mikið á líkamann verður maður að verða tilbúinn að yfirstíga svona vandamál,“ segir Gunnar. Hann minnir á að þótt keppnin sé einn þáttur sé hún ekki grundvöllur þess að hann æfi íþróttina. „Ég hafði gaman af því að æfa íþróttina og það gaf mér lífsfyllingu löngu áður en ég byrjaði að keppa,“ segir Gunnar. Hann hafi þó mjög gaman af bardaganum en hann muni þó fyrst og fremst sakna stundanna í æfingasalnum á meðan hann jafni sig. Ekki þeirra örfáu mínútna sem bardaginn tekur.Langi-Jón í lágmarki Vakið hefur athygli að Gunnar er mikill aðdáandi bakarísvörunnar Langa-Jóns. Virtist um tíma sem íslensk bakarí væru hætt að bjóða upp á bakkelsið en þegar Gunnar lýsti yfir áhuga sínum stóð ekki á bakaríunum. Gunnar hefur litlar áhyggjur af því að hlaupa í spik þótt hann geti ekki æft af krafti í nokkrar vikur. „Ég hugsa að ég haldi Langa-Jóni í lágmarki. Hann er meira spari enda var það alltaf meiningin,“ segir Gunnar.Fylgstu með Sportinu á Vísi á Facebook Íþróttir Tengdar fréttir Ekkert verður af bardaga Gunnars Nelson í Vegas Gunnar Nelson mun ekki berjast við Mike Pyle í Las Vegas þann 25. maí. UFC hefur tilkynnt að Gunnar sé meiddur og bardaginn hefur þegar verið tekinn af dagskrá. 10. apríl 2013 08:23 "Gunni er miður sín" Gunnar Nelson er á leiðinni í uppskurð á hné á föstudag. Talið er að bardagakappinn sé með rifinn liðþófa í hné. 10. apríl 2013 09:15 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Leik lokið: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Sjá meira
Ekkert verður af fyrirhuguðum UFC-bardaga Gunnars Nelson og Mikes Pyle í Las Vegas í maí. Gunnar fer í aðgerð á föstudag vegna rifins liðþófa. Hann reiknar með því að vera kominn á fullt innan nokkurra vikna. „Þetta er bara það sem gerist í íþróttum í dag. Þetta er bara smá hola í veginum. Það verður lítið mál að yfirstíga hana,“ segir Gunnar um meiðslin. Hann áttaði sig á því að ekki væri allt með felldu á æfingu síðastliðinn fimmtudag. „Það kom ægilega djúpur smellur í hnéð þegar ég beygði mig niður á æfingu. Ég hugsaði strax að þetta væri ekki eðlilegt,“ segir Gunnar. Örnólfur Valdimarsson bæklunarlæknir telur að liðþófi í hné sé rifinn. Aðgerðin fer fram á föstudaginn. Gunnar tekur meiðslunum með sinni einstöku stóísku ró og hrósar happi með heilsu sína til þessa. „Ég hef verið mjög heppinn hingað til. Ég hef aldrei lent í neinum meiðslum, bara eymslum,“ segir Gunnar. Í raun sé um minnstu mögulegu hnémeiðsli að ræða.Kemur bardagi eftir þennan „Hlutirnir geta farið mikið verr og ég hef séð það hjá mínum nánustu æfingafélögum og vinum.“ Að óbreyttu væri Gunnar nú í æfingabúðum í New York-borg en þangað átti hann að halda á sunnudaginn. Undirbúningur fyrir bardagann gegn Mike Pyle í Las Vegas 25. maí var í hámarki en nú er ljóst að ekkert verður af bardaganum. „Auðvitað er þetta stór bardagi og stór stund á ferlinum. En það kemur annar bardagi eftir þennan. Ef maður leggur svona mikið á líkamann verður maður að verða tilbúinn að yfirstíga svona vandamál,“ segir Gunnar. Hann minnir á að þótt keppnin sé einn þáttur sé hún ekki grundvöllur þess að hann æfi íþróttina. „Ég hafði gaman af því að æfa íþróttina og það gaf mér lífsfyllingu löngu áður en ég byrjaði að keppa,“ segir Gunnar. Hann hafi þó mjög gaman af bardaganum en hann muni þó fyrst og fremst sakna stundanna í æfingasalnum á meðan hann jafni sig. Ekki þeirra örfáu mínútna sem bardaginn tekur.Langi-Jón í lágmarki Vakið hefur athygli að Gunnar er mikill aðdáandi bakarísvörunnar Langa-Jóns. Virtist um tíma sem íslensk bakarí væru hætt að bjóða upp á bakkelsið en þegar Gunnar lýsti yfir áhuga sínum stóð ekki á bakaríunum. Gunnar hefur litlar áhyggjur af því að hlaupa í spik þótt hann geti ekki æft af krafti í nokkrar vikur. „Ég hugsa að ég haldi Langa-Jóni í lágmarki. Hann er meira spari enda var það alltaf meiningin,“ segir Gunnar.Fylgstu með Sportinu á Vísi á Facebook
Íþróttir Tengdar fréttir Ekkert verður af bardaga Gunnars Nelson í Vegas Gunnar Nelson mun ekki berjast við Mike Pyle í Las Vegas þann 25. maí. UFC hefur tilkynnt að Gunnar sé meiddur og bardaginn hefur þegar verið tekinn af dagskrá. 10. apríl 2013 08:23 "Gunni er miður sín" Gunnar Nelson er á leiðinni í uppskurð á hné á föstudag. Talið er að bardagakappinn sé með rifinn liðþófa í hné. 10. apríl 2013 09:15 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Leik lokið: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Sjá meira
Ekkert verður af bardaga Gunnars Nelson í Vegas Gunnar Nelson mun ekki berjast við Mike Pyle í Las Vegas þann 25. maí. UFC hefur tilkynnt að Gunnar sé meiddur og bardaginn hefur þegar verið tekinn af dagskrá. 10. apríl 2013 08:23
"Gunni er miður sín" Gunnar Nelson er á leiðinni í uppskurð á hné á föstudag. Talið er að bardagakappinn sé með rifinn liðþófa í hné. 10. apríl 2013 09:15
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti