"Ég er búin að vera með hnút í maganum“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. júlí 2013 07:00 Hafdís Sigurðardóttir og Aníta Hinriksdóttir munu etja kappi í 400 m hlaupi á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum um helgina. Hafdís á betri skráðan tíma en ekki munar miklu á þeim. fréttablaðið/vilhelm Nánast allt okkar besta frjálsíþróttafólk tekur þátt á spennandi Meistaramóti Íslands á Akureyri nú um helgina. Mikill uppgangur hefur verið í íþróttinni síðustu misseri og margt ungt fólk hefur verið að ná frábærum árangri á alþjóðavísu. Þar fer Aníta Hinriksdóttir fremst í flokki en hún ætlar reyndar að taka sér frí frá 800 m hlaupi um helgina. Þess í stað hleypur hún með boðhlaupssveit ÍR og keppir þar að auki í 400 m hlaupi. Fyrir fram má reikna með því að Aníta muni berjast við heimakonuna Hafdísi Sigurðardóttur en þær eiga mjög svipaðan tíma í greininni. „Þetta verður hörkuhlaup og ég er búin að vera með hnút í maganum vegna þess,“ sagði Hafdís í léttum dúr. „Það verður fyrst og fremst heiður og gaman að fá að keppa við Anítu en það munar mjög litlu á okkur í þessari grein. Hún vill auðvitað fá gullið og ætlar ekki að láta gömlu konuna hirða það af sér.“ Aníta, nýkrýndur heims- og Evrópumeistari ungmenna í 800 m hlaupi, er fyrst og fremst millivegalengdahlaupari en Hafdís spretthlaupari. Þær mætast því á „miðri leið“ í 400 m hlaupinu sem þær hafa báðar hlaupið á rúmum 54 sekúndum á þessu ári. Hafdís á ögn betri skráðan tíma í greininni fyrir mótið.asdHafdís keppir í fjórum einstaklingsgreinum á mótinu um helgina og stefnir á sigur í þeim öllum. Hún keppir í 100, 200 og 400 m hlaupum sem og langstökki kvenna. Hún bætti einmitt Íslandsmetið í langstökki fyrr á þessu ári og virðist í besta formi lífs síns. „Ég vona að ég nái að toppa á réttum tíma því ég er með miklar væntingar um góðan árangur,“ segir Hafdís, sem horfir sérstaklega á sextán ára gamalt Íslandsmet Guðrúnar Arnardóttur í 200 m hlaupi. Metið stendur í 23,81 sekúndu en Hafdís hljóp vegalengdina á 23,82 sekúndum á Smáþjóðaleikunum fyrr í sumar. „Hlaupið fór fram í algjöru logni og ég er á því að hefði ég fengið örlítinn vind í bakið væri þetta met hrunið. Ég vona bara að veður og vindar verði bæði mér hliðholl og lögleg á sunnudaginn. Þá á eftir að koma í ljós hversu mikla orku ég mun hafa eftir fyrri keppnisdaginn [í dag] sem verður mjög strembinn,“ segir Hafdís, sem á einnig Íslandsmetin í 60 m og 300 m hlaupi. Flest okkar besta frjálsíþróttafólk verður með á Akureyri um helgina. Hér má sjá yfirlit yfir nokkrar athyglisverðar greinar sem vert verður að fylgjast með um helgina. Sleggjukast karla (í dag kl. 13.00): Hinn stórefnilegi Hilmar Örn Jónsson er nýbúinn að bæta Íslandsmetið með 6 kg sleggju og er einnig öflugur kúluvarpari. 100 m grindahlaup kvenna (í dag kl. 13.30): Arna Stefanía Guðmundsdóttir er nýbúin að setja aldursflokkamet í greininni en þessi öfluga sjöþrautarkona má búast við mikilli samkeppni við Sveinbjörgu Zophaníasdóttur (á mynd)og Maríu Rún Gunnlaugsdóttur sem báðar keppa einnig alla jafna í sjöþraut. Langstökk kvenna (í dag kl. 13.30): Íslandsmethafinn Hafdís Sigurðardóttir er líklegust til sigurs eftir að hafa bætt Íslandsmet í greininni í vor. Spjótkast kvenna (í dag kl. 14:20): Ásdís Hjálmsdóttir undirbýr sig að fullu fyrir HM. 100 m hlaup karla (í dag kl. 14.40): Fjölmennasta greinin en alls eru 28 skráðir til leiks. Kolbeinn Höður Gunnarsson og Ívar Kristinn Jasonarson munu líklega berjast um gullið, rétt eins og í 400 m hlaupi karla (í dag kl. 15.10). 400 m hlaup kvenna (í dag kl. 15.25): Aníta Hinriksdóttir og Hafdís Sigurðardóttir munu berjast um gullið. Spjótkast karla (í dag kl. 15.30): Ísland á nú tvo efnilega spjótkastara, þá Guðmund Sverrisson, sem er nálægt 80 m, og Örn Davíðsson, sem hefur kastað yfir 75 m. Kúluvarp karla (á morgun kl. 13.30): Ólympíufarinn Óðinn Björn Þorsteinsson hefur verið að koma sér aftur af stað eftir leikana í Lundúnum. 200 m hlaup kvenna (á morgun kl. 14.40): Hér verður athyglisvert að fylgjast með hvort Hafdís Sigurðardóttir nái að bæta Íslandsmet Guðrúnar Arnardóttur. Frjálsar íþróttir Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Fleiri fréttir Er Jokic bara að djóka? Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Sjá meira
Nánast allt okkar besta frjálsíþróttafólk tekur þátt á spennandi Meistaramóti Íslands á Akureyri nú um helgina. Mikill uppgangur hefur verið í íþróttinni síðustu misseri og margt ungt fólk hefur verið að ná frábærum árangri á alþjóðavísu. Þar fer Aníta Hinriksdóttir fremst í flokki en hún ætlar reyndar að taka sér frí frá 800 m hlaupi um helgina. Þess í stað hleypur hún með boðhlaupssveit ÍR og keppir þar að auki í 400 m hlaupi. Fyrir fram má reikna með því að Aníta muni berjast við heimakonuna Hafdísi Sigurðardóttur en þær eiga mjög svipaðan tíma í greininni. „Þetta verður hörkuhlaup og ég er búin að vera með hnút í maganum vegna þess,“ sagði Hafdís í léttum dúr. „Það verður fyrst og fremst heiður og gaman að fá að keppa við Anítu en það munar mjög litlu á okkur í þessari grein. Hún vill auðvitað fá gullið og ætlar ekki að láta gömlu konuna hirða það af sér.“ Aníta, nýkrýndur heims- og Evrópumeistari ungmenna í 800 m hlaupi, er fyrst og fremst millivegalengdahlaupari en Hafdís spretthlaupari. Þær mætast því á „miðri leið“ í 400 m hlaupinu sem þær hafa báðar hlaupið á rúmum 54 sekúndum á þessu ári. Hafdís á ögn betri skráðan tíma í greininni fyrir mótið.asdHafdís keppir í fjórum einstaklingsgreinum á mótinu um helgina og stefnir á sigur í þeim öllum. Hún keppir í 100, 200 og 400 m hlaupum sem og langstökki kvenna. Hún bætti einmitt Íslandsmetið í langstökki fyrr á þessu ári og virðist í besta formi lífs síns. „Ég vona að ég nái að toppa á réttum tíma því ég er með miklar væntingar um góðan árangur,“ segir Hafdís, sem horfir sérstaklega á sextán ára gamalt Íslandsmet Guðrúnar Arnardóttur í 200 m hlaupi. Metið stendur í 23,81 sekúndu en Hafdís hljóp vegalengdina á 23,82 sekúndum á Smáþjóðaleikunum fyrr í sumar. „Hlaupið fór fram í algjöru logni og ég er á því að hefði ég fengið örlítinn vind í bakið væri þetta met hrunið. Ég vona bara að veður og vindar verði bæði mér hliðholl og lögleg á sunnudaginn. Þá á eftir að koma í ljós hversu mikla orku ég mun hafa eftir fyrri keppnisdaginn [í dag] sem verður mjög strembinn,“ segir Hafdís, sem á einnig Íslandsmetin í 60 m og 300 m hlaupi. Flest okkar besta frjálsíþróttafólk verður með á Akureyri um helgina. Hér má sjá yfirlit yfir nokkrar athyglisverðar greinar sem vert verður að fylgjast með um helgina. Sleggjukast karla (í dag kl. 13.00): Hinn stórefnilegi Hilmar Örn Jónsson er nýbúinn að bæta Íslandsmetið með 6 kg sleggju og er einnig öflugur kúluvarpari. 100 m grindahlaup kvenna (í dag kl. 13.30): Arna Stefanía Guðmundsdóttir er nýbúin að setja aldursflokkamet í greininni en þessi öfluga sjöþrautarkona má búast við mikilli samkeppni við Sveinbjörgu Zophaníasdóttur (á mynd)og Maríu Rún Gunnlaugsdóttur sem báðar keppa einnig alla jafna í sjöþraut. Langstökk kvenna (í dag kl. 13.30): Íslandsmethafinn Hafdís Sigurðardóttir er líklegust til sigurs eftir að hafa bætt Íslandsmet í greininni í vor. Spjótkast kvenna (í dag kl. 14:20): Ásdís Hjálmsdóttir undirbýr sig að fullu fyrir HM. 100 m hlaup karla (í dag kl. 14.40): Fjölmennasta greinin en alls eru 28 skráðir til leiks. Kolbeinn Höður Gunnarsson og Ívar Kristinn Jasonarson munu líklega berjast um gullið, rétt eins og í 400 m hlaupi karla (í dag kl. 15.10). 400 m hlaup kvenna (í dag kl. 15.25): Aníta Hinriksdóttir og Hafdís Sigurðardóttir munu berjast um gullið. Spjótkast karla (í dag kl. 15.30): Ísland á nú tvo efnilega spjótkastara, þá Guðmund Sverrisson, sem er nálægt 80 m, og Örn Davíðsson, sem hefur kastað yfir 75 m. Kúluvarp karla (á morgun kl. 13.30): Ólympíufarinn Óðinn Björn Þorsteinsson hefur verið að koma sér aftur af stað eftir leikana í Lundúnum. 200 m hlaup kvenna (á morgun kl. 14.40): Hér verður athyglisvert að fylgjast með hvort Hafdís Sigurðardóttir nái að bæta Íslandsmet Guðrúnar Arnardóttur.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Fleiri fréttir Er Jokic bara að djóka? Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Sjá meira