Sport

Hátt í fimmtíu erlendir sundgarpar mættir til Íslands

Stefán Árni Pálsson skrifar
Eygló Ósk Gústafsdóttir keppir á mótinu.
Eygló Ósk Gústafsdóttir keppir á mótinu. visir/VALLI
Keppni í sundi á Reykjavíkurleikunum hefst í dag í Laugardalslaug klukkan fjögur.

Sundkeppnin er alþjóðleg og getur sundfólkið með góðum árangri unnið sér rétt til þátttöku á Heims- og Evrópumeistaramótum.

Á fimmta tug erlendra sundmanna taka þátt í mótinu en þeir hafa flestir verið við æfingar hér á landi í heila viku. Um 180 íslenskir sundmenn frá 12 félögum taka þátt í mótinu um helgina.

Flest af besta sundfólki landsins er á meðal keppenda þar með talin Ólympíufarinn Eygló Ósk Gústafsdóttir.

Hér er hægt að fylgjast með framgangi keppninnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×