Ósk um samstarf Þorsteinn Víglundsson skrifar 28. september 2013 06:00 Samtök atvinnulífsins, Alþýðusamband Íslands og Viðskiptaráð Íslands sendu forsætisráðherra bréf í vikunni þar sem óskað var eftir samstarfi um úttekt á aðildarviðræðum við Evrópusambandið, þróun ESB og valkostum Íslendinga í efnahagsmálum fram á veginn. Eins og kunnugt er hefur ríkisstjórnin ákveðið að ráðast í slíka úttekt. Fyrstu viðbrögð forsætisráðherra við þessari beiðni valda vonbrigðum. Kannski ekki síst í ljósi þess að vonir stóðu til að ný ríkisstjórn myndi láta af þeirri átakahefð sem einkennt hefur stjórnmálin á undanförnum árum og taka upp ný vinnubrögð. Væntingar í þá átt eru ekki að ástæðulausu enda sagði m.a. í annarri málsgrein stefnuyfirlýsingar nýrrar ríkisstjórnar: „Ríkisstjórnin mun leitast við að virkja samtakamátt þjóðarinnar og vinna gegn því sundurlyndi og tortryggni sem einkennt hefur íslensk stjórnmál og umræðu í samfélaginu um nokkurt skeið. Framfarir og bætt lífskjör á Íslandi hafa byggst á samvinnu og samheldni og til framtíðar munu Íslendingar halda áfram að leysa sameiginlega af hendi helstu verkefni þjóðfélagsins.“ Þessi yfirlýsing gaf því skýr fyrirheit um betri samskipti við aðila vinnumarkaðarins en fyrri ríkisstjórn iðkaði og mikilvægt að sú verði raunin. Vissulega getur aðila greint á í veigamiklum atriðum. Ekki þarf heldur að taka fram að það er meirihluti Alþingis sem ræður för. Vönduð og opin umræða, þar sem mismunandi sjónarmið eru skoðuð vandlega, leiðir hins vegar undantekningalaust til betri og trúverðugri niðurstöðu. Samtök atvinnulífsins ganga til slíkrar vinnu án fyrirframgefinna niðurstaðna. Úttektin sem SA, ASÍ og VÍ vilja gera með stjórnvöldum snýr ekki eingöngu að aðildarviðræðum við ESB og hvaða kostir þar eru í boði, heldur ekki síður að því að skýra aðra valkosti sem Íslendingum standa til boða í peningamálum. Niðurstaða í þeim efnum er mikilvægur þáttur í gerð komandi kjarasamninga og raunar hornsteinn nýrrar þjóðarsáttar um betri lífskjör. Þá er tómt mál að tala um afnám gjaldeyrishafta ef skýr peningastefna er ekki til staðar. Verkefnin fram undan eru viðamikil og mikilvæg og leggja Samtök atvinnulífsins áherslu á að eiga gott samstarf við stjórnvöld við úrlausn þeirra. Samtökin treysta því að það sé gagnkvæmt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Samtök atvinnulífsins, Alþýðusamband Íslands og Viðskiptaráð Íslands sendu forsætisráðherra bréf í vikunni þar sem óskað var eftir samstarfi um úttekt á aðildarviðræðum við Evrópusambandið, þróun ESB og valkostum Íslendinga í efnahagsmálum fram á veginn. Eins og kunnugt er hefur ríkisstjórnin ákveðið að ráðast í slíka úttekt. Fyrstu viðbrögð forsætisráðherra við þessari beiðni valda vonbrigðum. Kannski ekki síst í ljósi þess að vonir stóðu til að ný ríkisstjórn myndi láta af þeirri átakahefð sem einkennt hefur stjórnmálin á undanförnum árum og taka upp ný vinnubrögð. Væntingar í þá átt eru ekki að ástæðulausu enda sagði m.a. í annarri málsgrein stefnuyfirlýsingar nýrrar ríkisstjórnar: „Ríkisstjórnin mun leitast við að virkja samtakamátt þjóðarinnar og vinna gegn því sundurlyndi og tortryggni sem einkennt hefur íslensk stjórnmál og umræðu í samfélaginu um nokkurt skeið. Framfarir og bætt lífskjör á Íslandi hafa byggst á samvinnu og samheldni og til framtíðar munu Íslendingar halda áfram að leysa sameiginlega af hendi helstu verkefni þjóðfélagsins.“ Þessi yfirlýsing gaf því skýr fyrirheit um betri samskipti við aðila vinnumarkaðarins en fyrri ríkisstjórn iðkaði og mikilvægt að sú verði raunin. Vissulega getur aðila greint á í veigamiklum atriðum. Ekki þarf heldur að taka fram að það er meirihluti Alþingis sem ræður för. Vönduð og opin umræða, þar sem mismunandi sjónarmið eru skoðuð vandlega, leiðir hins vegar undantekningalaust til betri og trúverðugri niðurstöðu. Samtök atvinnulífsins ganga til slíkrar vinnu án fyrirframgefinna niðurstaðna. Úttektin sem SA, ASÍ og VÍ vilja gera með stjórnvöldum snýr ekki eingöngu að aðildarviðræðum við ESB og hvaða kostir þar eru í boði, heldur ekki síður að því að skýra aðra valkosti sem Íslendingum standa til boða í peningamálum. Niðurstaða í þeim efnum er mikilvægur þáttur í gerð komandi kjarasamninga og raunar hornsteinn nýrrar þjóðarsáttar um betri lífskjör. Þá er tómt mál að tala um afnám gjaldeyrishafta ef skýr peningastefna er ekki til staðar. Verkefnin fram undan eru viðamikil og mikilvæg og leggja Samtök atvinnulífsins áherslu á að eiga gott samstarf við stjórnvöld við úrlausn þeirra. Samtökin treysta því að það sé gagnkvæmt.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar