Koma þarf stefnumálum í framkvæmd Halldór Halldórsson skrifar 15. nóvember 2013 06:00 Viðfangsefnin við stjórnun Reykjavíkurborgar eru fjölmörg. Við sem bjóðum okkur fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins nk. laugardag tölum fyrir fjölbreyttum málefnum og höfum framtíðarsýn. Það er mikilvægt og gott. En eitt er að tala um málin og annað að koma þeim í framkvæmd í öflugum meirihluta. Talað er um að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki náð hreinum meirihluta í borginni lengi og að landslagið hafi breyst það mikið að það sé varla gerlegt lengur. Svona umræðu tek ég ekki undir vegna þess að árangur okkar í kosningum byggist á því hvernig okkur tekst til með uppstillingu framboðslistans. Það verkefni er í höndum sjálfstæðisfólks í borginni í alvöru persónukjöri. Öflugur listi þarf svo að setja fram áhugaverð og raunhæf stefnumál sem skipta borgarbúa máli. Það er okkar sem ætlum að vera í framboði fyrir borgarbúa að hafa sjálfstraust og skýra sýn á hvert við sjálf ætlum og að við stöndum fyrir breytingum sem stuðla að framförum og gera góða borg betri. Kjósendur fylgja þeim sem veit hvert hann ætlar og hvernig hann ætlar þangað.Tímasett verkáætlun Fái ég til þess umboð mun ég leggja fram tímasetta verkáætlun um hvernig koma skuli stefnumálum í framkvæmd og hvenær á kjörtímabilinu. Í forgangi verða: Rekstur borgarinnar sem er undirstaðan. Án heilbrigðs rekstrar eru kosningaloforð marklaus. Hlutverk höfuðborgarinnar sé rækt og hagsmuna borgarbúa þannig gætt. Höfuðborgin hlúi að samgöngum, ekki síst innanlandsfluginu, og gæti þess að vera áfram samgöngumiðstöð landsins. Taka upp nýtt aðalskipulag vegna þéttingar byggðar og umferðarmála. Þétta byggð og bæta aðstöðu gangandi og hjólandi vegfaranda en ekki á kostnað þeirra sem vilja og þurfa að nota bílinn sem samgöngutæki. Auka enn frekar áherslur á vistvænar samgöngur, bæði einkabílinn og almenningssamgöngur. Tæknin leiðir okkur inn á nýjar brautir. Innleiða nýja hugsun í skólamálum. Öll félagsþjónusta á að miðast við að vernda og gæta og hjálpa fólki til sjálfshjálpar. Finna hagkvæmar leiðir til að nýta einkareksturinn og hræðast ekki breytingar. Hér eru aðeins nokkur dæmi tekin. Með tímasettri verkáætlun geta borgarbúar fylgst með hvernig gengur að vinna eftir slíkri áætlun og minnihlutinn hefur um leið ágætis verkferil til að vinna eftir og halda nýjum meirihluta við efnið. Þannig skapast aðhald og eftirlit með því að við sem lofum að vinna verkin gerum það í raun. Ég mun leggja mig fram um að vinna þau verk, sem borgarbúar fela mér að vinna, af alúð og samviskusemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Halldórsson Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson Skoðun Skoðun Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar Skoðun Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stígamót í 35 ár Drífa Snædal skrifar Skoðun Nýtum atkvæði okkar VR-ingar Ásgeir Geirsson skrifar Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Sjá meira
Viðfangsefnin við stjórnun Reykjavíkurborgar eru fjölmörg. Við sem bjóðum okkur fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins nk. laugardag tölum fyrir fjölbreyttum málefnum og höfum framtíðarsýn. Það er mikilvægt og gott. En eitt er að tala um málin og annað að koma þeim í framkvæmd í öflugum meirihluta. Talað er um að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki náð hreinum meirihluta í borginni lengi og að landslagið hafi breyst það mikið að það sé varla gerlegt lengur. Svona umræðu tek ég ekki undir vegna þess að árangur okkar í kosningum byggist á því hvernig okkur tekst til með uppstillingu framboðslistans. Það verkefni er í höndum sjálfstæðisfólks í borginni í alvöru persónukjöri. Öflugur listi þarf svo að setja fram áhugaverð og raunhæf stefnumál sem skipta borgarbúa máli. Það er okkar sem ætlum að vera í framboði fyrir borgarbúa að hafa sjálfstraust og skýra sýn á hvert við sjálf ætlum og að við stöndum fyrir breytingum sem stuðla að framförum og gera góða borg betri. Kjósendur fylgja þeim sem veit hvert hann ætlar og hvernig hann ætlar þangað.Tímasett verkáætlun Fái ég til þess umboð mun ég leggja fram tímasetta verkáætlun um hvernig koma skuli stefnumálum í framkvæmd og hvenær á kjörtímabilinu. Í forgangi verða: Rekstur borgarinnar sem er undirstaðan. Án heilbrigðs rekstrar eru kosningaloforð marklaus. Hlutverk höfuðborgarinnar sé rækt og hagsmuna borgarbúa þannig gætt. Höfuðborgin hlúi að samgöngum, ekki síst innanlandsfluginu, og gæti þess að vera áfram samgöngumiðstöð landsins. Taka upp nýtt aðalskipulag vegna þéttingar byggðar og umferðarmála. Þétta byggð og bæta aðstöðu gangandi og hjólandi vegfaranda en ekki á kostnað þeirra sem vilja og þurfa að nota bílinn sem samgöngutæki. Auka enn frekar áherslur á vistvænar samgöngur, bæði einkabílinn og almenningssamgöngur. Tæknin leiðir okkur inn á nýjar brautir. Innleiða nýja hugsun í skólamálum. Öll félagsþjónusta á að miðast við að vernda og gæta og hjálpa fólki til sjálfshjálpar. Finna hagkvæmar leiðir til að nýta einkareksturinn og hræðast ekki breytingar. Hér eru aðeins nokkur dæmi tekin. Með tímasettri verkáætlun geta borgarbúar fylgst með hvernig gengur að vinna eftir slíkri áætlun og minnihlutinn hefur um leið ágætis verkferil til að vinna eftir og halda nýjum meirihluta við efnið. Þannig skapast aðhald og eftirlit með því að við sem lofum að vinna verkin gerum það í raun. Ég mun leggja mig fram um að vinna þau verk, sem borgarbúar fela mér að vinna, af alúð og samviskusemi.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar
Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun