Vonlaus blaðamennska Lilja Magnúsdóttir skrifar 31. október 2013 06:00 Kæri Mikael Torfason. Það er fagnaðarefni að fjölmiðlar veiti skólastarfi athygli en mikið þætti mér vænt um ef þú vildir notfæra þér ritstjórastólinn til að kanna nokkur atriði betur. (Fjallað var um skólamál í leiðara 19. okt. 2013 sem bar titilinn „Vonlaus skóli“ og í frétt á forsíðu Fréttablaðsins „Eitt smábarn af tíu er með erlent móðurmál“, 17. sept. 2013.) Mig langar að benda þér á örfá atriði sem þarf að íhuga betur. Kennurum hefur fjölgað um 20% á 15 árum. Eflaust er þetta rétt fullyrðing. Það sem vantar bara er að nemendum fjölgaði mjög mikið á síðustu 15 árum. Stærstu árgangar sem fæðst hafa á Íslandi voru í grunnskóla og kennslustundum á hvern nemanda fjölgaði á þessum árum. Sérskólar voru lagðir niður og grunnskólinn tók við nemendum sem þurfa sérstaka aðstoð og það kallar á meira starfsfólk, fyrst og fremst fleiri kennara. Að reikna fjölda nemenda á kennara án þess að skoða hvað liggur að baki er ekki bara fáránlegt heldur ómanneskjulegt. Jón Gnarr hefur einbeitt sér að eineltismálum í Reykjavík. Það er frábært því ef það er eitthvað sem eyðileggur æsku fólks þá er það að verða fyrir einelti. Einelti er ekki bara til í skólum, heldur líka í samfélaginu. Einelti er hluti af þeirri trú að það megi vera andstyggilegur við þá sem eru „öðruvísi“. Jón Gnarr hefur lagt mikið til íslensks samfélags með því að vera „öðruvísi“. Hann er ekki stúdent, hann er „brottfall“, hann er leikari með enga menntun í því fagi, klæðist bleikum kvenmannsfötum í Hinsegingöngunni og hann er rauðhærður og með gleraugu. Hann er allt sem hefur þótt eðlilegt að leggja í einelti nema; hann er borgarstjóri Reykjavíkur.Skýtur skökku við Það skýtur skökku við að hæla Jóni Gnarr og tala síðan eins og brottfall sé fötlun. Kæri Mikael, vissir þú að nemandi sem ákveður að hætta námi í Borgarholtsskóla og færa sig yfir í FB telst brottfall? Hann hætti við að verða bílasmiður en ákvað að verða húsasmiður. Er það slæmt? Nemandi sem ákveður að fara sem skiptinemi til Kenía telst líka brottfall því hann er hvergi skráður í skóla á meðan. Nemandi sem vill vera eina önn á trillu með afa telst líka brottfall. Við skulum skoða betur hvað liggur að baki fullyrðingum um brottfall áður en við notum það orð sem allsherjardóm yfir framhaldsskólakerfinu okkar. Fyrir nokkrum vikum var frétt á forsíðu Fréttablaðsins um að 10% ungra barna á Íslandi ættu annað móðurmál en íslensku, fengju tvö móðurmál í vöggugjöf. Frábært, hugsaði ég, þvílík verðmæti að eignast fólk sem getur talað og hugsað á tveimur tungumálum. Þessi þjóð verður ríkari að menningu og mannauði. En nei, Fréttablaðið hafði samband við einn kennara sem taldi sligandi kostnað fylgja tvítyngdum nemendum! Talandi um einelti. Hvaðan kemur Fréttablaðinu sú hugmynd að tvítyngdir nemendur þurfi endilega að vera dýrari en aðrir? Hvað hefði verið sagt ef fréttin hefði fjallað um að rauðhærðir strákar væru dýrastir íslensku skólakerfi? Það er margt afburðagott í í skólunum okkar og um það vitna best farsælir nemendur sem ég horfi á í skólanum mínum á hverjum degi. Skólakerfið er svo gott að það á ekki skilið slíka fyrirsögn sem þú slengir framan í alþjóð í leiðara þínum í Fréttablaðinu: „Vonlaus skóli“. (Búið að breyta fyrirsögninni í „Dýr grunnskóli“ í netútgáfunni.) „Skóli“ er nemendur, kennarar, stjórnendur og annað starfsfólk. Er þetta allt svona vonlaust pakk eða er þetta bara vonlaus blaðamennska? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Hvar eru konurnar í byggingariðnaði? Aron Leví Beck Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Kæri Mikael Torfason. Það er fagnaðarefni að fjölmiðlar veiti skólastarfi athygli en mikið þætti mér vænt um ef þú vildir notfæra þér ritstjórastólinn til að kanna nokkur atriði betur. (Fjallað var um skólamál í leiðara 19. okt. 2013 sem bar titilinn „Vonlaus skóli“ og í frétt á forsíðu Fréttablaðsins „Eitt smábarn af tíu er með erlent móðurmál“, 17. sept. 2013.) Mig langar að benda þér á örfá atriði sem þarf að íhuga betur. Kennurum hefur fjölgað um 20% á 15 árum. Eflaust er þetta rétt fullyrðing. Það sem vantar bara er að nemendum fjölgaði mjög mikið á síðustu 15 árum. Stærstu árgangar sem fæðst hafa á Íslandi voru í grunnskóla og kennslustundum á hvern nemanda fjölgaði á þessum árum. Sérskólar voru lagðir niður og grunnskólinn tók við nemendum sem þurfa sérstaka aðstoð og það kallar á meira starfsfólk, fyrst og fremst fleiri kennara. Að reikna fjölda nemenda á kennara án þess að skoða hvað liggur að baki er ekki bara fáránlegt heldur ómanneskjulegt. Jón Gnarr hefur einbeitt sér að eineltismálum í Reykjavík. Það er frábært því ef það er eitthvað sem eyðileggur æsku fólks þá er það að verða fyrir einelti. Einelti er ekki bara til í skólum, heldur líka í samfélaginu. Einelti er hluti af þeirri trú að það megi vera andstyggilegur við þá sem eru „öðruvísi“. Jón Gnarr hefur lagt mikið til íslensks samfélags með því að vera „öðruvísi“. Hann er ekki stúdent, hann er „brottfall“, hann er leikari með enga menntun í því fagi, klæðist bleikum kvenmannsfötum í Hinsegingöngunni og hann er rauðhærður og með gleraugu. Hann er allt sem hefur þótt eðlilegt að leggja í einelti nema; hann er borgarstjóri Reykjavíkur.Skýtur skökku við Það skýtur skökku við að hæla Jóni Gnarr og tala síðan eins og brottfall sé fötlun. Kæri Mikael, vissir þú að nemandi sem ákveður að hætta námi í Borgarholtsskóla og færa sig yfir í FB telst brottfall? Hann hætti við að verða bílasmiður en ákvað að verða húsasmiður. Er það slæmt? Nemandi sem ákveður að fara sem skiptinemi til Kenía telst líka brottfall því hann er hvergi skráður í skóla á meðan. Nemandi sem vill vera eina önn á trillu með afa telst líka brottfall. Við skulum skoða betur hvað liggur að baki fullyrðingum um brottfall áður en við notum það orð sem allsherjardóm yfir framhaldsskólakerfinu okkar. Fyrir nokkrum vikum var frétt á forsíðu Fréttablaðsins um að 10% ungra barna á Íslandi ættu annað móðurmál en íslensku, fengju tvö móðurmál í vöggugjöf. Frábært, hugsaði ég, þvílík verðmæti að eignast fólk sem getur talað og hugsað á tveimur tungumálum. Þessi þjóð verður ríkari að menningu og mannauði. En nei, Fréttablaðið hafði samband við einn kennara sem taldi sligandi kostnað fylgja tvítyngdum nemendum! Talandi um einelti. Hvaðan kemur Fréttablaðinu sú hugmynd að tvítyngdir nemendur þurfi endilega að vera dýrari en aðrir? Hvað hefði verið sagt ef fréttin hefði fjallað um að rauðhærðir strákar væru dýrastir íslensku skólakerfi? Það er margt afburðagott í í skólunum okkar og um það vitna best farsælir nemendur sem ég horfi á í skólanum mínum á hverjum degi. Skólakerfið er svo gott að það á ekki skilið slíka fyrirsögn sem þú slengir framan í alþjóð í leiðara þínum í Fréttablaðinu: „Vonlaus skóli“. (Búið að breyta fyrirsögninni í „Dýr grunnskóli“ í netútgáfunni.) „Skóli“ er nemendur, kennarar, stjórnendur og annað starfsfólk. Er þetta allt svona vonlaust pakk eða er þetta bara vonlaus blaðamennska?
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar