Borgarstjórn hrósað Dagur B. Eggertsson skrifar 16. maí 2013 07:00 Þórey Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, skrifar drengilega grein í Fréttablaðið þar sem hún rekur jákvæðar einkunnir sem borgarstjórn fær í nýrri úttektarskýrslu um stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. Það er rétt og mikilsvert. Til viðbótar þeim dæmum sem Þórey nefnir þótti mér sérstaklega vænt um tvennt. Annars vegar dregur nefndin fram að kostnaður við miðlæga stjórnsýslu, öðru nafni ráðhúsið, hefur lækkað ár frá ári síðan 2008, úr um tveimur milljörðum í um 1,6 milljarð eða um hálfan milljarð króna. Þetta hefur verið aðalsmerki núverandi meirihluta. Að standa vörð um grunnþjónustuna en spara í yfirstjórn. Í öðru lagi er ein meginniðurstaða úttektarnefndarinnar að borgarráð hafi „sinnt vel því hlutverki sem snýr að fjármálum og framkvæmd fjárhagsáætlunar innan ársins, einkum á seinni hluta þess tímabils sem til skoðunar er“. Þetta er mjög mikilvæg niðurstaða. Stærstu og mikilvægustu verkefnin á sviði fjármálastjórnar hafa verið björgunaraðgerðir vegna alvarlegrar stöðu Orkuveitunnar og það risaverkefni að tryggja góða og örugga þjónustu við borgarbúa þrátt fyrir minni tekjur en áður. Hversu mikið minni eru tekjurnar? Skatttekjur borgarinnar 2012 voru tæplega 7 milljörðum lægri að raunvirði en borgin naut árið 2008. Það eru 9%. Alls eru útgjöld borgarinnar um 9,3 milljörðum lægri (13%) að raunvirði á síðasta ári en árið 2008. Fyrir mismuninum hefur þurft að spara. Ýmsu fleiru er hrósað en annað í niðurstöðum úttektarnefndarinnar er ekki eins jákvætt. Í skýrslunni er fjöldi ábendinga um atriði sem betur mega fara og þarf nú að ræða skipulega og nýta til umbóta. Til þess var líka ráðist í úttektina. Við þurfum að bæta um betur í skipulagsmálum, utanumhaldi um fyrirtæki borgarinnar og eftirfylgni í stjórnsýslunni, svo nokkuð sé nefnt. Líkt og fram kemur í úttektinni hrundi traust á borgarstjórn á síðasta kjörtímabili. Stóra verkefni borgarstjórnar er því ekki eitthvað eitt, heldur nákvæmlega það, að endurvinna traust og trúnað við borgarbúa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Tengdar fréttir Borgarstjórn hrósað Skýrsla úttektarnefndar á stjórnkerfi og stjórnsýslu Reykjavíkurborgar kom út í apríl og hefur verið í umræðunni undanfarna daga. 14. maí 2013 11:30 Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Þórey Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, skrifar drengilega grein í Fréttablaðið þar sem hún rekur jákvæðar einkunnir sem borgarstjórn fær í nýrri úttektarskýrslu um stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. Það er rétt og mikilsvert. Til viðbótar þeim dæmum sem Þórey nefnir þótti mér sérstaklega vænt um tvennt. Annars vegar dregur nefndin fram að kostnaður við miðlæga stjórnsýslu, öðru nafni ráðhúsið, hefur lækkað ár frá ári síðan 2008, úr um tveimur milljörðum í um 1,6 milljarð eða um hálfan milljarð króna. Þetta hefur verið aðalsmerki núverandi meirihluta. Að standa vörð um grunnþjónustuna en spara í yfirstjórn. Í öðru lagi er ein meginniðurstaða úttektarnefndarinnar að borgarráð hafi „sinnt vel því hlutverki sem snýr að fjármálum og framkvæmd fjárhagsáætlunar innan ársins, einkum á seinni hluta þess tímabils sem til skoðunar er“. Þetta er mjög mikilvæg niðurstaða. Stærstu og mikilvægustu verkefnin á sviði fjármálastjórnar hafa verið björgunaraðgerðir vegna alvarlegrar stöðu Orkuveitunnar og það risaverkefni að tryggja góða og örugga þjónustu við borgarbúa þrátt fyrir minni tekjur en áður. Hversu mikið minni eru tekjurnar? Skatttekjur borgarinnar 2012 voru tæplega 7 milljörðum lægri að raunvirði en borgin naut árið 2008. Það eru 9%. Alls eru útgjöld borgarinnar um 9,3 milljörðum lægri (13%) að raunvirði á síðasta ári en árið 2008. Fyrir mismuninum hefur þurft að spara. Ýmsu fleiru er hrósað en annað í niðurstöðum úttektarnefndarinnar er ekki eins jákvætt. Í skýrslunni er fjöldi ábendinga um atriði sem betur mega fara og þarf nú að ræða skipulega og nýta til umbóta. Til þess var líka ráðist í úttektina. Við þurfum að bæta um betur í skipulagsmálum, utanumhaldi um fyrirtæki borgarinnar og eftirfylgni í stjórnsýslunni, svo nokkuð sé nefnt. Líkt og fram kemur í úttektinni hrundi traust á borgarstjórn á síðasta kjörtímabili. Stóra verkefni borgarstjórnar er því ekki eitthvað eitt, heldur nákvæmlega það, að endurvinna traust og trúnað við borgarbúa.
Borgarstjórn hrósað Skýrsla úttektarnefndar á stjórnkerfi og stjórnsýslu Reykjavíkurborgar kom út í apríl og hefur verið í umræðunni undanfarna daga. 14. maí 2013 11:30
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun