Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar 4. október 2025 08:02 Tæmer, rímænder, kontakts og erpleinmód. Hefur þú notað þessi orð nýlega? Því það hef ég svo sannarlega gert. Í frábærum pistli sem birtist hér á vísi fyrr í vikunni benti Friðrik Björnsson á að „Mest lesnu orð á Íslandi“ væru líklega þau sem birtast okkur daglega í snjallsímunum okkar. Friðrik leiddi því að því líkum að sú staðreynd að stýrikerfi Apple bjóði ekki upp á íslensku gæti verið töluvert sterkur áhrifavaldur á tungumálið okkar. Baráttan fyrir íslensku í Apple er ekki sú fyrsta fyrir hönd íslenskunnar í tækniheiminum. Fyrir aldamót unnu ötulir Íslendingar að því að tryggja íslenska stafi á lyklaborð svo það væri yfir höfuð hægt að skrifa íslensku í tölvur! Í kjölfarið tók við baráttan um íslenskt viðmót í Office-umhverfi Microsoft, um íslenskar þýðingarvélar og tölvuraddir og nú síðast að tryggja að gervigreind, og þá einkum stór mállíkön, skilji og svari á íslensku og geri það vel. Fyrir ríflega áratug tók fjöldi fyrirtækja og samtaka sig saman um stofnun Almannaróms – miðstöðvar máltækni. Eitt af okkar hlutverkum er einmitt þetta; að tryggja stafræna framtíð íslenskunnar með því byggja opin gagnasöfn og hugbúnað sem einfaldi erlendum tæknifyrirtækjum að innleiða íslensku og ekki síður að eiga í stöðugu samtali við hin erlendu fyrirtæki og minna á mikilvægi þess að framtíðin tali íslensku. Það er ekki bara af því að okkur er annt um varðveislu tungumálsins heldur líka af því að við viljum að Ísland njóti jafnra tækifæra og stærri lönd í yfirstandandi tæknibyltingu. Það að geta notað tækni á okkar móðurmáli er einfaldlega forsenda þess að svo megi vera. Við höfum nú þegar náð stórmerkilegum árangri á þessari vegferð. Ofarlega í huga er að íslenska var annað tungumálið sem mállíkanið Chat GPT var þjálfað á, eftir ensku. Við áttum líka eitt af fyrstu tungumálunum í þýðingarvél Google þegar hún voru kynnt. „Copilot“, gervigreindarþjónusta Microsoft, var kynnt á íslensku í sumar eftir töluverða baráttu. Síðan hafa ráðamenn Microsoft verið mjög móttækilegir fyrir samtali og endurgjöf um hvernig megi bæta íslenskuvirkni í hugbúnaði fyrirtækisins. Þetta sýnir að það er hægt að ná árangri í baráttunni við risana. En af öllum þeim tæknirisum sem við höfum leitað til hefur Apple verið tregast í taumi. Við erum í góðu samstarfi við ráðherra og ráðuneyti og leitum nú sem áður betri leiða til að koma okkar málstað á framfæri gagnvart Apple. Samhliða því leitum við svo til ykkar. Verkefnið er eftirfarandi: 1. Smellið á eftirfarandi hlekk: Endurgjöf til Apple 2. Veljið iphone (eða aðra vöru sem þið notið mikið) 3. Skráið inn nafn og heimaland og veljið „feature request“ þegar spurt er um „feedback type“ 4. Skrifið í athugasemdagluggann „We would like Apple to add Icelandic!“ Takk fyrir að leggja okkur lið! Höfundur er framkvæmdastjóri Almannaróms. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Tækni Apple Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Tæmer, rímænder, kontakts og erpleinmód. Hefur þú notað þessi orð nýlega? Því það hef ég svo sannarlega gert. Í frábærum pistli sem birtist hér á vísi fyrr í vikunni benti Friðrik Björnsson á að „Mest lesnu orð á Íslandi“ væru líklega þau sem birtast okkur daglega í snjallsímunum okkar. Friðrik leiddi því að því líkum að sú staðreynd að stýrikerfi Apple bjóði ekki upp á íslensku gæti verið töluvert sterkur áhrifavaldur á tungumálið okkar. Baráttan fyrir íslensku í Apple er ekki sú fyrsta fyrir hönd íslenskunnar í tækniheiminum. Fyrir aldamót unnu ötulir Íslendingar að því að tryggja íslenska stafi á lyklaborð svo það væri yfir höfuð hægt að skrifa íslensku í tölvur! Í kjölfarið tók við baráttan um íslenskt viðmót í Office-umhverfi Microsoft, um íslenskar þýðingarvélar og tölvuraddir og nú síðast að tryggja að gervigreind, og þá einkum stór mállíkön, skilji og svari á íslensku og geri það vel. Fyrir ríflega áratug tók fjöldi fyrirtækja og samtaka sig saman um stofnun Almannaróms – miðstöðvar máltækni. Eitt af okkar hlutverkum er einmitt þetta; að tryggja stafræna framtíð íslenskunnar með því byggja opin gagnasöfn og hugbúnað sem einfaldi erlendum tæknifyrirtækjum að innleiða íslensku og ekki síður að eiga í stöðugu samtali við hin erlendu fyrirtæki og minna á mikilvægi þess að framtíðin tali íslensku. Það er ekki bara af því að okkur er annt um varðveislu tungumálsins heldur líka af því að við viljum að Ísland njóti jafnra tækifæra og stærri lönd í yfirstandandi tæknibyltingu. Það að geta notað tækni á okkar móðurmáli er einfaldlega forsenda þess að svo megi vera. Við höfum nú þegar náð stórmerkilegum árangri á þessari vegferð. Ofarlega í huga er að íslenska var annað tungumálið sem mállíkanið Chat GPT var þjálfað á, eftir ensku. Við áttum líka eitt af fyrstu tungumálunum í þýðingarvél Google þegar hún voru kynnt. „Copilot“, gervigreindarþjónusta Microsoft, var kynnt á íslensku í sumar eftir töluverða baráttu. Síðan hafa ráðamenn Microsoft verið mjög móttækilegir fyrir samtali og endurgjöf um hvernig megi bæta íslenskuvirkni í hugbúnaði fyrirtækisins. Þetta sýnir að það er hægt að ná árangri í baráttunni við risana. En af öllum þeim tæknirisum sem við höfum leitað til hefur Apple verið tregast í taumi. Við erum í góðu samstarfi við ráðherra og ráðuneyti og leitum nú sem áður betri leiða til að koma okkar málstað á framfæri gagnvart Apple. Samhliða því leitum við svo til ykkar. Verkefnið er eftirfarandi: 1. Smellið á eftirfarandi hlekk: Endurgjöf til Apple 2. Veljið iphone (eða aðra vöru sem þið notið mikið) 3. Skráið inn nafn og heimaland og veljið „feature request“ þegar spurt er um „feedback type“ 4. Skrifið í athugasemdagluggann „We would like Apple to add Icelandic!“ Takk fyrir að leggja okkur lið! Höfundur er framkvæmdastjóri Almannaróms.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar