Vonlaus blaðamennska Lilja Magnúsdóttir skrifar 31. október 2013 06:00 Kæri Mikael Torfason. Það er fagnaðarefni að fjölmiðlar veiti skólastarfi athygli en mikið þætti mér vænt um ef þú vildir notfæra þér ritstjórastólinn til að kanna nokkur atriði betur. (Fjallað var um skólamál í leiðara 19. okt. 2013 sem bar titilinn „Vonlaus skóli“ og í frétt á forsíðu Fréttablaðsins „Eitt smábarn af tíu er með erlent móðurmál“, 17. sept. 2013.) Mig langar að benda þér á örfá atriði sem þarf að íhuga betur. Kennurum hefur fjölgað um 20% á 15 árum. Eflaust er þetta rétt fullyrðing. Það sem vantar bara er að nemendum fjölgaði mjög mikið á síðustu 15 árum. Stærstu árgangar sem fæðst hafa á Íslandi voru í grunnskóla og kennslustundum á hvern nemanda fjölgaði á þessum árum. Sérskólar voru lagðir niður og grunnskólinn tók við nemendum sem þurfa sérstaka aðstoð og það kallar á meira starfsfólk, fyrst og fremst fleiri kennara. Að reikna fjölda nemenda á kennara án þess að skoða hvað liggur að baki er ekki bara fáránlegt heldur ómanneskjulegt. Jón Gnarr hefur einbeitt sér að eineltismálum í Reykjavík. Það er frábært því ef það er eitthvað sem eyðileggur æsku fólks þá er það að verða fyrir einelti. Einelti er ekki bara til í skólum, heldur líka í samfélaginu. Einelti er hluti af þeirri trú að það megi vera andstyggilegur við þá sem eru „öðruvísi“. Jón Gnarr hefur lagt mikið til íslensks samfélags með því að vera „öðruvísi“. Hann er ekki stúdent, hann er „brottfall“, hann er leikari með enga menntun í því fagi, klæðist bleikum kvenmannsfötum í Hinsegingöngunni og hann er rauðhærður og með gleraugu. Hann er allt sem hefur þótt eðlilegt að leggja í einelti nema; hann er borgarstjóri Reykjavíkur.Skýtur skökku við Það skýtur skökku við að hæla Jóni Gnarr og tala síðan eins og brottfall sé fötlun. Kæri Mikael, vissir þú að nemandi sem ákveður að hætta námi í Borgarholtsskóla og færa sig yfir í FB telst brottfall? Hann hætti við að verða bílasmiður en ákvað að verða húsasmiður. Er það slæmt? Nemandi sem ákveður að fara sem skiptinemi til Kenía telst líka brottfall því hann er hvergi skráður í skóla á meðan. Nemandi sem vill vera eina önn á trillu með afa telst líka brottfall. Við skulum skoða betur hvað liggur að baki fullyrðingum um brottfall áður en við notum það orð sem allsherjardóm yfir framhaldsskólakerfinu okkar. Fyrir nokkrum vikum var frétt á forsíðu Fréttablaðsins um að 10% ungra barna á Íslandi ættu annað móðurmál en íslensku, fengju tvö móðurmál í vöggugjöf. Frábært, hugsaði ég, þvílík verðmæti að eignast fólk sem getur talað og hugsað á tveimur tungumálum. Þessi þjóð verður ríkari að menningu og mannauði. En nei, Fréttablaðið hafði samband við einn kennara sem taldi sligandi kostnað fylgja tvítyngdum nemendum! Talandi um einelti. Hvaðan kemur Fréttablaðinu sú hugmynd að tvítyngdir nemendur þurfi endilega að vera dýrari en aðrir? Hvað hefði verið sagt ef fréttin hefði fjallað um að rauðhærðir strákar væru dýrastir íslensku skólakerfi? Það er margt afburðagott í í skólunum okkar og um það vitna best farsælir nemendur sem ég horfi á í skólanum mínum á hverjum degi. Skólakerfið er svo gott að það á ekki skilið slíka fyrirsögn sem þú slengir framan í alþjóð í leiðara þínum í Fréttablaðinu: „Vonlaus skóli“. (Búið að breyta fyrirsögninni í „Dýr grunnskóli“ í netútgáfunni.) „Skóli“ er nemendur, kennarar, stjórnendur og annað starfsfólk. Er þetta allt svona vonlaust pakk eða er þetta bara vonlaus blaðamennska? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Sjá meira
Kæri Mikael Torfason. Það er fagnaðarefni að fjölmiðlar veiti skólastarfi athygli en mikið þætti mér vænt um ef þú vildir notfæra þér ritstjórastólinn til að kanna nokkur atriði betur. (Fjallað var um skólamál í leiðara 19. okt. 2013 sem bar titilinn „Vonlaus skóli“ og í frétt á forsíðu Fréttablaðsins „Eitt smábarn af tíu er með erlent móðurmál“, 17. sept. 2013.) Mig langar að benda þér á örfá atriði sem þarf að íhuga betur. Kennurum hefur fjölgað um 20% á 15 árum. Eflaust er þetta rétt fullyrðing. Það sem vantar bara er að nemendum fjölgaði mjög mikið á síðustu 15 árum. Stærstu árgangar sem fæðst hafa á Íslandi voru í grunnskóla og kennslustundum á hvern nemanda fjölgaði á þessum árum. Sérskólar voru lagðir niður og grunnskólinn tók við nemendum sem þurfa sérstaka aðstoð og það kallar á meira starfsfólk, fyrst og fremst fleiri kennara. Að reikna fjölda nemenda á kennara án þess að skoða hvað liggur að baki er ekki bara fáránlegt heldur ómanneskjulegt. Jón Gnarr hefur einbeitt sér að eineltismálum í Reykjavík. Það er frábært því ef það er eitthvað sem eyðileggur æsku fólks þá er það að verða fyrir einelti. Einelti er ekki bara til í skólum, heldur líka í samfélaginu. Einelti er hluti af þeirri trú að það megi vera andstyggilegur við þá sem eru „öðruvísi“. Jón Gnarr hefur lagt mikið til íslensks samfélags með því að vera „öðruvísi“. Hann er ekki stúdent, hann er „brottfall“, hann er leikari með enga menntun í því fagi, klæðist bleikum kvenmannsfötum í Hinsegingöngunni og hann er rauðhærður og með gleraugu. Hann er allt sem hefur þótt eðlilegt að leggja í einelti nema; hann er borgarstjóri Reykjavíkur.Skýtur skökku við Það skýtur skökku við að hæla Jóni Gnarr og tala síðan eins og brottfall sé fötlun. Kæri Mikael, vissir þú að nemandi sem ákveður að hætta námi í Borgarholtsskóla og færa sig yfir í FB telst brottfall? Hann hætti við að verða bílasmiður en ákvað að verða húsasmiður. Er það slæmt? Nemandi sem ákveður að fara sem skiptinemi til Kenía telst líka brottfall því hann er hvergi skráður í skóla á meðan. Nemandi sem vill vera eina önn á trillu með afa telst líka brottfall. Við skulum skoða betur hvað liggur að baki fullyrðingum um brottfall áður en við notum það orð sem allsherjardóm yfir framhaldsskólakerfinu okkar. Fyrir nokkrum vikum var frétt á forsíðu Fréttablaðsins um að 10% ungra barna á Íslandi ættu annað móðurmál en íslensku, fengju tvö móðurmál í vöggugjöf. Frábært, hugsaði ég, þvílík verðmæti að eignast fólk sem getur talað og hugsað á tveimur tungumálum. Þessi þjóð verður ríkari að menningu og mannauði. En nei, Fréttablaðið hafði samband við einn kennara sem taldi sligandi kostnað fylgja tvítyngdum nemendum! Talandi um einelti. Hvaðan kemur Fréttablaðinu sú hugmynd að tvítyngdir nemendur þurfi endilega að vera dýrari en aðrir? Hvað hefði verið sagt ef fréttin hefði fjallað um að rauðhærðir strákar væru dýrastir íslensku skólakerfi? Það er margt afburðagott í í skólunum okkar og um það vitna best farsælir nemendur sem ég horfi á í skólanum mínum á hverjum degi. Skólakerfið er svo gott að það á ekki skilið slíka fyrirsögn sem þú slengir framan í alþjóð í leiðara þínum í Fréttablaðinu: „Vonlaus skóli“. (Búið að breyta fyrirsögninni í „Dýr grunnskóli“ í netútgáfunni.) „Skóli“ er nemendur, kennarar, stjórnendur og annað starfsfólk. Er þetta allt svona vonlaust pakk eða er þetta bara vonlaus blaðamennska?
Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun