Raddirnar eru þagnaðar Ingimar Einarsson skrifar 6. júní 2013 08:50 Á fyrstu árum nýrrar aldar efndi Evrópuskrifstofa Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar til nokkurra málþinga um framtíðarþróun heilbrigðismála. Í Madríd var fjallað um viðbrögð við heilbrigðisvá árið 2003, í Reykjavík var umræðuefnið upplýsingamiðlun í neyðarástandi árið 2004, í Erpfendorf í Austurríki var sjónum beint að öryggi sjúklinga árið 2005, í Amsterdam var viðfangsefnið almenningsþátttaka í ákvörðunum um heilbrigðismál árið 2006 og í Kaupmannahöfn var viðbúnaður gegn heimsinflúensu á dagskrá árið 2007.Almenningsþátttaka Þessi málþing voru mikilvægir viðburðir sem veittu sérhverju aðildarríki WHO í Evrópu tækifæri til að bera sig saman við önnur ríki í álfunni. Á fundinum í Amsterdam kom greinilega fram að við stjórnun heilbrigðismála síðustu áratugi 20. aldar og á fyrsta áratug þessarar aldar í Evrópu hafi víðast verið lögð áhersla á að tryggja þátttöku hins almenna borgara í bæði einstaklingsbundnum og samfélagslegum ákvörðunum um heilbrigðismál. Þannig hafi rödd almennings heyrst meira en áður, sjúklingar fengið upplýsingar um hvers konar þjónusta væri í boði á hverjum stað og fulltrúum starfsmanna, sem og íbúum nærliggjandi byggðarlaga, verið tryggt sæti í stjórnum heilbrigðisstofnana. Réttindi sjúklinga Á fundinum í Amsterdam árið 2006 gerði ég grein fyrir því að líkt og annars staðar í Evrópu hefði almenningsþátttaka í stjórnun heilbrigðisstofnana á Íslandi og starfsemi sjúklingafélaga farið vaxandi. Lög um réttindi sjúklinga, sem tóku gildi 1. júlí 1997, hefðu verið mikilvægur áfangi í að tryggja aukin réttindi sjúklinga. Sjúklingafélög og margvísleg önnur frjáls félagasamtök gegndu jafnframt mikilvægu hlutverki í heilbrigðisþjónustunni. Ekki aðeins varðandi fjáröflun og tækjakaup, heldur einnig hvað varðar ýmiss konar stuðning við einstaka sjúklingahópa. Það vakti því nokkra athygli þegar fram kom á málþinginu að stjórnir flestra sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva á Íslandi hefðu þá nýlega, eða árið 2003, verið lagðar niður. Þátttakendur í málþinginu töldu að slíkt kynni ekki góðri lukku að stýra. Framkvæmdastjórnir taka yfir Í framhaldi af samþykkt nýrra laga á Íslandi um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007 leystu framkvæmdastjórnir heilbrigðisstofnana endanlega af hólmi hinar hefðbundnu stjórnir stóru sjúkrahúsanna. Hinar eiginlegu stjórnir heilbrigðisstofnana ganga nú undir nafninu framkvæmdastjórn og í þeim eiga sæti forstjóri, framkvæmdastjóri lækninga og framkvæmdastjóri hjúkrunar og eftir atvikum aðrir faglegir yfirmenn. Framkvæmdastjórnunum er nú nánast í sjálfsvald sett að boða til upplýsinga- og samráðsfunda með starfsmönnum, auk þess sem þeim er aðeins ætlað að leitast við að upplýsa sveitastjórnir og notendur heilbrigðisþjónustu í viðkomandi umdæmi um starfsemi stofnunarinnar. Ekki fer miklum sögum af slíkum fundum.Heimatilbúinn vandi? Í ljósi þessara staðreynda vaknar óhjákvæmilega sú spurning hvort krísan sem íslenska heilbrigðiskerfið hefur gengið í gegnum hin síðustu ár sé ekki að einhverju leyti heimatilbúinn vandi. Niðurskurður á fjárveitingum hefur vissulega sett allri starfsemi tilteknar skorður en á sama tíma hafa heilbrigðisþjónustunni ekki verið sett nægjanlega metnaðarfull markmið eða pólitísk umfjöllun um málefni hennar staðið undir nafni. Enginn alþingismaður eða fulltrúi hinna pólitísku flokka á lengur sæti í stjórnum heilbrigðisstofnananna, enda hafa þær vikið fyrir hinum svonefndu framkvæmdastjórnum á hverjum stað. Fulltrúar starfsmanna og sveitarfélaga hafa heldur ekki lengur beinan aðgang að stjórnun stofnananna. Þær raddir fagfólks, sjúklinga og almennings sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýsti eftir á fyrsta áratug þessarar aldar eru þagnaðar hér á landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingimar Einarsson Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Sjá meira
Á fyrstu árum nýrrar aldar efndi Evrópuskrifstofa Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar til nokkurra málþinga um framtíðarþróun heilbrigðismála. Í Madríd var fjallað um viðbrögð við heilbrigðisvá árið 2003, í Reykjavík var umræðuefnið upplýsingamiðlun í neyðarástandi árið 2004, í Erpfendorf í Austurríki var sjónum beint að öryggi sjúklinga árið 2005, í Amsterdam var viðfangsefnið almenningsþátttaka í ákvörðunum um heilbrigðismál árið 2006 og í Kaupmannahöfn var viðbúnaður gegn heimsinflúensu á dagskrá árið 2007.Almenningsþátttaka Þessi málþing voru mikilvægir viðburðir sem veittu sérhverju aðildarríki WHO í Evrópu tækifæri til að bera sig saman við önnur ríki í álfunni. Á fundinum í Amsterdam kom greinilega fram að við stjórnun heilbrigðismála síðustu áratugi 20. aldar og á fyrsta áratug þessarar aldar í Evrópu hafi víðast verið lögð áhersla á að tryggja þátttöku hins almenna borgara í bæði einstaklingsbundnum og samfélagslegum ákvörðunum um heilbrigðismál. Þannig hafi rödd almennings heyrst meira en áður, sjúklingar fengið upplýsingar um hvers konar þjónusta væri í boði á hverjum stað og fulltrúum starfsmanna, sem og íbúum nærliggjandi byggðarlaga, verið tryggt sæti í stjórnum heilbrigðisstofnana. Réttindi sjúklinga Á fundinum í Amsterdam árið 2006 gerði ég grein fyrir því að líkt og annars staðar í Evrópu hefði almenningsþátttaka í stjórnun heilbrigðisstofnana á Íslandi og starfsemi sjúklingafélaga farið vaxandi. Lög um réttindi sjúklinga, sem tóku gildi 1. júlí 1997, hefðu verið mikilvægur áfangi í að tryggja aukin réttindi sjúklinga. Sjúklingafélög og margvísleg önnur frjáls félagasamtök gegndu jafnframt mikilvægu hlutverki í heilbrigðisþjónustunni. Ekki aðeins varðandi fjáröflun og tækjakaup, heldur einnig hvað varðar ýmiss konar stuðning við einstaka sjúklingahópa. Það vakti því nokkra athygli þegar fram kom á málþinginu að stjórnir flestra sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva á Íslandi hefðu þá nýlega, eða árið 2003, verið lagðar niður. Þátttakendur í málþinginu töldu að slíkt kynni ekki góðri lukku að stýra. Framkvæmdastjórnir taka yfir Í framhaldi af samþykkt nýrra laga á Íslandi um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007 leystu framkvæmdastjórnir heilbrigðisstofnana endanlega af hólmi hinar hefðbundnu stjórnir stóru sjúkrahúsanna. Hinar eiginlegu stjórnir heilbrigðisstofnana ganga nú undir nafninu framkvæmdastjórn og í þeim eiga sæti forstjóri, framkvæmdastjóri lækninga og framkvæmdastjóri hjúkrunar og eftir atvikum aðrir faglegir yfirmenn. Framkvæmdastjórnunum er nú nánast í sjálfsvald sett að boða til upplýsinga- og samráðsfunda með starfsmönnum, auk þess sem þeim er aðeins ætlað að leitast við að upplýsa sveitastjórnir og notendur heilbrigðisþjónustu í viðkomandi umdæmi um starfsemi stofnunarinnar. Ekki fer miklum sögum af slíkum fundum.Heimatilbúinn vandi? Í ljósi þessara staðreynda vaknar óhjákvæmilega sú spurning hvort krísan sem íslenska heilbrigðiskerfið hefur gengið í gegnum hin síðustu ár sé ekki að einhverju leyti heimatilbúinn vandi. Niðurskurður á fjárveitingum hefur vissulega sett allri starfsemi tilteknar skorður en á sama tíma hafa heilbrigðisþjónustunni ekki verið sett nægjanlega metnaðarfull markmið eða pólitísk umfjöllun um málefni hennar staðið undir nafni. Enginn alþingismaður eða fulltrúi hinna pólitísku flokka á lengur sæti í stjórnum heilbrigðisstofnananna, enda hafa þær vikið fyrir hinum svonefndu framkvæmdastjórnum á hverjum stað. Fulltrúar starfsmanna og sveitarfélaga hafa heldur ekki lengur beinan aðgang að stjórnun stofnananna. Þær raddir fagfólks, sjúklinga og almennings sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýsti eftir á fyrsta áratug þessarar aldar eru þagnaðar hér á landi.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun