Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar 8. desember 2025 08:32 Mögnuð frammistaða Silvíu Nætur í Aþenu er fyrsta minningin mín af Eurovision. Tónlistarkeppnin var heilög hefð á mínu heimili og með hverju árinu þráði ég íslenskan sigur heitar. Í þriðja bekk tókum ég og bekkjarsystur mínar nokkrum sinnum sigurlagið Fairytale á grasbletti í frímínútum, þar sem ég steig inn í hlutverk Alexanders Rybak. Í fyrsta sinn sem ég fylgdist ekki með keppninni, sniðgekk hana réttara sagt, var þegar Hatari fór til Ísraels. Vegna framferði þeirra við nágrannaþjóðir sínar, hefur Ísrael alfarið verið útskúfað úr alþjóða- og samstarfsverkefnum með þeim. Eurovision tók við vandræðalandinu opnum örmum árið 1973, og hefur það alla tíð síðan hlotið eðal sérmeðferð þar. Ljótir atburðir sögunnar kunna að útskýra sterk tilfinningatengsl Evrópu og Ísrael, en ég tel að efnahagslegur ávinningur á stríðsrekstri ráði ríkjum. Á tímum útblásinnar heimsvaldastefnu er velferð fólks oft einskis virði, eins og við höfum orðið vitni að í Palestínu síðustu tvö ár. Alþjóðadómstóllinn gaf út tímabundinn úrskurð í lok árs 2023, vegna ákæru Suður-Afríku gegn Ísrael, að aðgerðir á Gaza bæru sterk einkenni þjóðernishreinsana. Hann mælti enn fremur fyrir um að ríkjum bæri að bregðast lagalega við, með viðskipta- og verslunarbönnum og útilokunum úr alþjóðasamstörfum, mennta- íþrótta- og menningarviðburðum. Evrópa hefur ekki brugðist við, og því fær Ísrael enn að syngja með á stóra sviðinu, án nokkurra afleiðinga. Keppnin hefur upp á síðkastið ekki lagt áherslu á sameiningu okkar og mikilvægi friðar, nei, hún hefur lagt áherslu á aðskilnað okkur í nafni pólitísks hlutleysis. Hún bannar einu stríðsóðu landi þátttöku samstundis en býður öðru endurtekið velkomið. Hún hefur bannað allan sýnileika á þjóðfánum, sem ekki taka þátt, og hinsegin fánum. Á meðan að palestínskum fánum var flaggað utan tónlistarhallarinnar í Basel, voru þeir harðbannaðir innandyra. Einnig máttu hinsegin keppendur og aðdáendur heldur ekki flagga sínum fánum, þrátt fyrir að vera hvað mestu aðdáendur keppninnar. Mín túlkun á þessum reglum er að þetta var gert til þess eins að þóknast hópi síónista og veita þeim sektarkenndarlaust rými til skemmtunar. Á meðan við hin, sem viljum njóta keppninnar án Ísrael, þurfum að bíta í súra eplið. Í byrjun desember kusu fjórir meðlimir af níu í stjórn RÚV á móti ísraelsku banni. Ég skora hér með á þau að færa rök fyrir því, verandi í þessari valdamiklu stöðu. Það var léttir að sjá hin fimm vera með hjartað á réttum stað, og að krafan til EBU hafi verið samþykkt, jafnvel þó það hafi skilað litlu. Ákvörðun Samtaka Evrópskra Sjónvarpsstöðva, EBU, um þátttöku Ísraels 4. desember síðastliðinn var viðbúin. EBU sleppti enn fremur alfarið að kjósa um það, vegna meirihluta sem kaus samþykki við (enn) nýjar reglugerðir. Þær fjalla um breytingar á símakosningunni og um markaðssetningu landa, en í vor var Ísrael meðal annars gagnrýnt fyrir varhugasama kosningaherferð. Og aftur túlka ég að þessar breytingar séu einungis gerðar til þess að halda þeim í keppninni. Þýski menningarmálaráðherrann sagði sjálfur að Eurovision gæti ekki verið haldið án Ísrael, og ég trúi að EBU sé á sama máli. Þátttaka Íslands í Eurovision árin 2024 og 2025 voru skellir. Stjórn RÚV hefur gefið lítið fyrir mótmæli almennings, tónlistarfólks, undirskriftalista og skoðanakanna sem sýna meirihluta vera mótfallinn. Á meðan hafa linnulausar blóðsúthellingar á Gaza staðið yfir. Samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu á Gaza hefur ísraelski herinn myrt rúmlega 70.000 manns, karla, konur og börn. Til að setja það í samhengi, þá eru 70.000 manns næstum 18% af íslensku þjóðinni, eða allir íbúar Kópavogs og Hafnarfjarðar samanlagt. Ísland hefur margoft sýnt hve annt okkur er um velferð smáþjóða, verandi ein þeirra sjálf. Við vorum fyrst til að viðurkenna sjálfstæði Litháen og Króatíu, fyrst af Vesturlöndum til að viðurkenna sjálfstæði Palestínu, og höfum meira að segja sýnt það í Eurovision. Árið 2019 hélt Hatari á palestínskum borðum í beinni og í tónlistarmyndbandi VÆB bræðra í fyrra, mátti sjá fána Grænlands og Færeyja, lönd sem eru enn undir yfirráðum Danmerkur sem við eitt sinn vorum. En ef það er gert með þátttöku í keppni, sem bælir öll skilaboð um réttindabaráttu fólks niður, þýðir það ógnarlítið í stóra samhenginu. Best væri því, að sýna stuðning utan hennar í verki. Ég spyr, hvað þarf til þess að stjórnendur RÚV neiti að taka lagið við hlið Ísraels? Undanfarin tvö ár hefur RÚV ítrekað lýst ákvörðuninni sem verulega flókinni. Danakonungi fannst eflaust sjálfstæði Íslands mjög flókið mál á sínum tíma, og þess vegna kusum við einróma um frelsi þegar okkur fórst tækifærið. Frelsið er dýrkeypt, en alltaf þess virði. Það þarf bara að þora. Ég er ung kona sem ólst upp við að horfa á Eurovision, missti ekki af keppninni í 13 ár og geymi góðar minningar frá henni. En, ég get ekki notið keppninnar lengur vegna stingandi hlutdrægni og skort á almennu siðferði, sem er jafnframt orðið ekkert hjá stjórnvöldum Evrópu og þar með talið Íslandi. RÚV ætti að taka ákvörðun sína skynsamlega miðvikudaginn 10. desember, í takt við skoðanir landsmanna, og fyrst og fremst með mannúð að leiðarljósi. Sú ákvörðun er einföld. Við skulum neita þátttöku í tónlistarkeppni sem hefur horfið frá sínum eigin gildum og leyft landi að keppa og auglýsa ímynd sína, á meðan að það herjar með helför á Palestínsku þjóðinni. Því segi ég, Ísland úr Eurovision 2026. Höfundur er félagsfræðinemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eurovision 2026 Eurovision Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Mögnuð frammistaða Silvíu Nætur í Aþenu er fyrsta minningin mín af Eurovision. Tónlistarkeppnin var heilög hefð á mínu heimili og með hverju árinu þráði ég íslenskan sigur heitar. Í þriðja bekk tókum ég og bekkjarsystur mínar nokkrum sinnum sigurlagið Fairytale á grasbletti í frímínútum, þar sem ég steig inn í hlutverk Alexanders Rybak. Í fyrsta sinn sem ég fylgdist ekki með keppninni, sniðgekk hana réttara sagt, var þegar Hatari fór til Ísraels. Vegna framferði þeirra við nágrannaþjóðir sínar, hefur Ísrael alfarið verið útskúfað úr alþjóða- og samstarfsverkefnum með þeim. Eurovision tók við vandræðalandinu opnum örmum árið 1973, og hefur það alla tíð síðan hlotið eðal sérmeðferð þar. Ljótir atburðir sögunnar kunna að útskýra sterk tilfinningatengsl Evrópu og Ísrael, en ég tel að efnahagslegur ávinningur á stríðsrekstri ráði ríkjum. Á tímum útblásinnar heimsvaldastefnu er velferð fólks oft einskis virði, eins og við höfum orðið vitni að í Palestínu síðustu tvö ár. Alþjóðadómstóllinn gaf út tímabundinn úrskurð í lok árs 2023, vegna ákæru Suður-Afríku gegn Ísrael, að aðgerðir á Gaza bæru sterk einkenni þjóðernishreinsana. Hann mælti enn fremur fyrir um að ríkjum bæri að bregðast lagalega við, með viðskipta- og verslunarbönnum og útilokunum úr alþjóðasamstörfum, mennta- íþrótta- og menningarviðburðum. Evrópa hefur ekki brugðist við, og því fær Ísrael enn að syngja með á stóra sviðinu, án nokkurra afleiðinga. Keppnin hefur upp á síðkastið ekki lagt áherslu á sameiningu okkar og mikilvægi friðar, nei, hún hefur lagt áherslu á aðskilnað okkur í nafni pólitísks hlutleysis. Hún bannar einu stríðsóðu landi þátttöku samstundis en býður öðru endurtekið velkomið. Hún hefur bannað allan sýnileika á þjóðfánum, sem ekki taka þátt, og hinsegin fánum. Á meðan að palestínskum fánum var flaggað utan tónlistarhallarinnar í Basel, voru þeir harðbannaðir innandyra. Einnig máttu hinsegin keppendur og aðdáendur heldur ekki flagga sínum fánum, þrátt fyrir að vera hvað mestu aðdáendur keppninnar. Mín túlkun á þessum reglum er að þetta var gert til þess eins að þóknast hópi síónista og veita þeim sektarkenndarlaust rými til skemmtunar. Á meðan við hin, sem viljum njóta keppninnar án Ísrael, þurfum að bíta í súra eplið. Í byrjun desember kusu fjórir meðlimir af níu í stjórn RÚV á móti ísraelsku banni. Ég skora hér með á þau að færa rök fyrir því, verandi í þessari valdamiklu stöðu. Það var léttir að sjá hin fimm vera með hjartað á réttum stað, og að krafan til EBU hafi verið samþykkt, jafnvel þó það hafi skilað litlu. Ákvörðun Samtaka Evrópskra Sjónvarpsstöðva, EBU, um þátttöku Ísraels 4. desember síðastliðinn var viðbúin. EBU sleppti enn fremur alfarið að kjósa um það, vegna meirihluta sem kaus samþykki við (enn) nýjar reglugerðir. Þær fjalla um breytingar á símakosningunni og um markaðssetningu landa, en í vor var Ísrael meðal annars gagnrýnt fyrir varhugasama kosningaherferð. Og aftur túlka ég að þessar breytingar séu einungis gerðar til þess að halda þeim í keppninni. Þýski menningarmálaráðherrann sagði sjálfur að Eurovision gæti ekki verið haldið án Ísrael, og ég trúi að EBU sé á sama máli. Þátttaka Íslands í Eurovision árin 2024 og 2025 voru skellir. Stjórn RÚV hefur gefið lítið fyrir mótmæli almennings, tónlistarfólks, undirskriftalista og skoðanakanna sem sýna meirihluta vera mótfallinn. Á meðan hafa linnulausar blóðsúthellingar á Gaza staðið yfir. Samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu á Gaza hefur ísraelski herinn myrt rúmlega 70.000 manns, karla, konur og börn. Til að setja það í samhengi, þá eru 70.000 manns næstum 18% af íslensku þjóðinni, eða allir íbúar Kópavogs og Hafnarfjarðar samanlagt. Ísland hefur margoft sýnt hve annt okkur er um velferð smáþjóða, verandi ein þeirra sjálf. Við vorum fyrst til að viðurkenna sjálfstæði Litháen og Króatíu, fyrst af Vesturlöndum til að viðurkenna sjálfstæði Palestínu, og höfum meira að segja sýnt það í Eurovision. Árið 2019 hélt Hatari á palestínskum borðum í beinni og í tónlistarmyndbandi VÆB bræðra í fyrra, mátti sjá fána Grænlands og Færeyja, lönd sem eru enn undir yfirráðum Danmerkur sem við eitt sinn vorum. En ef það er gert með þátttöku í keppni, sem bælir öll skilaboð um réttindabaráttu fólks niður, þýðir það ógnarlítið í stóra samhenginu. Best væri því, að sýna stuðning utan hennar í verki. Ég spyr, hvað þarf til þess að stjórnendur RÚV neiti að taka lagið við hlið Ísraels? Undanfarin tvö ár hefur RÚV ítrekað lýst ákvörðuninni sem verulega flókinni. Danakonungi fannst eflaust sjálfstæði Íslands mjög flókið mál á sínum tíma, og þess vegna kusum við einróma um frelsi þegar okkur fórst tækifærið. Frelsið er dýrkeypt, en alltaf þess virði. Það þarf bara að þora. Ég er ung kona sem ólst upp við að horfa á Eurovision, missti ekki af keppninni í 13 ár og geymi góðar minningar frá henni. En, ég get ekki notið keppninnar lengur vegna stingandi hlutdrægni og skort á almennu siðferði, sem er jafnframt orðið ekkert hjá stjórnvöldum Evrópu og þar með talið Íslandi. RÚV ætti að taka ákvörðun sína skynsamlega miðvikudaginn 10. desember, í takt við skoðanir landsmanna, og fyrst og fremst með mannúð að leiðarljósi. Sú ákvörðun er einföld. Við skulum neita þátttöku í tónlistarkeppni sem hefur horfið frá sínum eigin gildum og leyft landi að keppa og auglýsa ímynd sína, á meðan að það herjar með helför á Palestínsku þjóðinni. Því segi ég, Ísland úr Eurovision 2026. Höfundur er félagsfræðinemi.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun