Fjórfætti heimsborgarinn Sara McMahon skrifar 25. september 2013 06:00 Hin danskættaða Nuki, sem Matvælastofnun lýsir á vef sínum sem svartri, stutthærðri og með hvítan blett á bringunni, slapp úr einkaflugvél á Reykjavíkurflugvelli í gær. Nuki kom starfsmönnum flugvallarins í mikið uppnám því hún átti ekkert með það að stinga svona af, enda hafði hún ekki farið í gegnum einangrunarstöð áður og því gæti mikil smithætta stafað af Dananum. Meðal þeirra er tóku þátt í leitinni að Nuki í gær voru lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu, starfsfólk flugvallarins og björgunarsveitarfólk. Nuki, sem millilennti á Reykjavíkurflugvelli á leið sinni til Bandaríkjanna, er húðflúruð og stygg við ókunnuga og Matvælastofnun brýnir fyrir fólki að taka hana ekki inn á heimili sín þar sem dýr eru fyrir - íslenskum húsdýrum stendur nefnilega ógn af dönsku læðunni. Reykjavíkurflugvöllur stendur aðeins steinsnar frá Þingholtunum og Skerjafirði þar sem allt iðar af kattalífi og því ljóst að faraldur gæti verið í uppsigi, það er að segja ef Nuki finnst ekki áður en hún kemst í kynni við lattelepjandi kött úr 101. Mörgum spurningum er enn ósvarað um strok Nuki - var þetta úthugsað eða algjörlega spontant? Hvað hefur drifið á daga hennar frá því hún yfirgaf lúxusinn um borð í einkaflugvélinni? Hvaða erindi átti hún til Bandaríkjanna? Vissi hún hvílíkt uppþot strok hennar mundi valda íbúum þessa afskekta skers í Norður Atlashafi? Þetta og fleira vil ég vita og því vona ég að Nuki, eða danskur eigandi hennar, veiti íslenskum fjölmiðlum viðtal þegar að hún loks finnst. Ég mundi glöð munda míkrafóninn í þeim tilgangi. En þar til hin ævintýragjarna danska læða kemst til síns heima mun Sigga, kötturinn minn, þurfa að halda sig innandyra. Ég vil ómögulega að hún rekist á fjórfætta heimsborgarann á förnum vegi og fái þá flugu í hausinn að strjúka til útlanda. Þá væri mér allri lokið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara McMahon Mest lesið Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun
Hin danskættaða Nuki, sem Matvælastofnun lýsir á vef sínum sem svartri, stutthærðri og með hvítan blett á bringunni, slapp úr einkaflugvél á Reykjavíkurflugvelli í gær. Nuki kom starfsmönnum flugvallarins í mikið uppnám því hún átti ekkert með það að stinga svona af, enda hafði hún ekki farið í gegnum einangrunarstöð áður og því gæti mikil smithætta stafað af Dananum. Meðal þeirra er tóku þátt í leitinni að Nuki í gær voru lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu, starfsfólk flugvallarins og björgunarsveitarfólk. Nuki, sem millilennti á Reykjavíkurflugvelli á leið sinni til Bandaríkjanna, er húðflúruð og stygg við ókunnuga og Matvælastofnun brýnir fyrir fólki að taka hana ekki inn á heimili sín þar sem dýr eru fyrir - íslenskum húsdýrum stendur nefnilega ógn af dönsku læðunni. Reykjavíkurflugvöllur stendur aðeins steinsnar frá Þingholtunum og Skerjafirði þar sem allt iðar af kattalífi og því ljóst að faraldur gæti verið í uppsigi, það er að segja ef Nuki finnst ekki áður en hún kemst í kynni við lattelepjandi kött úr 101. Mörgum spurningum er enn ósvarað um strok Nuki - var þetta úthugsað eða algjörlega spontant? Hvað hefur drifið á daga hennar frá því hún yfirgaf lúxusinn um borð í einkaflugvélinni? Hvaða erindi átti hún til Bandaríkjanna? Vissi hún hvílíkt uppþot strok hennar mundi valda íbúum þessa afskekta skers í Norður Atlashafi? Þetta og fleira vil ég vita og því vona ég að Nuki, eða danskur eigandi hennar, veiti íslenskum fjölmiðlum viðtal þegar að hún loks finnst. Ég mundi glöð munda míkrafóninn í þeim tilgangi. En þar til hin ævintýragjarna danska læða kemst til síns heima mun Sigga, kötturinn minn, þurfa að halda sig innandyra. Ég vil ómögulega að hún rekist á fjórfætta heimsborgarann á förnum vegi og fái þá flugu í hausinn að strjúka til útlanda. Þá væri mér allri lokið.