141. mánuður loftárása Stefán Pálsson skrifar 27. júní 2013 06:00 Forsætisráðherra Íslands skrifar grein í Morgunblaðið þriðjudaginn 25. júní með yfirskriftinni „Fyrsti mánuður loftárása“. Þar kvartar hann undan skömmum sem stjórnarandstæðingar hafa látið dynja á honum fyrstu vikurnar í embætti. Gagnrýninni líkir ráðherrann við loftárásir, þar sem andstæðingarnir láti sprengjum rigna úr lofti. Líkingamál forsætisráðherra skapar hugrenningatengsl við aðrar loftárásir og öllu áþreifanlegri. Í Afganistan hafa Nató-þjóðir látið sprengjum rigna úr háloftunum, ekki í einn mánuð heldur hundrað fjörutíu og einn. Stríðið endalausa í einu fátækasta landi jarðar hefur nú staðið lengur en heimsstyrjaldirnar tvær samanlagt. Flestir hafa gleymt hinum upprunalega tilgangi þessa stríðs, enda hafa vestrænir ráðamenn ítrekað endurskilgreint markmiðin eftir því sem átökin hafa dregist á langinn. Í hverri viku berast fregnir af hörmulegum afleiðingum hernaðarins, þar sem fjarstýrðum árásarvélum er beitt til að tryggja að sem fæstir Nató-hermenn falli. Minna fer fyrir slíkri umhyggju fyrir lífi og limum afganskra borgara. Íslensk stjórnvöld hafa lítt skipt sér af þessu stríði, sem þó er háð í okkar nafni og með okkar stuðningi. Ólíklegt má teljast að það breytist með nýjum utanríkisráðherra, sem segist vilja taka virkari þátt í starfsemi og umsvifum Nató. En hver veit nema nýtilkomin andúð framsóknarmanna á loftárásum muni koma fram í utanríkisstefnunni? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Pálsson Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Forsætisráðherra Íslands skrifar grein í Morgunblaðið þriðjudaginn 25. júní með yfirskriftinni „Fyrsti mánuður loftárása“. Þar kvartar hann undan skömmum sem stjórnarandstæðingar hafa látið dynja á honum fyrstu vikurnar í embætti. Gagnrýninni líkir ráðherrann við loftárásir, þar sem andstæðingarnir láti sprengjum rigna úr lofti. Líkingamál forsætisráðherra skapar hugrenningatengsl við aðrar loftárásir og öllu áþreifanlegri. Í Afganistan hafa Nató-þjóðir látið sprengjum rigna úr háloftunum, ekki í einn mánuð heldur hundrað fjörutíu og einn. Stríðið endalausa í einu fátækasta landi jarðar hefur nú staðið lengur en heimsstyrjaldirnar tvær samanlagt. Flestir hafa gleymt hinum upprunalega tilgangi þessa stríðs, enda hafa vestrænir ráðamenn ítrekað endurskilgreint markmiðin eftir því sem átökin hafa dregist á langinn. Í hverri viku berast fregnir af hörmulegum afleiðingum hernaðarins, þar sem fjarstýrðum árásarvélum er beitt til að tryggja að sem fæstir Nató-hermenn falli. Minna fer fyrir slíkri umhyggju fyrir lífi og limum afganskra borgara. Íslensk stjórnvöld hafa lítt skipt sér af þessu stríði, sem þó er háð í okkar nafni og með okkar stuðningi. Ólíklegt má teljast að það breytist með nýjum utanríkisráðherra, sem segist vilja taka virkari þátt í starfsemi og umsvifum Nató. En hver veit nema nýtilkomin andúð framsóknarmanna á loftárásum muni koma fram í utanríkisstefnunni?
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar