Ný upplýsingaöld og ESB Einar Benediktsson skrifar 16. ágúst 2013 07:00 Í ritstjórnargrein þann 12. ágúst um IPA-styrkina féll Morgunblaðið skör neðar í óviðeigandi ummælum um Ísland og Evrópusambandið. Nú komu skreiðin og Nígería óvænt til sögunnar. Á árum áður var mikill útflutningur skreiðar til Nígeríu, þá háður útflutningsleyfum. Væntanlega hafa útflytjendur fengið gjaldeyrisleyfi vegna sérstakra greiðslna við öflun innflutningsleyfa í Nígeríu, sem Morgunblaðið segir að hafi verið bókað sem „hagsmunafé“ hjá bönkunum. Þessar mútugreiðslur ber blaðið saman við drengilegar styrkveitingar Evrópusambandsins til þeirra sem knýja að dyrum, svo að meta megi betur hvernig dvölin er innandyra. Gjörspillt stjórnsýsla er Nígeríu til skaða og vansa og er því miður útbreitt fyrirbæri í Afríku. Þau mál eiga ekki erindi í Evrópuumræðu okkar. Það þarf að hægja á þessari léttvægu umræðu um IPA-styrkina og tilgang þeirra en taka fyrir með þeirri alvöru sem málinu ber. Á það skal lögð áhersla að Evrópusambandið hefur frá upphafi svarað kalli upplýsingaaldar nútímans um öflugan stuðning við síþróun kennslu og náms. Vegna náinna samningsbundinna tengsla hafa Íslendingar í marga áratugi þegið stórfellda ESB-styrki með sk. Rammaáætlun og samstarfi á ýmsum kennslustigum með Erasmus-, Leonardo- og Comenius-áætlunum. Svo sem bent er á á vefsíðum HÍ höfum við þannig getað tengst þeirri miklu gerjun sem er á lykilsviði upplýsingasamfélags nútímans. Mjög er þó miður að lítið af þessum hræringum skilar sér í innlenda fjölmiðla og til framkvæmda í menntakerfinu. Ein markverðasta framför okkar tíma var „stofnanagerð“ rannsókna- og þróunarstarfs. Í stað þess að vera tilviljanakennd og stopul iðja ýmissa áhuga- og fræðimanna hafa miklu öflugri rannsóknir leitt til feikilegs árangurs. Rannsóknir og þróun urðu að sjálfsögðum þætti í starfsemi stærri fyrirtækja og eru fastir liðir á fjárlögum iðnríkja. Það er deginum ljósara að fyrir smáríkið Ísland er starfsemi Evrópusambandsins til þess fallin að færa okkur inn í þróun þar sem Ísland eitt og sér skortir bæði yfirsýn og tengsl. Vilji Íslendingar ekki missa af lestinni í þessum efnum er brýnt að taka á þessu máli af alvöru.Bábilja Ég segi þessa starfsemi Evrópusambandsins þjóna vel á nýrri upplýsingaöld. Hugsað er þá til þess tímabils 18. og 19 aldar sem svo mjög skiptir sköpum í sögunni og nefnist upplýsingaöldin. Það var upphaf framfara með vísindalegum vinnubrögðum í Frakklandi og Þýskalandi að ógleymdu Bretlandi. Og þessi þróun nær með ýmsum hætti til Íslands frá og með 18. öld og leiðir til framfara í landbúnaði, garðrækt, og verksmiðjurekstri í Innréttingum Skúla Magnússonar í Reykjavík. Segi hver sitt um þau mál en markverðast fyrir mig var þó hið mikla átak Magnúsar Stephensen í menntunar- og fræðslumálum með prentverkinu í Viðey, nokkurs konar Evrópustofa síns tíma! Á 19. öld eru Evrópuáhrif á stjórnmálasviðinu driffjöður í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Norður-Evrópuþjóðir verða sér meðvitaðar um að Íslendingar hafa varðveitt forna germanska tungu og mikil söguleg og menningarleg verðmæti. Án okkar vantar mikið í samfélag þeirra. Laugarvatn var afar heppilegt staðarval fyrir upphaf ríkisstjórnar þeirra Sigmundar Davíðs og Bjarna. Sá staður tengist minningu Jónasar Jónssonar frá Hriflu en hann var maður upplýsingarinnar og eru héraðsskólarnir stórmerkilegt átak í þeim anda. Og ekki var hann síður sterkur málsvari vestræns samstarfs. Þá tel ég það með afrekum Jónasar að hann stóð að því á fátæktarárum kreppunnar að kaupa herbergi fyrir íslenska stúdenta á Maison du Danemark í stúdentagörðum Sorbonne-háskólans. Ég átti ógleymanlegt samtal við hann um gildi þess að við gætum numið franska menningarsögu á þeirra tungu. Megi framsóknarmenn huga að alþjóðahyggju Jónasar frá Hriflu og ganga með þeirri reisn á erlendri grund, sem okkur bar til forna. Það mátti læra af Íslandssögu Jónasar sem kennd var í barnaskólum í mína tíð. Það er bábilja ein að við eigum ekki erindi sem aðildarríki að Evrópusambandinu þegar einmitt hið gagnstæða er raunveruleikinn. Það er svo m.a. vegna væntanlega breytts samstarfs sem varðar framtíðarheill okkar. Og við erum í raun aukaaðili en þó utangátta í ESB með úreltan EES-samning. Ljúkum því aðildarsamningum og leggjum fyrir þjóðina svo sem Alþingi ákvað. Og eru ekki IPA-styrkirnir okkur réttir í bróðerni og til góðs eins? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Í ritstjórnargrein þann 12. ágúst um IPA-styrkina féll Morgunblaðið skör neðar í óviðeigandi ummælum um Ísland og Evrópusambandið. Nú komu skreiðin og Nígería óvænt til sögunnar. Á árum áður var mikill útflutningur skreiðar til Nígeríu, þá háður útflutningsleyfum. Væntanlega hafa útflytjendur fengið gjaldeyrisleyfi vegna sérstakra greiðslna við öflun innflutningsleyfa í Nígeríu, sem Morgunblaðið segir að hafi verið bókað sem „hagsmunafé“ hjá bönkunum. Þessar mútugreiðslur ber blaðið saman við drengilegar styrkveitingar Evrópusambandsins til þeirra sem knýja að dyrum, svo að meta megi betur hvernig dvölin er innandyra. Gjörspillt stjórnsýsla er Nígeríu til skaða og vansa og er því miður útbreitt fyrirbæri í Afríku. Þau mál eiga ekki erindi í Evrópuumræðu okkar. Það þarf að hægja á þessari léttvægu umræðu um IPA-styrkina og tilgang þeirra en taka fyrir með þeirri alvöru sem málinu ber. Á það skal lögð áhersla að Evrópusambandið hefur frá upphafi svarað kalli upplýsingaaldar nútímans um öflugan stuðning við síþróun kennslu og náms. Vegna náinna samningsbundinna tengsla hafa Íslendingar í marga áratugi þegið stórfellda ESB-styrki með sk. Rammaáætlun og samstarfi á ýmsum kennslustigum með Erasmus-, Leonardo- og Comenius-áætlunum. Svo sem bent er á á vefsíðum HÍ höfum við þannig getað tengst þeirri miklu gerjun sem er á lykilsviði upplýsingasamfélags nútímans. Mjög er þó miður að lítið af þessum hræringum skilar sér í innlenda fjölmiðla og til framkvæmda í menntakerfinu. Ein markverðasta framför okkar tíma var „stofnanagerð“ rannsókna- og þróunarstarfs. Í stað þess að vera tilviljanakennd og stopul iðja ýmissa áhuga- og fræðimanna hafa miklu öflugri rannsóknir leitt til feikilegs árangurs. Rannsóknir og þróun urðu að sjálfsögðum þætti í starfsemi stærri fyrirtækja og eru fastir liðir á fjárlögum iðnríkja. Það er deginum ljósara að fyrir smáríkið Ísland er starfsemi Evrópusambandsins til þess fallin að færa okkur inn í þróun þar sem Ísland eitt og sér skortir bæði yfirsýn og tengsl. Vilji Íslendingar ekki missa af lestinni í þessum efnum er brýnt að taka á þessu máli af alvöru.Bábilja Ég segi þessa starfsemi Evrópusambandsins þjóna vel á nýrri upplýsingaöld. Hugsað er þá til þess tímabils 18. og 19 aldar sem svo mjög skiptir sköpum í sögunni og nefnist upplýsingaöldin. Það var upphaf framfara með vísindalegum vinnubrögðum í Frakklandi og Þýskalandi að ógleymdu Bretlandi. Og þessi þróun nær með ýmsum hætti til Íslands frá og með 18. öld og leiðir til framfara í landbúnaði, garðrækt, og verksmiðjurekstri í Innréttingum Skúla Magnússonar í Reykjavík. Segi hver sitt um þau mál en markverðast fyrir mig var þó hið mikla átak Magnúsar Stephensen í menntunar- og fræðslumálum með prentverkinu í Viðey, nokkurs konar Evrópustofa síns tíma! Á 19. öld eru Evrópuáhrif á stjórnmálasviðinu driffjöður í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Norður-Evrópuþjóðir verða sér meðvitaðar um að Íslendingar hafa varðveitt forna germanska tungu og mikil söguleg og menningarleg verðmæti. Án okkar vantar mikið í samfélag þeirra. Laugarvatn var afar heppilegt staðarval fyrir upphaf ríkisstjórnar þeirra Sigmundar Davíðs og Bjarna. Sá staður tengist minningu Jónasar Jónssonar frá Hriflu en hann var maður upplýsingarinnar og eru héraðsskólarnir stórmerkilegt átak í þeim anda. Og ekki var hann síður sterkur málsvari vestræns samstarfs. Þá tel ég það með afrekum Jónasar að hann stóð að því á fátæktarárum kreppunnar að kaupa herbergi fyrir íslenska stúdenta á Maison du Danemark í stúdentagörðum Sorbonne-háskólans. Ég átti ógleymanlegt samtal við hann um gildi þess að við gætum numið franska menningarsögu á þeirra tungu. Megi framsóknarmenn huga að alþjóðahyggju Jónasar frá Hriflu og ganga með þeirri reisn á erlendri grund, sem okkur bar til forna. Það mátti læra af Íslandssögu Jónasar sem kennd var í barnaskólum í mína tíð. Það er bábilja ein að við eigum ekki erindi sem aðildarríki að Evrópusambandinu þegar einmitt hið gagnstæða er raunveruleikinn. Það er svo m.a. vegna væntanlega breytts samstarfs sem varðar framtíðarheill okkar. Og við erum í raun aukaaðili en þó utangátta í ESB með úreltan EES-samning. Ljúkum því aðildarsamningum og leggjum fyrir þjóðina svo sem Alþingi ákvað. Og eru ekki IPA-styrkirnir okkur réttir í bróðerni og til góðs eins?
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar