Hefur ekki enn getað horft á ræðuna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. apríl 2013 12:00 "Strákar eru svo fljótir að gleyma. Maður getur sagt hlutina beint út,“ segir Elsa Sæný. Fréttablaðið/Daníel „Ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem ég missi mig,“ segir Elsa Sæný Valgeirsdóttir um þrumuræðuna sem hún hélt yfir HK-liðinu í bikarúrslitaleiknum gegn Stjörnunni í mars. Leikurinn var í beinni útsendingu í sjónvarpi og nokkrum mínútum eftir ræðuna var hægt að horfa á hana í heild sinni á vefsíðu Rúv. Netmiðlar loguðu enda ekki á hverjum degi sem kvenkyns þjálfari messar svo svakalega yfir leikmönnum sínum, hvað þá karlmönnum.Ræðan kveikti í leikmönnum HK, sem sneru við blaðinu og unnu sætan bikarsigur. Elsa segir að það hafi verið rosalega sárt að sjá strákana vera að tapa leiknum eftir alla vinnu vetrarins. „Mér fannst þeir ekki vera lélegir en menn voru orðnir hræddir og stressaðir,“ segir Elsa sem fékk símtal frá fréttamanni skömmu eftir að fagnaðarlátunum í Laugardalshöll lauk. „Hann sagði mér að ræðan væri alls staðar á netinu. Ég spurði hann um hvað hann væri að tala og brunaði svo heim og kíkti á þetta,“ segir Elsa sem fékk áfall við að hlusta á röddina sína. „Ég hef ekki getað horft á þessa klippu,“ segir Elsa og segist hafa langað til að ganga um með hauspoka í vinnunni daginn eftir. Ólíkt því sem ætla mætti hafa leikmenn liðsins oft kvartað við Elsu yfir því að hún sé ekki nógu hörð við þá. „En ég sé það þannig að þú mætir á æfingu af því að þú vilt verða betri. Ég á ekki að þurfa að öskra þig í gang. Ég er þarna til að hjálpa þér en á ekki að þurfa að standa með svipuna á þér.“ Elsa Sæný er í helgarviðtali í Fréttablaðinu í dag. Í viðtalinu minnist Elsa uppeldisáranna á Neskaupstað, andláts föður síns þegar hún var aðeins fimm ára og átta ára keppnisferils í blaki í Danmörku.Viðtalið við Elsu má nálgast hér. Ræðan fræga„Hvað í andskotanum eruð þið að gera? Eruð þið virkilega svona hræddir við að vera hérna og ætla að fara að vinna? Eruð þið hræddir að vera að vinna? Þið vorkennið sjálfum ykkur svo að það er viðbjóður að sjá ykkur spila. Nennið þið að taka ykkur saman í andlitinu!“Myndbrotið má sjá á vef Rúv með því að smella hér. Íþróttir Tengdar fréttir Var látin sofa í ullarnærfötum Neskaupstaður er heimavöllur blakspilarans Elsu Sænýjar Valgeirsdóttur sem smitaðist snemma af blakbakteríunni eilífu á Norðfirði. 20. apríl 2013 10:00 Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sjá meira
„Ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem ég missi mig,“ segir Elsa Sæný Valgeirsdóttir um þrumuræðuna sem hún hélt yfir HK-liðinu í bikarúrslitaleiknum gegn Stjörnunni í mars. Leikurinn var í beinni útsendingu í sjónvarpi og nokkrum mínútum eftir ræðuna var hægt að horfa á hana í heild sinni á vefsíðu Rúv. Netmiðlar loguðu enda ekki á hverjum degi sem kvenkyns þjálfari messar svo svakalega yfir leikmönnum sínum, hvað þá karlmönnum.Ræðan kveikti í leikmönnum HK, sem sneru við blaðinu og unnu sætan bikarsigur. Elsa segir að það hafi verið rosalega sárt að sjá strákana vera að tapa leiknum eftir alla vinnu vetrarins. „Mér fannst þeir ekki vera lélegir en menn voru orðnir hræddir og stressaðir,“ segir Elsa sem fékk símtal frá fréttamanni skömmu eftir að fagnaðarlátunum í Laugardalshöll lauk. „Hann sagði mér að ræðan væri alls staðar á netinu. Ég spurði hann um hvað hann væri að tala og brunaði svo heim og kíkti á þetta,“ segir Elsa sem fékk áfall við að hlusta á röddina sína. „Ég hef ekki getað horft á þessa klippu,“ segir Elsa og segist hafa langað til að ganga um með hauspoka í vinnunni daginn eftir. Ólíkt því sem ætla mætti hafa leikmenn liðsins oft kvartað við Elsu yfir því að hún sé ekki nógu hörð við þá. „En ég sé það þannig að þú mætir á æfingu af því að þú vilt verða betri. Ég á ekki að þurfa að öskra þig í gang. Ég er þarna til að hjálpa þér en á ekki að þurfa að standa með svipuna á þér.“ Elsa Sæný er í helgarviðtali í Fréttablaðinu í dag. Í viðtalinu minnist Elsa uppeldisáranna á Neskaupstað, andláts föður síns þegar hún var aðeins fimm ára og átta ára keppnisferils í blaki í Danmörku.Viðtalið við Elsu má nálgast hér. Ræðan fræga„Hvað í andskotanum eruð þið að gera? Eruð þið virkilega svona hræddir við að vera hérna og ætla að fara að vinna? Eruð þið hræddir að vera að vinna? Þið vorkennið sjálfum ykkur svo að það er viðbjóður að sjá ykkur spila. Nennið þið að taka ykkur saman í andlitinu!“Myndbrotið má sjá á vef Rúv með því að smella hér.
Íþróttir Tengdar fréttir Var látin sofa í ullarnærfötum Neskaupstaður er heimavöllur blakspilarans Elsu Sænýjar Valgeirsdóttur sem smitaðist snemma af blakbakteríunni eilífu á Norðfirði. 20. apríl 2013 10:00 Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sjá meira
Var látin sofa í ullarnærfötum Neskaupstaður er heimavöllur blakspilarans Elsu Sænýjar Valgeirsdóttur sem smitaðist snemma af blakbakteríunni eilífu á Norðfirði. 20. apríl 2013 10:00