Kvenréttindi eru mannréttindi Stjórn Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar skrifar 19. júní 2013 08:24 Í dag, þann 19. júní, minnumst við réttindabaráttu kvenna en þennan dag árið 1915 hlutu íslenskar konur fyrst kosningarétt. Það var stór áfangi í jafnréttisbaráttunni sem þó stendur enn og mun ekki ljúka þar til fullkomnu jafnrétti kynjanna er náð.Það skiptir máli hverjir stjórna Í kjölfar alþingiskosninganna árið 2009 urðu kaflaskil þegar konur voru í fyrsta skipti yfir 40% þingmanna og Jóhanna Sigurðardóttir varð forsætisráðherra, fyrst kvenna. Í ríkisstjórnum Jóhönnu Sigurðardóttur á árunum 2009 til 2013 voru konur jafn margar eða fleiri en karlar, kona gegndi í fyrsta sinn embætti fjármála- og efnahagsráðherra og ríkisstjórn hennar er sú fyrsta í sögunni sem nær lögbundnum hlut kynjanna í nefndum og ráðum á vegum stjórnvalda og fullkomnu jafnræði meðal ráðuneytisstjóra, æðstu embættismanna stjórnsýslunnar. Á síðustu árum hafa margir stórir sigrar náðst í átt að auknu jafnrétti undir forystu Samfylkingar og VG. Má þar nefna aðgerðaráætlun í baráttu gegn mansali, lög um bann við kaupum á vændi, austurrísku leiðina, bann við nektardansstöðum og vitundarvakningu um skaðsemi kláms og kynbundins ofbeldis, hækkun barnabóta og endurreisn Fæðingarorlofssjóðs, meðal annars með lengingu orlofsins í 12 mánuði með jafnri skiptingu milli kynja. Þá hefur Ísland fyrst landa útbúið jafnlaunastaðal og í framhaldi af því geta fyrirtæki og stofnanir sótt um jafnlaunavottanir til að sýna að þau leggi baráttunni gegn kynbundnum launamun lið. Kynbundnum launamun innan ráðuneyta var eytt og fyrstu skrefin voru tekin í endurmati launa stóru kvennastéttanna í heilbrigðiskerfinu í samræmi við viðamikla aðgerðaráætlun um launajafnrétti sem ríkisstjórnin vann eftir. Þá var kynjuð hagstjórn höfð að leiðarljósi við fjárlagagerð og efnahagsstjórn. Þá er búið að lögbinda 40% hlutfall hvors kyns í stjórnum lífeyrissjóða og fyrirtækja, sem þegar er farið að hafa áhrif og kemur að fullu til framkvæmda í haust. Jafnaðarmenn treysta konum og sýndu það í verki og því hefur Ísland, þrjú ár í röð, talist það land í heiminum sem næst kemst fullkomnu jafnrétti kynjanna. Það eru því mikil vonbrigði að sjá hvernig þróunin hefur orðið nú á fyrstu dögum nýs Alþingis og nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Fáar konur eru ráðherrar og kynjahlutföllin í nýskipuðum nefndum á vegum Alþingis báru vott um að jafnréttissjónarmið hafi ekki verið höfð að leiðarljósi en það þurfti utanaðkomandi þrýsting til þess að leiðrétta þá kynjaslagsíðu sem birtist í nefndaskipan og minnti á gamalgrónar hugmyndir um karlamál og kvennamál.Jafnrétti skiptir máli Þrátt fyrir afar bága stöðu ríkissjóðs eftir hrun var með skýrri forgangsröðun ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur staðinn vörður um almannaþjónustu og aldrei áður hefur jafnréttismálum verið gert jafn hátt undir höfði af ríkisstjórn hér á landi. Hins vegar eigum við enn langt í land þegar kemur að launamun kynjanna. Grípa verður til aðgerða til þess að leiðrétta ójöfn laun og lífskjör karla og kvenna og á hið opinbera að vera fyrirmynd í þeim efnum. Við viljum sjá framkvæmdaáætlun um launajafnrétti kynjanna sem var samþykkt af ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur í lok árs 2012 komast til framkvæmda. Femínískar áherslur í stjórnun sveitarfélaga eru ekki síður mikilvægar. Skipulag, samgönguáætlanir og fjölbreytni ferðamáta á að taka mið af þörfum beggja kynja og baráttan við óæskilegar staðalmyndir kynjanna og klámvæðingu er afar mikilvæg í starfi skóla- og frístundageirans. Það er mikilvægt að rödd kvenna heyrist hátt á vettvangi sveitarstjórna og að konur á öllum aldri upplifi starf í sveitarstjórnum sem eftirsóknarverðan vettvang til að hafa jákvæð áhrif á samfélagið. Það þarf að skapa konum enn betri tækifæri til að fara inn á vettvang sveitarstjórnarmála. Það hefur sýnt sig að konur hætta fyrr í sveitarstjórnum en karlar og er ástæðan sú að það er erfiðara fyrir konur að vera á vinnumarkaði og sinna sveitarstjórnarstörfum ásamt því að reka heimili. Þessu þarf að breyta. Það er okkar von að núverandi ríkisstjórn haldi vöku sinni í jafnréttismálunum þannig að áfram verði haldið á þeirri góðu braut sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir markaði. Íslenskar konur verða að standa vaktina saman, verja þá áfangasigra sem þegar hafa náðst og sækja enn frekar fram. Það er á okkar ábyrgð að hér sé samfélag sem byggir á jöfnuði og réttlæti en ekki misskiptingu og mismunun. Því skiptir máli að það sé aldrei slakað á kröfunum þegar kemur að jafnrétti.Heiða Björg, Margrét Lind, Sema Erla og Þórunn Sigurðardóttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Sema Erla Serdar Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Í dag, þann 19. júní, minnumst við réttindabaráttu kvenna en þennan dag árið 1915 hlutu íslenskar konur fyrst kosningarétt. Það var stór áfangi í jafnréttisbaráttunni sem þó stendur enn og mun ekki ljúka þar til fullkomnu jafnrétti kynjanna er náð.Það skiptir máli hverjir stjórna Í kjölfar alþingiskosninganna árið 2009 urðu kaflaskil þegar konur voru í fyrsta skipti yfir 40% þingmanna og Jóhanna Sigurðardóttir varð forsætisráðherra, fyrst kvenna. Í ríkisstjórnum Jóhönnu Sigurðardóttur á árunum 2009 til 2013 voru konur jafn margar eða fleiri en karlar, kona gegndi í fyrsta sinn embætti fjármála- og efnahagsráðherra og ríkisstjórn hennar er sú fyrsta í sögunni sem nær lögbundnum hlut kynjanna í nefndum og ráðum á vegum stjórnvalda og fullkomnu jafnræði meðal ráðuneytisstjóra, æðstu embættismanna stjórnsýslunnar. Á síðustu árum hafa margir stórir sigrar náðst í átt að auknu jafnrétti undir forystu Samfylkingar og VG. Má þar nefna aðgerðaráætlun í baráttu gegn mansali, lög um bann við kaupum á vændi, austurrísku leiðina, bann við nektardansstöðum og vitundarvakningu um skaðsemi kláms og kynbundins ofbeldis, hækkun barnabóta og endurreisn Fæðingarorlofssjóðs, meðal annars með lengingu orlofsins í 12 mánuði með jafnri skiptingu milli kynja. Þá hefur Ísland fyrst landa útbúið jafnlaunastaðal og í framhaldi af því geta fyrirtæki og stofnanir sótt um jafnlaunavottanir til að sýna að þau leggi baráttunni gegn kynbundnum launamun lið. Kynbundnum launamun innan ráðuneyta var eytt og fyrstu skrefin voru tekin í endurmati launa stóru kvennastéttanna í heilbrigðiskerfinu í samræmi við viðamikla aðgerðaráætlun um launajafnrétti sem ríkisstjórnin vann eftir. Þá var kynjuð hagstjórn höfð að leiðarljósi við fjárlagagerð og efnahagsstjórn. Þá er búið að lögbinda 40% hlutfall hvors kyns í stjórnum lífeyrissjóða og fyrirtækja, sem þegar er farið að hafa áhrif og kemur að fullu til framkvæmda í haust. Jafnaðarmenn treysta konum og sýndu það í verki og því hefur Ísland, þrjú ár í röð, talist það land í heiminum sem næst kemst fullkomnu jafnrétti kynjanna. Það eru því mikil vonbrigði að sjá hvernig þróunin hefur orðið nú á fyrstu dögum nýs Alþingis og nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Fáar konur eru ráðherrar og kynjahlutföllin í nýskipuðum nefndum á vegum Alþingis báru vott um að jafnréttissjónarmið hafi ekki verið höfð að leiðarljósi en það þurfti utanaðkomandi þrýsting til þess að leiðrétta þá kynjaslagsíðu sem birtist í nefndaskipan og minnti á gamalgrónar hugmyndir um karlamál og kvennamál.Jafnrétti skiptir máli Þrátt fyrir afar bága stöðu ríkissjóðs eftir hrun var með skýrri forgangsröðun ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur staðinn vörður um almannaþjónustu og aldrei áður hefur jafnréttismálum verið gert jafn hátt undir höfði af ríkisstjórn hér á landi. Hins vegar eigum við enn langt í land þegar kemur að launamun kynjanna. Grípa verður til aðgerða til þess að leiðrétta ójöfn laun og lífskjör karla og kvenna og á hið opinbera að vera fyrirmynd í þeim efnum. Við viljum sjá framkvæmdaáætlun um launajafnrétti kynjanna sem var samþykkt af ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur í lok árs 2012 komast til framkvæmda. Femínískar áherslur í stjórnun sveitarfélaga eru ekki síður mikilvægar. Skipulag, samgönguáætlanir og fjölbreytni ferðamáta á að taka mið af þörfum beggja kynja og baráttan við óæskilegar staðalmyndir kynjanna og klámvæðingu er afar mikilvæg í starfi skóla- og frístundageirans. Það er mikilvægt að rödd kvenna heyrist hátt á vettvangi sveitarstjórna og að konur á öllum aldri upplifi starf í sveitarstjórnum sem eftirsóknarverðan vettvang til að hafa jákvæð áhrif á samfélagið. Það þarf að skapa konum enn betri tækifæri til að fara inn á vettvang sveitarstjórnarmála. Það hefur sýnt sig að konur hætta fyrr í sveitarstjórnum en karlar og er ástæðan sú að það er erfiðara fyrir konur að vera á vinnumarkaði og sinna sveitarstjórnarstörfum ásamt því að reka heimili. Þessu þarf að breyta. Það er okkar von að núverandi ríkisstjórn haldi vöku sinni í jafnréttismálunum þannig að áfram verði haldið á þeirri góðu braut sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir markaði. Íslenskar konur verða að standa vaktina saman, verja þá áfangasigra sem þegar hafa náðst og sækja enn frekar fram. Það er á okkar ábyrgð að hér sé samfélag sem byggir á jöfnuði og réttlæti en ekki misskiptingu og mismunun. Því skiptir máli að það sé aldrei slakað á kröfunum þegar kemur að jafnrétti.Heiða Björg, Margrét Lind, Sema Erla og Þórunn Sigurðardóttir.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun