Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir og Bjarni Karlsson skrifa 8. desember 2025 07:46 Við sem hér pikkum grein á lyklaborðið erum af þeirri kynslóð sem þrýsti tveimur ungum fingrum í einu á Play og Rec til þess að ná Júróvisjónlögunum á kasettu. Vorið var þá komið eftir langan vetur, jól og páskar að baki, lóan lent á klakanum og nú settist fjölskyldan við svart hvítan skjáinn til að sjá og heyra sönginn handan hafsins. Með kökumylsnu í munnvikum og glýju í augum opnaðist nýr heimur fyrir ungum sálum á 8. áratugnum. Það var til svo ólíkt fólk, allskyns tónlist, hispurslaus framkoma, stolt og gleði ásamt djörfum klæðnaði sem fullorðna fólkinu gat blöskrað. Ekki dró það úr spenningnum að sjá og heyra alla þessa útlendinga úti í hinum stóra heimi. Þegar kom að stigagjöfinni sem enginn skildi neitt í hvernig féll, heyrðist fullorðna fólkið tala um heimspólitíkina og augljós hagsmunamunstur stórþjóða. Jóna Hrönn vandist því að faðir hennar horfði ekki á keppnina sjálfa, en þegar kom að stigagjöfinni settist hann við og lék sér að því að spá fyrir hvaða þjóðir sýndu hver annari rausn og hverjar ekki. Hvað sem allri heimspólitík leið var Júróvissjón bernskunnar þó alltaf óbilandi fiðringur og framandi stemmning. Líklega hafa fæstir Evrópubúar tekið sérstaklega til þess þegar Pálmi Gunnarsson, Helga Möller og Eiríkur Hauksson fluttu Gleðibankann 1986. Hér heima var þátttaka Íslands í Júróvisjón hins vegar staðfesting á því að nýir tímar voru gengnir í garð. Litasjónvarp var komið á öll heimili svo glimmerbúningarnir nutu sín á túpu-skjánum og Gleðibankinn varð að þjóðareign sem enn er kveðin við raust í partýum og réttum. Stóra breytingin var hins vegar sú að ný sjálfsmynd hafði fæðst. Við sem áður höfðum verið fjarlægir viðtakendur handan hafs vorum orðnir virkir þátttakendur í veröldinni með alveg splunkunýjum hætti. Þegar Lóan tekur að syngja næsta vor verða fjörutíu ár liðin frá því Gleðibankinn var fluttur og íslenskar raddir blönduðu sér í hinn mikla víðóm evrópskrar dægurmenningar. Júróvisjón vekur sem fyrr fiðring og gleði. Sérleiki ólíkra menninga birtist með stolti og virðingu. Hver þjóð á sína rödd sem send er með skilaboð á þennan stóra fund. Hvort heldur sungið er um gleði eða sorgir, ástir eða reiði, fögnuð, ótta, vonir eða bara um gagn og gæði sánubaða, þá eru skilaboðin alltaf þessi: Við elskum lífið og hvert annað. Júróvisjón er um ástina á lífinu og náunganum. Hún er gleði- og friðarhátíð þar sem við sameinumst í litadýrð og fjölbreytni. En nú er ber skugga á. Harmiskyggð augu barna lífs og látinna horfa á okkur frá Gaza. Varist að forsmá nokkurn þessara smælingja, mælti Jesús fyrir hönd barna á öllum öldum. Ég segi yður að englar þeirra á himnum njóta jafnan návistar míns himneska föður.[1] Með öðrum orðum: Ekki svívirða börn. Þegar þú horfir í augu barns er höfundur lífsins að horfa á þig. Í þessum dómsjúka heimi þar sem ásakanir ganga á víxl og sakir eru bornar víða stendur Jesús frá Nasaret og biður okkur að staðnæmast og taka við þeim einfalda sannleika að það eru börnin sem dæma heiminn. Þú ert bara það sem þú ert í augum þeirra barna sem eru dæmd til að treysta þér. Þannig dæmir Guð heiminn. Nú væri ósvinna að undirbúa hátíð með fulltrúum Ísraelsmanna til þess að fagna lífinu og ástinni á öllu fólki. Það væri sturluð synd í augum barnanna á Gaza. Gleðibankinn er tómur. Við tökum undir með því fólki sem vill sjá gleði- og friðarhátíð haldna á Íslandi á komandi vori. Þar skal lífinu fagnað með virðingu og ástin staðfest í hjartans þrá eftir friði og réttlæti. Ísraelsmenn og Palestínumenn munu þurfa að búa saman um ókomna tíð. Þeir munu þurfa að finna leiðina saman. Það verður erfitt. Samfélag þjóðanna þarf að styðja þessar tvær þjóðir. Það verður ekki gert með leiknum fagnaðarlátum, gervimennsku og þjónkun. Við hvetjum útvarpsráð til þess að draga Rúv út úr keppninni á komandi vori. Höfundar eru prestar. [1] Matteusarguðspjall 18.10 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Hrönn Bolladóttir Bjarni Karlsson Eurovision 2026 Eurovision Ríkisútvarpið Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Við sem hér pikkum grein á lyklaborðið erum af þeirri kynslóð sem þrýsti tveimur ungum fingrum í einu á Play og Rec til þess að ná Júróvisjónlögunum á kasettu. Vorið var þá komið eftir langan vetur, jól og páskar að baki, lóan lent á klakanum og nú settist fjölskyldan við svart hvítan skjáinn til að sjá og heyra sönginn handan hafsins. Með kökumylsnu í munnvikum og glýju í augum opnaðist nýr heimur fyrir ungum sálum á 8. áratugnum. Það var til svo ólíkt fólk, allskyns tónlist, hispurslaus framkoma, stolt og gleði ásamt djörfum klæðnaði sem fullorðna fólkinu gat blöskrað. Ekki dró það úr spenningnum að sjá og heyra alla þessa útlendinga úti í hinum stóra heimi. Þegar kom að stigagjöfinni sem enginn skildi neitt í hvernig féll, heyrðist fullorðna fólkið tala um heimspólitíkina og augljós hagsmunamunstur stórþjóða. Jóna Hrönn vandist því að faðir hennar horfði ekki á keppnina sjálfa, en þegar kom að stigagjöfinni settist hann við og lék sér að því að spá fyrir hvaða þjóðir sýndu hver annari rausn og hverjar ekki. Hvað sem allri heimspólitík leið var Júróvissjón bernskunnar þó alltaf óbilandi fiðringur og framandi stemmning. Líklega hafa fæstir Evrópubúar tekið sérstaklega til þess þegar Pálmi Gunnarsson, Helga Möller og Eiríkur Hauksson fluttu Gleðibankann 1986. Hér heima var þátttaka Íslands í Júróvisjón hins vegar staðfesting á því að nýir tímar voru gengnir í garð. Litasjónvarp var komið á öll heimili svo glimmerbúningarnir nutu sín á túpu-skjánum og Gleðibankinn varð að þjóðareign sem enn er kveðin við raust í partýum og réttum. Stóra breytingin var hins vegar sú að ný sjálfsmynd hafði fæðst. Við sem áður höfðum verið fjarlægir viðtakendur handan hafs vorum orðnir virkir þátttakendur í veröldinni með alveg splunkunýjum hætti. Þegar Lóan tekur að syngja næsta vor verða fjörutíu ár liðin frá því Gleðibankinn var fluttur og íslenskar raddir blönduðu sér í hinn mikla víðóm evrópskrar dægurmenningar. Júróvisjón vekur sem fyrr fiðring og gleði. Sérleiki ólíkra menninga birtist með stolti og virðingu. Hver þjóð á sína rödd sem send er með skilaboð á þennan stóra fund. Hvort heldur sungið er um gleði eða sorgir, ástir eða reiði, fögnuð, ótta, vonir eða bara um gagn og gæði sánubaða, þá eru skilaboðin alltaf þessi: Við elskum lífið og hvert annað. Júróvisjón er um ástina á lífinu og náunganum. Hún er gleði- og friðarhátíð þar sem við sameinumst í litadýrð og fjölbreytni. En nú er ber skugga á. Harmiskyggð augu barna lífs og látinna horfa á okkur frá Gaza. Varist að forsmá nokkurn þessara smælingja, mælti Jesús fyrir hönd barna á öllum öldum. Ég segi yður að englar þeirra á himnum njóta jafnan návistar míns himneska föður.[1] Með öðrum orðum: Ekki svívirða börn. Þegar þú horfir í augu barns er höfundur lífsins að horfa á þig. Í þessum dómsjúka heimi þar sem ásakanir ganga á víxl og sakir eru bornar víða stendur Jesús frá Nasaret og biður okkur að staðnæmast og taka við þeim einfalda sannleika að það eru börnin sem dæma heiminn. Þú ert bara það sem þú ert í augum þeirra barna sem eru dæmd til að treysta þér. Þannig dæmir Guð heiminn. Nú væri ósvinna að undirbúa hátíð með fulltrúum Ísraelsmanna til þess að fagna lífinu og ástinni á öllu fólki. Það væri sturluð synd í augum barnanna á Gaza. Gleðibankinn er tómur. Við tökum undir með því fólki sem vill sjá gleði- og friðarhátíð haldna á Íslandi á komandi vori. Þar skal lífinu fagnað með virðingu og ástin staðfest í hjartans þrá eftir friði og réttlæti. Ísraelsmenn og Palestínumenn munu þurfa að búa saman um ókomna tíð. Þeir munu þurfa að finna leiðina saman. Það verður erfitt. Samfélag þjóðanna þarf að styðja þessar tvær þjóðir. Það verður ekki gert með leiknum fagnaðarlátum, gervimennsku og þjónkun. Við hvetjum útvarpsráð til þess að draga Rúv út úr keppninni á komandi vori. Höfundar eru prestar. [1] Matteusarguðspjall 18.10
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun