Tilnefning Láru Hönnu sögð hafa breytt RÚV-samkomulagi Jakob Bjarnar skrifar 15. júlí 2013 07:00 Stjórn RÚV er skipuð af Alþingi. Píratar ætluðu Láru Hönnu Einarsdóttur, þýðanda og bloggara, sem aðalmann sinn í stjórn RÚV. Pétur Gunnarsson rithöfundur átti að vera til vara. Píratar víxluðu þegar þeir fréttu af meintri rógsherð gegn Láru Hönnu. „Tveir úr minnihlutanum vöruðu okkur við. Orðið á göngunum væri að það ætti að hjóla í Láru og mannorðsmyrða hana uppi í þingsal,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. „Málsvörn meirihlutans átti að vera sá að fulltrúi okkar væri vanhæfur. Þess vegna svissuðum við. Við vildum ekki gefa þeim tækifæri til að réttlæta þennan hryllilega gjörning svika,“ heldur Birgitta áfram. Á síðustu dögum sumarþings taldi minnihlutinn samkomulag liggja fyrir; hann fengi fjóra fulltrúa í stjórn RÚV og stjórnarflokkarnir fimm. Upphaflega stóð til að Lára Hanna Einarsdóttir, þýðandi og bloggari, yrði fulltrúi Pírata en Pétur Gunnarsson yrði varamaður. Óvænt og skyndilega var þetta meinta samkomulag að engu orðið og fyrir þinginu lá tillaga þess efnis að fulltrúar stjórnarflokka í stjórn væru sex en minnihlutinn væri með þrjá. Birgitta segist ekki hafa sannanir en hún telur að það sé vegna þess að fulltrúi Pírata var Lára Hanna. „Eftir skrítinn fund þingflokksformanna, en þar var þessum svikum varpað yfir á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, fórum við Katrín Jakobsdóttir á fund Sigmundar. Hann vísaði í fyrstu á Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, en sagði svo að fulltrúi Pírata væri vanhæfur,“ segir Birgitta, sem telur það einkennilegt á þessu stigi. Meint vanhæfi Láru Hönnu byggi á því að hún starfi fyrir 365, samkeppnisaðila RÚV. „En staðreynd málsins er sú að þar þýðir hún sem verktaki þættina Bold and the Beautiful.“ Láru Hönnu, einum tilnefndra fulltrúa í stjórn RÚV, hefur borist bréf frá lögmanni menntamálaráðuneytisins þar sem henni er sem varamanni gert að sanna hæfi sitt. Þetta telur Birgitta meðal annars eitt þess sem bendi til þess að viðsnúningurinn sé vegna þess að menn innan ríkisstjórnarinnar geti ekki hugsað sér hana í stjórn RÚV. Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknar, telur þetta af og frá: „Neineineinei. Þetta er söguburður og útskýring úr lausu lofti gripin. Við vissum ekkert hvaða fólk var tilnefnt fyrr en eftir á. Það var aldrei um neitt samkomulag að ræða. Bara eitthvað sem við höfðum sagt á göngunum. Í lögum um RÚV segir að í stjórn skuli skipað samkvæmt hlutfallskosningu. Það var ekkert samkomulag rofið. Bara alls ekki.“ Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Sjá meira
Píratar ætluðu Láru Hönnu Einarsdóttur, þýðanda og bloggara, sem aðalmann sinn í stjórn RÚV. Pétur Gunnarsson rithöfundur átti að vera til vara. Píratar víxluðu þegar þeir fréttu af meintri rógsherð gegn Láru Hönnu. „Tveir úr minnihlutanum vöruðu okkur við. Orðið á göngunum væri að það ætti að hjóla í Láru og mannorðsmyrða hana uppi í þingsal,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. „Málsvörn meirihlutans átti að vera sá að fulltrúi okkar væri vanhæfur. Þess vegna svissuðum við. Við vildum ekki gefa þeim tækifæri til að réttlæta þennan hryllilega gjörning svika,“ heldur Birgitta áfram. Á síðustu dögum sumarþings taldi minnihlutinn samkomulag liggja fyrir; hann fengi fjóra fulltrúa í stjórn RÚV og stjórnarflokkarnir fimm. Upphaflega stóð til að Lára Hanna Einarsdóttir, þýðandi og bloggari, yrði fulltrúi Pírata en Pétur Gunnarsson yrði varamaður. Óvænt og skyndilega var þetta meinta samkomulag að engu orðið og fyrir þinginu lá tillaga þess efnis að fulltrúar stjórnarflokka í stjórn væru sex en minnihlutinn væri með þrjá. Birgitta segist ekki hafa sannanir en hún telur að það sé vegna þess að fulltrúi Pírata var Lára Hanna. „Eftir skrítinn fund þingflokksformanna, en þar var þessum svikum varpað yfir á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, fórum við Katrín Jakobsdóttir á fund Sigmundar. Hann vísaði í fyrstu á Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, en sagði svo að fulltrúi Pírata væri vanhæfur,“ segir Birgitta, sem telur það einkennilegt á þessu stigi. Meint vanhæfi Láru Hönnu byggi á því að hún starfi fyrir 365, samkeppnisaðila RÚV. „En staðreynd málsins er sú að þar þýðir hún sem verktaki þættina Bold and the Beautiful.“ Láru Hönnu, einum tilnefndra fulltrúa í stjórn RÚV, hefur borist bréf frá lögmanni menntamálaráðuneytisins þar sem henni er sem varamanni gert að sanna hæfi sitt. Þetta telur Birgitta meðal annars eitt þess sem bendi til þess að viðsnúningurinn sé vegna þess að menn innan ríkisstjórnarinnar geti ekki hugsað sér hana í stjórn RÚV. Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknar, telur þetta af og frá: „Neineineinei. Þetta er söguburður og útskýring úr lausu lofti gripin. Við vissum ekkert hvaða fólk var tilnefnt fyrr en eftir á. Það var aldrei um neitt samkomulag að ræða. Bara eitthvað sem við höfðum sagt á göngunum. Í lögum um RÚV segir að í stjórn skuli skipað samkvæmt hlutfallskosningu. Það var ekkert samkomulag rofið. Bara alls ekki.“
Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Sjá meira