Koma þarf stefnumálum í framkvæmd Halldór Halldórsson skrifar 15. nóvember 2013 06:00 Viðfangsefnin við stjórnun Reykjavíkurborgar eru fjölmörg. Við sem bjóðum okkur fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins nk. laugardag tölum fyrir fjölbreyttum málefnum og höfum framtíðarsýn. Það er mikilvægt og gott. En eitt er að tala um málin og annað að koma þeim í framkvæmd í öflugum meirihluta. Talað er um að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki náð hreinum meirihluta í borginni lengi og að landslagið hafi breyst það mikið að það sé varla gerlegt lengur. Svona umræðu tek ég ekki undir vegna þess að árangur okkar í kosningum byggist á því hvernig okkur tekst til með uppstillingu framboðslistans. Það verkefni er í höndum sjálfstæðisfólks í borginni í alvöru persónukjöri. Öflugur listi þarf svo að setja fram áhugaverð og raunhæf stefnumál sem skipta borgarbúa máli. Það er okkar sem ætlum að vera í framboði fyrir borgarbúa að hafa sjálfstraust og skýra sýn á hvert við sjálf ætlum og að við stöndum fyrir breytingum sem stuðla að framförum og gera góða borg betri. Kjósendur fylgja þeim sem veit hvert hann ætlar og hvernig hann ætlar þangað.Tímasett verkáætlun Fái ég til þess umboð mun ég leggja fram tímasetta verkáætlun um hvernig koma skuli stefnumálum í framkvæmd og hvenær á kjörtímabilinu. Í forgangi verða: Rekstur borgarinnar sem er undirstaðan. Án heilbrigðs rekstrar eru kosningaloforð marklaus. Hlutverk höfuðborgarinnar sé rækt og hagsmuna borgarbúa þannig gætt. Höfuðborgin hlúi að samgöngum, ekki síst innanlandsfluginu, og gæti þess að vera áfram samgöngumiðstöð landsins. Taka upp nýtt aðalskipulag vegna þéttingar byggðar og umferðarmála. Þétta byggð og bæta aðstöðu gangandi og hjólandi vegfaranda en ekki á kostnað þeirra sem vilja og þurfa að nota bílinn sem samgöngutæki. Auka enn frekar áherslur á vistvænar samgöngur, bæði einkabílinn og almenningssamgöngur. Tæknin leiðir okkur inn á nýjar brautir. Innleiða nýja hugsun í skólamálum. Öll félagsþjónusta á að miðast við að vernda og gæta og hjálpa fólki til sjálfshjálpar. Finna hagkvæmar leiðir til að nýta einkareksturinn og hræðast ekki breytingar. Hér eru aðeins nokkur dæmi tekin. Með tímasettri verkáætlun geta borgarbúar fylgst með hvernig gengur að vinna eftir slíkri áætlun og minnihlutinn hefur um leið ágætis verkferil til að vinna eftir og halda nýjum meirihluta við efnið. Þannig skapast aðhald og eftirlit með því að við sem lofum að vinna verkin gerum það í raun. Ég mun leggja mig fram um að vinna þau verk, sem borgarbúar fela mér að vinna, af alúð og samviskusemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Halldórsson Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Viðfangsefnin við stjórnun Reykjavíkurborgar eru fjölmörg. Við sem bjóðum okkur fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins nk. laugardag tölum fyrir fjölbreyttum málefnum og höfum framtíðarsýn. Það er mikilvægt og gott. En eitt er að tala um málin og annað að koma þeim í framkvæmd í öflugum meirihluta. Talað er um að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki náð hreinum meirihluta í borginni lengi og að landslagið hafi breyst það mikið að það sé varla gerlegt lengur. Svona umræðu tek ég ekki undir vegna þess að árangur okkar í kosningum byggist á því hvernig okkur tekst til með uppstillingu framboðslistans. Það verkefni er í höndum sjálfstæðisfólks í borginni í alvöru persónukjöri. Öflugur listi þarf svo að setja fram áhugaverð og raunhæf stefnumál sem skipta borgarbúa máli. Það er okkar sem ætlum að vera í framboði fyrir borgarbúa að hafa sjálfstraust og skýra sýn á hvert við sjálf ætlum og að við stöndum fyrir breytingum sem stuðla að framförum og gera góða borg betri. Kjósendur fylgja þeim sem veit hvert hann ætlar og hvernig hann ætlar þangað.Tímasett verkáætlun Fái ég til þess umboð mun ég leggja fram tímasetta verkáætlun um hvernig koma skuli stefnumálum í framkvæmd og hvenær á kjörtímabilinu. Í forgangi verða: Rekstur borgarinnar sem er undirstaðan. Án heilbrigðs rekstrar eru kosningaloforð marklaus. Hlutverk höfuðborgarinnar sé rækt og hagsmuna borgarbúa þannig gætt. Höfuðborgin hlúi að samgöngum, ekki síst innanlandsfluginu, og gæti þess að vera áfram samgöngumiðstöð landsins. Taka upp nýtt aðalskipulag vegna þéttingar byggðar og umferðarmála. Þétta byggð og bæta aðstöðu gangandi og hjólandi vegfaranda en ekki á kostnað þeirra sem vilja og þurfa að nota bílinn sem samgöngutæki. Auka enn frekar áherslur á vistvænar samgöngur, bæði einkabílinn og almenningssamgöngur. Tæknin leiðir okkur inn á nýjar brautir. Innleiða nýja hugsun í skólamálum. Öll félagsþjónusta á að miðast við að vernda og gæta og hjálpa fólki til sjálfshjálpar. Finna hagkvæmar leiðir til að nýta einkareksturinn og hræðast ekki breytingar. Hér eru aðeins nokkur dæmi tekin. Með tímasettri verkáætlun geta borgarbúar fylgst með hvernig gengur að vinna eftir slíkri áætlun og minnihlutinn hefur um leið ágætis verkferil til að vinna eftir og halda nýjum meirihluta við efnið. Þannig skapast aðhald og eftirlit með því að við sem lofum að vinna verkin gerum það í raun. Ég mun leggja mig fram um að vinna þau verk, sem borgarbúar fela mér að vinna, af alúð og samviskusemi.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun