Hvað gerir þú á daginn? Silja Dögg Gunnarsdóttir skrifar 21. desember 2013 06:00 –„Ég starfa sem alþingismaður.“ –„Já, já. En eruð þið bara ekki að rífast í þingsal alla daga? Er þetta ekki hundleiðinlegt?“ Svona spurningar fær nýr þingmaður gjarnan. Það má segja að gjá hafi myndast milli þings og þjóðar og þá á ég við að það virðist óljóst í hverju starf þingmannsins felst. Þessi greinarstúfur er veikburða tilraun til að hefja brúarsmíði yfir gjána.Venjulegur dagur En hvað varðar dagleg störf þingmannsins þá er kannski enginn dagur venjulegur. Starfið er mjög erilsamt en yfirleitt gefandi og ánægjulegt. Svo ég taki bara dæmi af venjulegum þriðjudegi, þá hófst dagurinn með nefndarfundi kl. 9 og þeim fundi lauk kl. 12. Á nefndarfundum hittum við fulltrúa ráðuneyta, sveitarfélaga og ýmissa hagsmunahópa vegna mála sem eru til umræðu á þingi. Að fundi loknum kom ég mér fyrir á skrifstofunni og skrifaði ræðu fyrir þingfundinn sem hófst kl. 13.30. Á þingfundinum var lífleg og málefnaleg umræða, m.a. um sæstreng og almannatryggingar. Enginn að rífast og enginn með dónaskap. Fólk skiptist á skoðunum í mesta bróðerni. Um fimmleytið fór ég aftur á skrifstofuna og lauk við að undirbúa þingmál sem ég mun flytja á morgun. Á venjulegum degi svara ég tölvupósti inni á milli og les mig í gegnum skýrslur og ýmsar upplýsingar sem nauðsynlegar eru fyrir umræðuna hverju sinni. Ég fæ talsvert af beiðnum frá fólki sem vill hitta mig, sem er mjög jákvætt, og þá reyni ég að finna tíma í stundaskránni fyrir slíka fundi. Einnig er ætlast til að þingmenn mæti á vissa viðburði í kjördæminu, sem er bæði sjálfsagt og skemmtilegt. Enda byggist starf stjórnmálamannsins fyrst og fremst á að rækta tengsl við fólk og miðla upplýsingum frá þeim til Alþingis og öfugt. Nú er klukkan rúmlega níu um kvöld og ég er að hugsa um að leggja af stað heim á leið innan skamms, þ.e. þegar ég hef lokið við að skrifa þessa grein. En það er ekki nóg að funda, tala og lesa, það verður að framkvæma og skila árangri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silja Dögg Gunnarsdóttir Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
–„Ég starfa sem alþingismaður.“ –„Já, já. En eruð þið bara ekki að rífast í þingsal alla daga? Er þetta ekki hundleiðinlegt?“ Svona spurningar fær nýr þingmaður gjarnan. Það má segja að gjá hafi myndast milli þings og þjóðar og þá á ég við að það virðist óljóst í hverju starf þingmannsins felst. Þessi greinarstúfur er veikburða tilraun til að hefja brúarsmíði yfir gjána.Venjulegur dagur En hvað varðar dagleg störf þingmannsins þá er kannski enginn dagur venjulegur. Starfið er mjög erilsamt en yfirleitt gefandi og ánægjulegt. Svo ég taki bara dæmi af venjulegum þriðjudegi, þá hófst dagurinn með nefndarfundi kl. 9 og þeim fundi lauk kl. 12. Á nefndarfundum hittum við fulltrúa ráðuneyta, sveitarfélaga og ýmissa hagsmunahópa vegna mála sem eru til umræðu á þingi. Að fundi loknum kom ég mér fyrir á skrifstofunni og skrifaði ræðu fyrir þingfundinn sem hófst kl. 13.30. Á þingfundinum var lífleg og málefnaleg umræða, m.a. um sæstreng og almannatryggingar. Enginn að rífast og enginn með dónaskap. Fólk skiptist á skoðunum í mesta bróðerni. Um fimmleytið fór ég aftur á skrifstofuna og lauk við að undirbúa þingmál sem ég mun flytja á morgun. Á venjulegum degi svara ég tölvupósti inni á milli og les mig í gegnum skýrslur og ýmsar upplýsingar sem nauðsynlegar eru fyrir umræðuna hverju sinni. Ég fæ talsvert af beiðnum frá fólki sem vill hitta mig, sem er mjög jákvætt, og þá reyni ég að finna tíma í stundaskránni fyrir slíka fundi. Einnig er ætlast til að þingmenn mæti á vissa viðburði í kjördæminu, sem er bæði sjálfsagt og skemmtilegt. Enda byggist starf stjórnmálamannsins fyrst og fremst á að rækta tengsl við fólk og miðla upplýsingum frá þeim til Alþingis og öfugt. Nú er klukkan rúmlega níu um kvöld og ég er að hugsa um að leggja af stað heim á leið innan skamms, þ.e. þegar ég hef lokið við að skrifa þessa grein. En það er ekki nóg að funda, tala og lesa, það verður að framkvæma og skila árangri.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun