Tómur þingsalur – hvar eru allir? Silja Dögg Gunnarsdóttir skrifar 12. desember 2013 06:00 Sú mynd sem margir hafa af störfum Alþingis er hálftómur þingsalur eða þingsalur þar sem menn skiptast á að vera með skæting og jafnvel rífast. Fyrirsagnir í blöðum undirstrika oft þetta ósætti og togstreitu sem á sér stað á Alþingi. Þó er það langt frá raunveruleikanum.Lýðræðisleg vinnubrögð Sannleikurinn er hins vegar sá að starfið á Alþingi er yfirleitt unnið með sátt. Þingmenn tala saman og reyna að finna sameiginlegar lausnir á málum sem tekin eru fyrir í nefndum. Samvinnan er góð. Þetta virkar þannig að mál eru kynnt til sögunnar í þingsal og stundum er skipst á skoðunum. Því næst tekur nefnd við málinu þar sem allir flokkar eiga fulltrúa. Nefndir boða síðan á sinn fund hagsmunaaðila og sérfræðinga sem tengjast máli og fá þannig heildstæða mynd. Nefndir skila yfirleitt einni niðurstöðu en stundum næst ekki full sátt í hópnum og þá skila nefndarmenn séráliti. Þaðan fer málið í þingsal, svo aftur í nefndina ef einhver óskar eftir því. Að lokinni þriðju umræðu í þingsal er kosið um þau. Ótal aðilar koma að vinnslunni og almenningur er einnig hvattur til að skila inn áliti. Þannig að raunveruleg vinnsla mála fer fram í nefndum þingsins en umræða meðal allra þingmanna um þau fer fram í þingsal. Vinnubrögð og ferli mála eru því eins fagleg og lýðræðisleg og á verður kosið.Nauðsynlegur undirbúningur Þingfundir og nefndarfundir eru aldrei á sama tíma. En hvers vegna eru þingmenn þá ekki alltaf allir í þingsal? Eru þeir ekki að vinna vinnuna sína? Jú, þeir eru í flestum tilfellum að gera það. Vinnan fer nefnilega ekki öll fram í þingsal, og eiginlega að mestu leyti utan hans. Þingmenn þurfa að lesa heilmikið um mál sem eru til umfjöllunar í þeim nefndum sem þeir sitja í. Þess fyrir utan þurfa þingmenn að reyna að vera í góðu sambandi við sína flokksmenn og kjósendur, það er algert grundvallaratriði. Menn þurfa að mæta á ýmsa viðburði sem tengjast kjördæminu og málum sem þeir vinna að, skrifa greinar og fylgjast vel með fréttum af þjóðfélagsmálum. Meðan þingmenn undirbúa nefndarvinnunna fylgjast þeir oft með umræðum í þinginu rétt eins og almenningur af sjónvarpsskjáum hvort sem það er í þingflokksherbergjum eða á skrifstofunum. Dagurinn endar því þannig eins og við upplifum flest, að þessar 24 stundir duga skammt. Maður vill yfirleitt komast yfir meira en mögulegt er.Gerum gott samfélag betra Þingmenn vinna mikið saman þvert á flokka. Þannig að þessi margumtalaða flokkapólitík er ekki jafnöflug og af er látið. Fólk sameinast um ýmis þingmál óháð flokki, spjallar saman á kaffistofunni í mesta bróðerni, eins og á öðrum góðum vinnustöðum. Þingmenn eru bara venjulegt fólk. Fólk sem á sér alls konar bakgrunn og líf en á það þó sameiginlegt að vilja breyta samfélaginu til hins betra. (Þessi grein er framhald greinar: „Hvað gerir þú á daginn?“) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silja Dögg Gunnarsdóttir Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Sú mynd sem margir hafa af störfum Alþingis er hálftómur þingsalur eða þingsalur þar sem menn skiptast á að vera með skæting og jafnvel rífast. Fyrirsagnir í blöðum undirstrika oft þetta ósætti og togstreitu sem á sér stað á Alþingi. Þó er það langt frá raunveruleikanum.Lýðræðisleg vinnubrögð Sannleikurinn er hins vegar sá að starfið á Alþingi er yfirleitt unnið með sátt. Þingmenn tala saman og reyna að finna sameiginlegar lausnir á málum sem tekin eru fyrir í nefndum. Samvinnan er góð. Þetta virkar þannig að mál eru kynnt til sögunnar í þingsal og stundum er skipst á skoðunum. Því næst tekur nefnd við málinu þar sem allir flokkar eiga fulltrúa. Nefndir boða síðan á sinn fund hagsmunaaðila og sérfræðinga sem tengjast máli og fá þannig heildstæða mynd. Nefndir skila yfirleitt einni niðurstöðu en stundum næst ekki full sátt í hópnum og þá skila nefndarmenn séráliti. Þaðan fer málið í þingsal, svo aftur í nefndina ef einhver óskar eftir því. Að lokinni þriðju umræðu í þingsal er kosið um þau. Ótal aðilar koma að vinnslunni og almenningur er einnig hvattur til að skila inn áliti. Þannig að raunveruleg vinnsla mála fer fram í nefndum þingsins en umræða meðal allra þingmanna um þau fer fram í þingsal. Vinnubrögð og ferli mála eru því eins fagleg og lýðræðisleg og á verður kosið.Nauðsynlegur undirbúningur Þingfundir og nefndarfundir eru aldrei á sama tíma. En hvers vegna eru þingmenn þá ekki alltaf allir í þingsal? Eru þeir ekki að vinna vinnuna sína? Jú, þeir eru í flestum tilfellum að gera það. Vinnan fer nefnilega ekki öll fram í þingsal, og eiginlega að mestu leyti utan hans. Þingmenn þurfa að lesa heilmikið um mál sem eru til umfjöllunar í þeim nefndum sem þeir sitja í. Þess fyrir utan þurfa þingmenn að reyna að vera í góðu sambandi við sína flokksmenn og kjósendur, það er algert grundvallaratriði. Menn þurfa að mæta á ýmsa viðburði sem tengjast kjördæminu og málum sem þeir vinna að, skrifa greinar og fylgjast vel með fréttum af þjóðfélagsmálum. Meðan þingmenn undirbúa nefndarvinnunna fylgjast þeir oft með umræðum í þinginu rétt eins og almenningur af sjónvarpsskjáum hvort sem það er í þingflokksherbergjum eða á skrifstofunum. Dagurinn endar því þannig eins og við upplifum flest, að þessar 24 stundir duga skammt. Maður vill yfirleitt komast yfir meira en mögulegt er.Gerum gott samfélag betra Þingmenn vinna mikið saman þvert á flokka. Þannig að þessi margumtalaða flokkapólitík er ekki jafnöflug og af er látið. Fólk sameinast um ýmis þingmál óháð flokki, spjallar saman á kaffistofunni í mesta bróðerni, eins og á öðrum góðum vinnustöðum. Þingmenn eru bara venjulegt fólk. Fólk sem á sér alls konar bakgrunn og líf en á það þó sameiginlegt að vilja breyta samfélaginu til hins betra. (Þessi grein er framhald greinar: „Hvað gerir þú á daginn?“)
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun