300 milljarðar Framsóknar Össur Skarphéðinsson skrifar 10. maí 2013 07:00 Framsókn vann hylli kjósenda með tveimur loforðum og formanni sem þjóðin taldi að hefði ærleg augu, inngróna staðfestu og væri trausts hennar verður. Fyrra loforðið var að afnema verðtrygginguna. Nefnd með fulltrúum allra flokka, með Eygló Harðardóttur, ritara Framsóknar, sem formann, hafði áður gefist upp á að finna brúklega leið. Sigmundur Davíð ítrekaði eigi að síður – fyrir og eftir kosningarnar – loforð Framsóknar um að afnema verðtryggingu kæmist hann í ríkisstjórn. Síðara loforðið var efnislega um að lækka verðtryggðar skuldir húsnæðiskaupenda um 300 milljarða. Það sló Sigmundur Davíð rækilega í gadda í hverjum einasta þætti sem hann kom fram í – og gaf heldur í eftir kosningarnar en hitt. Sigmundur Davíð kynnti nákvæma útfærslu á því sem hann lofaði að ríkissjóður myndi bæta skuldugum húsnæðiskaupendum. Það var hækkun á skuldum sem stafaði af muninum á milli verðbólguspár Seðlabankans fyrir hrun, og verðbólgunnar einsog hún þróaðist eftir hrunið. Þetta skilgreindi hann sem stökkbreytingu lána vegna forsendubrestsins. Framsókn sjálf mat þessa upphæð samtals um 300 milljarða. Það sem meira var – lækkun á höfuðstól skulda átti að koma nánast strax og ný ríkisstjórn væri komin til starfa. Þegar ég benti á að lesa mætti úr orðum forystumanna að flokkurinn ætlaði að greiða þetta á 20 árum steig Framsókn strax fram, bar það til baka, og útskýrði leið sem hún kvað tryggja að hægt væri að lækka höfuðstólinn strax um 300 milljarða. Guðni Ágústsson, samviska Framsóknar, hefur í hverjum þættinum eftir annan áréttað aftur og aftur að þessi skýru loforð geti Framsókn og Sigmundur Davíð ekki svikið. Guðni hefur bókstaflega sagt að þá verði bæði flokkur og formaður að ómerkingum. Það er erfitt að vera ósammála því. Sigmundur Davíð hefur gefið kjósendum skýrari og stærri loforð en nokkur stjórnmálamaður í sögu Íslands. Hann horfði í augu þjóðarinnar og hét henni að afnema verðtryggingu og lækka höfuðstól húsnæðisskulda um 300 milljarða – strax eftir kosningar. Hann getur ekki myndað ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum um neitt minna. Kjósendur hafa gott minni. Hann hefur pólitískan heiður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Framsókn vann hylli kjósenda með tveimur loforðum og formanni sem þjóðin taldi að hefði ærleg augu, inngróna staðfestu og væri trausts hennar verður. Fyrra loforðið var að afnema verðtrygginguna. Nefnd með fulltrúum allra flokka, með Eygló Harðardóttur, ritara Framsóknar, sem formann, hafði áður gefist upp á að finna brúklega leið. Sigmundur Davíð ítrekaði eigi að síður – fyrir og eftir kosningarnar – loforð Framsóknar um að afnema verðtryggingu kæmist hann í ríkisstjórn. Síðara loforðið var efnislega um að lækka verðtryggðar skuldir húsnæðiskaupenda um 300 milljarða. Það sló Sigmundur Davíð rækilega í gadda í hverjum einasta þætti sem hann kom fram í – og gaf heldur í eftir kosningarnar en hitt. Sigmundur Davíð kynnti nákvæma útfærslu á því sem hann lofaði að ríkissjóður myndi bæta skuldugum húsnæðiskaupendum. Það var hækkun á skuldum sem stafaði af muninum á milli verðbólguspár Seðlabankans fyrir hrun, og verðbólgunnar einsog hún þróaðist eftir hrunið. Þetta skilgreindi hann sem stökkbreytingu lána vegna forsendubrestsins. Framsókn sjálf mat þessa upphæð samtals um 300 milljarða. Það sem meira var – lækkun á höfuðstól skulda átti að koma nánast strax og ný ríkisstjórn væri komin til starfa. Þegar ég benti á að lesa mætti úr orðum forystumanna að flokkurinn ætlaði að greiða þetta á 20 árum steig Framsókn strax fram, bar það til baka, og útskýrði leið sem hún kvað tryggja að hægt væri að lækka höfuðstólinn strax um 300 milljarða. Guðni Ágústsson, samviska Framsóknar, hefur í hverjum þættinum eftir annan áréttað aftur og aftur að þessi skýru loforð geti Framsókn og Sigmundur Davíð ekki svikið. Guðni hefur bókstaflega sagt að þá verði bæði flokkur og formaður að ómerkingum. Það er erfitt að vera ósammála því. Sigmundur Davíð hefur gefið kjósendum skýrari og stærri loforð en nokkur stjórnmálamaður í sögu Íslands. Hann horfði í augu þjóðarinnar og hét henni að afnema verðtryggingu og lækka höfuðstól húsnæðisskulda um 300 milljarða – strax eftir kosningar. Hann getur ekki myndað ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum um neitt minna. Kjósendur hafa gott minni. Hann hefur pólitískan heiður.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar