400 ppm Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 3. júlí 2013 12:00 Það urðu merk tímamót í sögu mannkyns 10. maí sl. Þeim var ekki fagnað neins staðar svo ég viti en um þau var nokkuð fjallað, a.m.k. í erlendum fjölmiðlum. Þennan maídag náði jafnvægisstyrkur koltvísýrings í lofthjúpi Jarðar 400 ppm (sem þýðir að af hverjum milljón loftsameindum eru 400 CO2). Það er hæsti styrkur koltvísýrings í andrúmsloftinu í þrjár milljónir ára. Við upphaf iðnbyltingar árið 1750 nam þessi jafnvægisstyrkur 280 ppm. Styrkur CO2 í andrúmsloftinu hefur hækkað vegna útblásturs gróðurhúsalofttegunda vegna brennslu jarðefnaeldsneytis og ósjálfbærrar landnotkunar. Í maíbyrjun var Bill McKibben staddur hér á landi í boði Landverndar. Hann er forsprakki grasrótarhreyfingarinnar 350.org sem hefur það að markmiði að vekja fólk til vitundar um mikilvægi þess að styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum fari ekki yfir 350 ppm. En það er nauðsynlegt svo að áfram verði lífvænlegt á Jörðinni. Við stefnum hins vegar hratt í þveröfuga átt. Ef fram heldur sem horfir gæti hitastig hækkað um 3°C að meðaltali á þessari öld. Það eru ekki gráður sem efla grillmenningu Íslendinga svo neinu nemi en gætu hins vegar haft geigvænlegar afleiðingar fyrir lífsskilyrði þorra mannkyns. Bráðnun heimskautaíssins þekkja flestir sem afleiðingu loftslagsbreytinga og vita að boðar ekki gott (þótt margir vilji græða á nýjum siglingaleiðum). Hækkun sjávarborðs, súrnun sjávar, útrýming eða tilflutningur plöntu- og dýrategunda, öfgar í veðurfari; lengri þurrkar, fleiri flóð, fellibyljir og hitabylgjur, eru líka afleiðingar loftslagsbreytinga. Það er ekki að ástæðulausu sem þessi þróun er kölluð hamfarahlýnun. Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, mun vera staddur í opinberri heimsókn á Íslandi. Hann hefur verið ötull talsmaður þess að aðildarríki SÞ bregðist við loftslagsbreytingum með skuldbindandi samningum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda en í tvo áratugi hafa aðildarríki loftslagssamnings SÞ þrefað um ábyrgð, leiðir og lausnir í næsta vonlausu samningaferli. Ekki veit ég hvort loftslagsbreytingar eru á dagskrá funda Ban Ki-moon með ráðamönnum þjóðarinnar en vonandi notar hann tækifærið og minnir á mikilvægi þess sameiginlega verkefnis ríkja heims að ná skuldbindandi samningum um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda – fljótt og mikið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Það urðu merk tímamót í sögu mannkyns 10. maí sl. Þeim var ekki fagnað neins staðar svo ég viti en um þau var nokkuð fjallað, a.m.k. í erlendum fjölmiðlum. Þennan maídag náði jafnvægisstyrkur koltvísýrings í lofthjúpi Jarðar 400 ppm (sem þýðir að af hverjum milljón loftsameindum eru 400 CO2). Það er hæsti styrkur koltvísýrings í andrúmsloftinu í þrjár milljónir ára. Við upphaf iðnbyltingar árið 1750 nam þessi jafnvægisstyrkur 280 ppm. Styrkur CO2 í andrúmsloftinu hefur hækkað vegna útblásturs gróðurhúsalofttegunda vegna brennslu jarðefnaeldsneytis og ósjálfbærrar landnotkunar. Í maíbyrjun var Bill McKibben staddur hér á landi í boði Landverndar. Hann er forsprakki grasrótarhreyfingarinnar 350.org sem hefur það að markmiði að vekja fólk til vitundar um mikilvægi þess að styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum fari ekki yfir 350 ppm. En það er nauðsynlegt svo að áfram verði lífvænlegt á Jörðinni. Við stefnum hins vegar hratt í þveröfuga átt. Ef fram heldur sem horfir gæti hitastig hækkað um 3°C að meðaltali á þessari öld. Það eru ekki gráður sem efla grillmenningu Íslendinga svo neinu nemi en gætu hins vegar haft geigvænlegar afleiðingar fyrir lífsskilyrði þorra mannkyns. Bráðnun heimskautaíssins þekkja flestir sem afleiðingu loftslagsbreytinga og vita að boðar ekki gott (þótt margir vilji græða á nýjum siglingaleiðum). Hækkun sjávarborðs, súrnun sjávar, útrýming eða tilflutningur plöntu- og dýrategunda, öfgar í veðurfari; lengri þurrkar, fleiri flóð, fellibyljir og hitabylgjur, eru líka afleiðingar loftslagsbreytinga. Það er ekki að ástæðulausu sem þessi þróun er kölluð hamfarahlýnun. Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, mun vera staddur í opinberri heimsókn á Íslandi. Hann hefur verið ötull talsmaður þess að aðildarríki SÞ bregðist við loftslagsbreytingum með skuldbindandi samningum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda en í tvo áratugi hafa aðildarríki loftslagssamnings SÞ þrefað um ábyrgð, leiðir og lausnir í næsta vonlausu samningaferli. Ekki veit ég hvort loftslagsbreytingar eru á dagskrá funda Ban Ki-moon með ráðamönnum þjóðarinnar en vonandi notar hann tækifærið og minnir á mikilvægi þess sameiginlega verkefnis ríkja heims að ná skuldbindandi samningum um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda – fljótt og mikið.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun