Sjálfstæðismönnum má treysta Benedikt Jóhannesson skrifar 28. júní 2013 06:00 Mér er minnisstætt þegar ég heyrði konu af vinstri kantinum segja frá fyrstu samskiptum sínum við bankakerfið fyrir áratugum. Hún þurfti að selja víxil eins og ungt fólk gerði á þeim tíma til þess að kaupa bíl eða eldhúsinnréttingu. Faðir hennar var landsþekktur vinstri maður, kommi jafnvel meðan leyft var að kalla menn það. Til hans leitaði unga stúlkan til þess að fá ráð um hvernig best væri að haga sér í samskiptum við bankana. Þá þurfti fólk sem vantaði smávægilega fyrirgreiðslu að sitja í biðsölum bankastjóranna, sem oft voru þrír, sinn úr hverjum stjórnmálaflokknum. Ráð gamla kommans voru þessi: „Fáðu alltaf að tala við sjálfstæðisbankastjórann. Það er hægt að treysta því sem hann segir. Hinir segja þér bara það sem þú vilt heyra og standa ekki við neitt.“ Þessum ráðum fylgdi róttæka unga konan með góðum árangri. Fyrir síðustu kosningar gáfu formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins skýr loforð um að atkvæðagreiðsla um framhald viðræðna við Evrópusambandið skyldi fara fram á fyrri hluta kjörtímabilsins. Eftir að sjálfseyðingaröfl náðu undirtökunum á Landsfundi Sjálfstæðiflokksins í febrúar var fylgið komið niður í 18% og nauðsynlegt að taka í taumana. Formanninum tókst að snúa dæminu við, þó að kosningaúrslitin hafi vissulega verið mun lakari en í stefndi fyrir Landsfundinn. Ekki er að efa að þessi ótvíræðu loforð áttu þátt í því að bjarga því sem bjargað varð. Forystumenn Samfylkingarinnar hafa alltaf verið á móti slíkri atkvæðagreiðslu. Í kosningum vorið 2009 sáu þeir sér akk í því að setja Evrópumálin á oddinn sem flokksmál og unnu stórsigur. Enginn vafi er á því að hefði Evrópusambandsumsókn verið lögð fyrir þjóðina og samþykkt í þeim kosningum hefði málið ekki lent í því öngstræti sem raun ber vitni. Nú í vor var aftur tækifæri til þess að setja áframhald umsóknar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Aftur flæktist Samfylkingin fyrir. Hinir sjálfhverfu forystumenn héldu að þeir græddu á því að aðrir flokkar væru neikvæðir í garð aðildar. Þeir settu flokkinn ofar málefninu. Allir vita hvernig fór. Kjósendur treystu ekki Samfylkingunni, þó svo að meirihluti þjóðarinnar vilji ljúka viðræðunum. Í kosningabaráttunni gaf Bjarni Benediktsson loforð um að þjóðin kysi um framhald viðræðna við Evrópusambandið á fyrri helmingi kjörtímabilsins. Hann efnir loforðið vegna þess að sjálfstæðismönnum má treysta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Jóhannesson Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Mér er minnisstætt þegar ég heyrði konu af vinstri kantinum segja frá fyrstu samskiptum sínum við bankakerfið fyrir áratugum. Hún þurfti að selja víxil eins og ungt fólk gerði á þeim tíma til þess að kaupa bíl eða eldhúsinnréttingu. Faðir hennar var landsþekktur vinstri maður, kommi jafnvel meðan leyft var að kalla menn það. Til hans leitaði unga stúlkan til þess að fá ráð um hvernig best væri að haga sér í samskiptum við bankana. Þá þurfti fólk sem vantaði smávægilega fyrirgreiðslu að sitja í biðsölum bankastjóranna, sem oft voru þrír, sinn úr hverjum stjórnmálaflokknum. Ráð gamla kommans voru þessi: „Fáðu alltaf að tala við sjálfstæðisbankastjórann. Það er hægt að treysta því sem hann segir. Hinir segja þér bara það sem þú vilt heyra og standa ekki við neitt.“ Þessum ráðum fylgdi róttæka unga konan með góðum árangri. Fyrir síðustu kosningar gáfu formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins skýr loforð um að atkvæðagreiðsla um framhald viðræðna við Evrópusambandið skyldi fara fram á fyrri hluta kjörtímabilsins. Eftir að sjálfseyðingaröfl náðu undirtökunum á Landsfundi Sjálfstæðiflokksins í febrúar var fylgið komið niður í 18% og nauðsynlegt að taka í taumana. Formanninum tókst að snúa dæminu við, þó að kosningaúrslitin hafi vissulega verið mun lakari en í stefndi fyrir Landsfundinn. Ekki er að efa að þessi ótvíræðu loforð áttu þátt í því að bjarga því sem bjargað varð. Forystumenn Samfylkingarinnar hafa alltaf verið á móti slíkri atkvæðagreiðslu. Í kosningum vorið 2009 sáu þeir sér akk í því að setja Evrópumálin á oddinn sem flokksmál og unnu stórsigur. Enginn vafi er á því að hefði Evrópusambandsumsókn verið lögð fyrir þjóðina og samþykkt í þeim kosningum hefði málið ekki lent í því öngstræti sem raun ber vitni. Nú í vor var aftur tækifæri til þess að setja áframhald umsóknar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Aftur flæktist Samfylkingin fyrir. Hinir sjálfhverfu forystumenn héldu að þeir græddu á því að aðrir flokkar væru neikvæðir í garð aðildar. Þeir settu flokkinn ofar málefninu. Allir vita hvernig fór. Kjósendur treystu ekki Samfylkingunni, þó svo að meirihluti þjóðarinnar vilji ljúka viðræðunum. Í kosningabaráttunni gaf Bjarni Benediktsson loforð um að þjóðin kysi um framhald viðræðna við Evrópusambandið á fyrri helmingi kjörtímabilsins. Hann efnir loforðið vegna þess að sjálfstæðismönnum má treysta.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar