An Nabi Saleh – þar sem hernámi og kúgun er mótmælt Sveinn Rúnar Hauksson skrifar 6. desember 2013 12:06 Þorpið An Nabi Saleh er lítið, en á sér gott og fallegt landbúnaðarsvæði sem landræningjar í landtökubyggðinni Hallamish hafa að verulegu leyti svipt íbúana, sem eru aðeins um 500 talsins og tilheyra allir Tamimi stórfjölskyldunni. Landtökubyggðin hefur verið reist á palestínsku landi, þétt við þorpið, og er að sjálfsögðu ólögleg samkvæmt alþjóðalögum. Íbúarnir hafa vakið heimsathygli fyrir að gefast ekki upp gagnvart ofbeldi og kúgun sem þeir eru beittir á hverjum degi af hálfu árásargjarnra landræningja og Ísraselshers. Ein alvarlegasta hlið ofbeldisins hefur verið að svipta íbúana aðgangi að vatnslind sinni en landræningjarnir í Hallamish halda því fram að vatnslindin sé á heilögum stað í sögu Ísraelsríkis til forna. Hermenn tóku að hindra aðgang Palestínumanna að vatninu og settu síðan upp útvistarsvæði fyrir fjölskyldur úr landtökubyggðinni. Um leið og lokað var fyrir vatnið til akra Palestínumanna var ráðist á þá er þeir komu til starfa á ökrum sínum. Síðan fór herinn að hindra fólk í vinnu sinni á ökrunum. Löng hefð er komin á andstöðu og mótmæli þorpsbúa gegn hernáminu. Þau hófust veturinn 2009. Síðan þá hafa verið mótmæli alla föstudaga auk einstakra aðgerða. Viðbrögð hersins hafa verið aukin kúgun. Ráðist er inn á heimilin og allir karlmenn myndaðir og staðsettir. Þetta auðveldar síðan handtökur og hefur fjöldi ungra manna verið handtekinn og þeir ákærðir fyrir að kasta grjóti og taka þátt í ólöglegum mótmælaaðgerðum.Skora á lesendur Í einum mótmælunum var ungur strákur, Ibrahim Tamimi, handtekinn af hernum og haldið í fangelsi í marga mánuði og síðan settur í stofufangelsi. Í þessum vikulegu mótmælum er fólk sært með skotum, verður fyrir táragaseitrun en hylkjum er jafnvel skotið inn á heimili þar sem smábörn eru fyrir. Margir verða fyrir táragashylkjunum, aðrir fyrir gúmmíhúðuðum stálkúlum sem geta valdið miklum skaða, meðal annars á augum og mjúkvef líkamans. Tveir hafa látist í árásum hersins. Annar þeirra var Mustafa Tamimi sem var skotinn í höfuðið úr stuttri fjarlægð. Við útför hans var ráðist á syrgjendur og fjöldi manns varð fyrir sárum af völdum gúmmístálkúla og táragaseitrun. Daglegt líf fólksins í An Nabi Saleh stjórnast af nærveru hersins. Í desember 2010 reisti herinn stóran eftirlitsturn við innkeyrslu í þorpið og setti upp hlið sem gerir þeim kleift að loka þorpið af hvenær sem er. Enn eitt vopnið sem herinn notar er svokallað skúnk-vatn, mjög illalyktandi skólp sem sprautað er á íbúana úr vatnsfallbyssum. Lyktin er svo óþolandi að ómögulegt er annað en að flýja hana. Hins vegar loðir óþverrinn við, þannig að í næstu vætu eða rigningu gýs óþefurinn upp að nýju. Þannig finnur herinn upp á nýjum og nýjum aðferðum til að freista þess að brjóta íbúana á bak aftur. En það dugir ekki. Þrátt fyrir allt þetta er An Nabi Saleh sá staður á Vesturbakkanum þar sem baráttan gegn hernáminu er virkust. Fylgjast má með fréttum þaðan á hlekknum nabisalehsolidarity.wordpress.com. Ég skora á lesendur að taka þátt í bréfamaraþoni Amnesty International dagana 6.-16. desember, til stuðnings íbúum An Nabi Saleh. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveinn Rúnar Hauksson Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Þorpið An Nabi Saleh er lítið, en á sér gott og fallegt landbúnaðarsvæði sem landræningjar í landtökubyggðinni Hallamish hafa að verulegu leyti svipt íbúana, sem eru aðeins um 500 talsins og tilheyra allir Tamimi stórfjölskyldunni. Landtökubyggðin hefur verið reist á palestínsku landi, þétt við þorpið, og er að sjálfsögðu ólögleg samkvæmt alþjóðalögum. Íbúarnir hafa vakið heimsathygli fyrir að gefast ekki upp gagnvart ofbeldi og kúgun sem þeir eru beittir á hverjum degi af hálfu árásargjarnra landræningja og Ísraselshers. Ein alvarlegasta hlið ofbeldisins hefur verið að svipta íbúana aðgangi að vatnslind sinni en landræningjarnir í Hallamish halda því fram að vatnslindin sé á heilögum stað í sögu Ísraelsríkis til forna. Hermenn tóku að hindra aðgang Palestínumanna að vatninu og settu síðan upp útvistarsvæði fyrir fjölskyldur úr landtökubyggðinni. Um leið og lokað var fyrir vatnið til akra Palestínumanna var ráðist á þá er þeir komu til starfa á ökrum sínum. Síðan fór herinn að hindra fólk í vinnu sinni á ökrunum. Löng hefð er komin á andstöðu og mótmæli þorpsbúa gegn hernáminu. Þau hófust veturinn 2009. Síðan þá hafa verið mótmæli alla föstudaga auk einstakra aðgerða. Viðbrögð hersins hafa verið aukin kúgun. Ráðist er inn á heimilin og allir karlmenn myndaðir og staðsettir. Þetta auðveldar síðan handtökur og hefur fjöldi ungra manna verið handtekinn og þeir ákærðir fyrir að kasta grjóti og taka þátt í ólöglegum mótmælaaðgerðum.Skora á lesendur Í einum mótmælunum var ungur strákur, Ibrahim Tamimi, handtekinn af hernum og haldið í fangelsi í marga mánuði og síðan settur í stofufangelsi. Í þessum vikulegu mótmælum er fólk sært með skotum, verður fyrir táragaseitrun en hylkjum er jafnvel skotið inn á heimili þar sem smábörn eru fyrir. Margir verða fyrir táragashylkjunum, aðrir fyrir gúmmíhúðuðum stálkúlum sem geta valdið miklum skaða, meðal annars á augum og mjúkvef líkamans. Tveir hafa látist í árásum hersins. Annar þeirra var Mustafa Tamimi sem var skotinn í höfuðið úr stuttri fjarlægð. Við útför hans var ráðist á syrgjendur og fjöldi manns varð fyrir sárum af völdum gúmmístálkúla og táragaseitrun. Daglegt líf fólksins í An Nabi Saleh stjórnast af nærveru hersins. Í desember 2010 reisti herinn stóran eftirlitsturn við innkeyrslu í þorpið og setti upp hlið sem gerir þeim kleift að loka þorpið af hvenær sem er. Enn eitt vopnið sem herinn notar er svokallað skúnk-vatn, mjög illalyktandi skólp sem sprautað er á íbúana úr vatnsfallbyssum. Lyktin er svo óþolandi að ómögulegt er annað en að flýja hana. Hins vegar loðir óþverrinn við, þannig að í næstu vætu eða rigningu gýs óþefurinn upp að nýju. Þannig finnur herinn upp á nýjum og nýjum aðferðum til að freista þess að brjóta íbúana á bak aftur. En það dugir ekki. Þrátt fyrir allt þetta er An Nabi Saleh sá staður á Vesturbakkanum þar sem baráttan gegn hernáminu er virkust. Fylgjast má með fréttum þaðan á hlekknum nabisalehsolidarity.wordpress.com. Ég skora á lesendur að taka þátt í bréfamaraþoni Amnesty International dagana 6.-16. desember, til stuðnings íbúum An Nabi Saleh.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun