Undið ofan af klúðri fortíðar Ólafur Þ. Stephensen skrifar 1. júní 2013 07:00 Drög að nýju aðalskipulagi Reykjavíkur, sem nú eru á leið í kynningu, marka að mörgu leyti tímamót í skipulagsmálum borgarinnar. Fréttir Fréttablaðsins af skipulagsdrögunum undanfarna daga benda til að pólitísk samstaða hafi myndazt í borgarstjórninni um að vinda ofan af margvíslegum skipulagsmistökum undanfarinna áratuga. Í fyrsta lagi á að hætta að senda borgarbúa í nærsveitirnar og leggja þess í stað áherzlu á þéttingu byggðarinnar. Þéttari borg á að verða betur til þess fallin að ganga og hjóla í eða taka strætó til að komast ferða sinna, í stað þess að einkabíllinn sé konungur borgarskipulagsins. Hverfin ættu þá sömuleiðis að bera betur eigin verzlun og þjónustu svo þar verði betra að búa. Í öðru lagi er mörkuð sú stefna að ekki rísi hús hærri en fimm hæðir í gömlu miðborginni, innan Hringbrautar, og að annars staðar í borginni taki ákvarðanir um háhýsi mið af „sögu borgarinnar og hefðum, yfirbragði núverandi byggðar og sjónásum til lykilkennileita, náttúrulegra og manngerðra“. Þetta er líka heillaskref. Ef þessi stefna hefði verið í gildi á meðan mest gaman var hjá stórhuga verktökum fyrir hrun værum við líklega laus við bæði Höfðatorgsóskapnaðinn og turn Grand Hótels í dag. Í þriðja lagi mun gamla miðborgin njóta sérstakrar hverfisverndar. Það þýðir að ekki á bara að vernda einstök hús, heldur mun svæðið allt, einkenni þess, götumyndir og svipmót, njóta verndar. Ný hús þurfa að falla að gömlu byggðinni. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, sagði í samtali við Fréttablaðið í fyrradag að í hverfisverndinni fælist fortakslaust að „raska ekki því sögulega gatnaskipulagi sem þarna er, því hvernig byggingarreitirnir eru, hvernig opnu rýmin eru og lóðaskipan“. Þetta ætti að setja bremsur á þá sem vilja kaupa upp heilu húsaraðirnar til að byggja verzlunarmiðstöðvar eða einhverja aðra skelfingu sem ekki á heima í þessu smágerða, gamla hverfi. Í fjórða lagi er merkilegt að allir flokkar kynni nýja skipulagið sameiginlega og í góðri sátt. Það er víst í fyrsta sinn sem það gerist, en skipulagsvinnan hefur líka farið fram í tíð margvíslegra meirihluta. Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, bendir á það í Fréttablaðinu í gær að farsælast sé að reyna að fá alla að borðinu og vinna saman í sátt þegar koma eigi stórum málum í gegn. Hjálmar Sveinsson, varaformaður skipulagsráðs borgarinnar, skrifaði grein hér í blaðið í gær og rifjaði upp að hann hefði reynt að fá Sigmund Davíð Gunnlaugsson, núverandi forsætisráðherra, til að beita sér fyrir því að breyta lögum, þannig að hin „hlutlæga bótaregla“ yrði afnumin. Það þýðir að verktakar fá ekki skaðabætur þótt borgaryfirvöld breyti gömlu deiliskipulagi og minnki byggingarmagn á lóðum. Þegar Hjálmar skoraði á Sigmund var hann stjórnarandstöðuþingmaður og hefði kannski verið nær að skora á þáverandi stjórnarmeirihluta að breyta lögum. En nú er Sigmundur forsætisráðherra, húsvernd komin í stjórnarsáttmálann og má auk þess ætla að núverandi stjórnarandstaða sé sammála því að gera slíkar lagabreytingar. Nú er því einstakt tækifæri til að bæta fyrir gömul klúður í skipulagsmálum Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Drög að nýju aðalskipulagi Reykjavíkur, sem nú eru á leið í kynningu, marka að mörgu leyti tímamót í skipulagsmálum borgarinnar. Fréttir Fréttablaðsins af skipulagsdrögunum undanfarna daga benda til að pólitísk samstaða hafi myndazt í borgarstjórninni um að vinda ofan af margvíslegum skipulagsmistökum undanfarinna áratuga. Í fyrsta lagi á að hætta að senda borgarbúa í nærsveitirnar og leggja þess í stað áherzlu á þéttingu byggðarinnar. Þéttari borg á að verða betur til þess fallin að ganga og hjóla í eða taka strætó til að komast ferða sinna, í stað þess að einkabíllinn sé konungur borgarskipulagsins. Hverfin ættu þá sömuleiðis að bera betur eigin verzlun og þjónustu svo þar verði betra að búa. Í öðru lagi er mörkuð sú stefna að ekki rísi hús hærri en fimm hæðir í gömlu miðborginni, innan Hringbrautar, og að annars staðar í borginni taki ákvarðanir um háhýsi mið af „sögu borgarinnar og hefðum, yfirbragði núverandi byggðar og sjónásum til lykilkennileita, náttúrulegra og manngerðra“. Þetta er líka heillaskref. Ef þessi stefna hefði verið í gildi á meðan mest gaman var hjá stórhuga verktökum fyrir hrun værum við líklega laus við bæði Höfðatorgsóskapnaðinn og turn Grand Hótels í dag. Í þriðja lagi mun gamla miðborgin njóta sérstakrar hverfisverndar. Það þýðir að ekki á bara að vernda einstök hús, heldur mun svæðið allt, einkenni þess, götumyndir og svipmót, njóta verndar. Ný hús þurfa að falla að gömlu byggðinni. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, sagði í samtali við Fréttablaðið í fyrradag að í hverfisverndinni fælist fortakslaust að „raska ekki því sögulega gatnaskipulagi sem þarna er, því hvernig byggingarreitirnir eru, hvernig opnu rýmin eru og lóðaskipan“. Þetta ætti að setja bremsur á þá sem vilja kaupa upp heilu húsaraðirnar til að byggja verzlunarmiðstöðvar eða einhverja aðra skelfingu sem ekki á heima í þessu smágerða, gamla hverfi. Í fjórða lagi er merkilegt að allir flokkar kynni nýja skipulagið sameiginlega og í góðri sátt. Það er víst í fyrsta sinn sem það gerist, en skipulagsvinnan hefur líka farið fram í tíð margvíslegra meirihluta. Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, bendir á það í Fréttablaðinu í gær að farsælast sé að reyna að fá alla að borðinu og vinna saman í sátt þegar koma eigi stórum málum í gegn. Hjálmar Sveinsson, varaformaður skipulagsráðs borgarinnar, skrifaði grein hér í blaðið í gær og rifjaði upp að hann hefði reynt að fá Sigmund Davíð Gunnlaugsson, núverandi forsætisráðherra, til að beita sér fyrir því að breyta lögum, þannig að hin „hlutlæga bótaregla“ yrði afnumin. Það þýðir að verktakar fá ekki skaðabætur þótt borgaryfirvöld breyti gömlu deiliskipulagi og minnki byggingarmagn á lóðum. Þegar Hjálmar skoraði á Sigmund var hann stjórnarandstöðuþingmaður og hefði kannski verið nær að skora á þáverandi stjórnarmeirihluta að breyta lögum. En nú er Sigmundur forsætisráðherra, húsvernd komin í stjórnarsáttmálann og má auk þess ætla að núverandi stjórnarandstaða sé sammála því að gera slíkar lagabreytingar. Nú er því einstakt tækifæri til að bæta fyrir gömul klúður í skipulagsmálum Reykjavíkur.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar