Jafna sem ekki gengur upp Tryggvi Felixson skrifar 23. nóvember 2013 07:00 Á vorþingi 2013 var samþykkt þingsályktun um verndar- og orkunýtingaráætlun sem skipar hugmyndum um Norðlingaölduveitu í „verndarflokk“. Mörk þessa svæðis eru Þjórsá frá upphafskvíslum allt suður að Sultartangalóni. Þar sem vatnasviði að austan hefur þegar verið raskað með Kvíslaveitum er aðeins um vatnasviðið að vestan að ræða. Í júní hugðist umhverfisráðherra fylgja ákvörðun Alþingis og stækka friðlandið í Þjórsárverum. Landsvirkjun brást illa við þessu og gleymdi með öllu gefnum loforðum, að lúta niðurstöðu rammaáætlunar. Ráðherra var hótað lögsókn færði hann út friðlandsmörkin. Þetta stöðvaði friðlýsingarferlið. Nú berast þau tíðindi að Landsvirkjun sé tilbúin með nýja útfærslu á Norðlingaölduveitu sem vel geti farið saman með verndun Þjórsárvera. Umhverfisráðherra virðist ekki útiloka að svo geti verið. Í lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun segir: „stjórnvöld skulu þegar Alþingi hefur samþykkt verndar- og nýtingaráætlun hefja undirbúning að friðlýsingu landssvæða sem ástæða þykir til að friðlýsa gagnvart orkuvinnslu samkvæmt verndarflokki áætlunarinnar“. Í skýringum við frumvarpið er tekið fram að virkjunarsvæði í vatnsafli miðist við allt vatnasvið fallvatns ofan þeirrar virkjunar sem nýtir fallið og farveg fallsvatnsins neðan virkjunar. Einnig er tilgreind sú meginregla að hvers konar framkvæmdir og rannsóknir vegna virkjunarkosta í verndarflokki séu óheimilar. Samkvæmt þessu eru forsendur fyrir Norðlingaölduveitu brostnar. Nýjar útfærslur fá því ekki breytt. Að baki er yfir 40 ára barátta fyrir verndun Þjórsárvera. Margt hefur áunnist á þeim árum. Tillögur um mannvirki hafa hægt og bítandi breyst frá því að vera mannvirki sem valda myndu algjörri eyðingu náttúrufars á svæðinu í eitthvað minna, en sem engu að síður mun valda umtalsverðum umhverfisáhrifum. Norðlingaölduveita verður ekki reist án mannvirkja sem eyða víðernum og veita vatni frá einum glæsilegustu fossum landsins. Nú er mál að linni. Vinir Þjórsárvera hvetja umhverfisráðherra að friðlýsa svæðið í samræmi við lögin. Félagið biður Landsvirkjun að sætta sig við orðinn hlut, standa við gefin loforð, lifa í sátt með þjóðinni sem á fyrirtækið og bera ekki fleiri sprek (almannafé) á bál ófriðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggvi Felixson Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Á vorþingi 2013 var samþykkt þingsályktun um verndar- og orkunýtingaráætlun sem skipar hugmyndum um Norðlingaölduveitu í „verndarflokk“. Mörk þessa svæðis eru Þjórsá frá upphafskvíslum allt suður að Sultartangalóni. Þar sem vatnasviði að austan hefur þegar verið raskað með Kvíslaveitum er aðeins um vatnasviðið að vestan að ræða. Í júní hugðist umhverfisráðherra fylgja ákvörðun Alþingis og stækka friðlandið í Þjórsárverum. Landsvirkjun brást illa við þessu og gleymdi með öllu gefnum loforðum, að lúta niðurstöðu rammaáætlunar. Ráðherra var hótað lögsókn færði hann út friðlandsmörkin. Þetta stöðvaði friðlýsingarferlið. Nú berast þau tíðindi að Landsvirkjun sé tilbúin með nýja útfærslu á Norðlingaölduveitu sem vel geti farið saman með verndun Þjórsárvera. Umhverfisráðherra virðist ekki útiloka að svo geti verið. Í lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun segir: „stjórnvöld skulu þegar Alþingi hefur samþykkt verndar- og nýtingaráætlun hefja undirbúning að friðlýsingu landssvæða sem ástæða þykir til að friðlýsa gagnvart orkuvinnslu samkvæmt verndarflokki áætlunarinnar“. Í skýringum við frumvarpið er tekið fram að virkjunarsvæði í vatnsafli miðist við allt vatnasvið fallvatns ofan þeirrar virkjunar sem nýtir fallið og farveg fallsvatnsins neðan virkjunar. Einnig er tilgreind sú meginregla að hvers konar framkvæmdir og rannsóknir vegna virkjunarkosta í verndarflokki séu óheimilar. Samkvæmt þessu eru forsendur fyrir Norðlingaölduveitu brostnar. Nýjar útfærslur fá því ekki breytt. Að baki er yfir 40 ára barátta fyrir verndun Þjórsárvera. Margt hefur áunnist á þeim árum. Tillögur um mannvirki hafa hægt og bítandi breyst frá því að vera mannvirki sem valda myndu algjörri eyðingu náttúrufars á svæðinu í eitthvað minna, en sem engu að síður mun valda umtalsverðum umhverfisáhrifum. Norðlingaölduveita verður ekki reist án mannvirkja sem eyða víðernum og veita vatni frá einum glæsilegustu fossum landsins. Nú er mál að linni. Vinir Þjórsárvera hvetja umhverfisráðherra að friðlýsa svæðið í samræmi við lögin. Félagið biður Landsvirkjun að sætta sig við orðinn hlut, standa við gefin loforð, lifa í sátt með þjóðinni sem á fyrirtækið og bera ekki fleiri sprek (almannafé) á bál ófriðar.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun