Blount fór illa með Luck og félaga Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. janúar 2014 11:33 Blount fór fyrir Patriots í nótt. Mynd/AP New England Patriots og Seattle Seahawks tryggðu sér sæti í úrslitaleikjum sinna deilda í úrslitakeppni NFL-deildarinnar í nótt.Tom Brady, leikstjórnandi Patriots, var aldrei þessu vant í aukahlutverki í 43-22 sigri sinna manna á Indianapolis Colts á heimavelli. Patriots skoruðu sex snertimörk í leiknum en hlaupararnir LaGarrette Blount og Steven Ridley sáu um að skora þau öll. Þar af var Blount með fjögur en hann hefur verið magnaður síðustu vikurnar með Patriots. „Þegar ég fæ pláss til að hlapua þá verða þeir að elta mig. Ef þeir ná mér þá ná þeir mér. Ef ekki, þá ekki. Yfirleitt ná þeir mér ekki,“ sagði Blount eftir leikinn í nótt. Fyrstu þrjú snertimörkin hans voru eftir stutt hlaup en það fjórða var 73 jarda langt.Andrew Luck, leikstjórnandi Colts, fór á kostum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar um síðustu helgi. Hans lið lenti þá 28 stigum undir gegn Kansas City Chiefs en Luck fór fyrir ótrúlegri endurkomu og tryggði Colts sigur. En ekkert slíkt var upp á teningnum í nótt enda Patriots einfaldlega betri aðilinn að þessu sinni.Marshawn Lynch tryggði Seattle sigur með snertimarki í fjórða leikhluta.Mynd/APÍ fyrri leik gærdagsins lenti Seattle Seahawks ekki í teljandi vandræðu með New Orleans Saints, 23-15. Leikurinn fór fram í miklu roki og rigningu í Seattle og var lítið kastað í leiknum. Marshawn Lynch, hlaupari Seattle, fór mikinn og skoraði tvívegis. Saints skoraði ekki fyrr en í þriðja leikhluta og Drew Brees, leikstjórnandi liðsins, náði sér aldrei á strik gegn öflugum varnarleik heimamanna. Seattle mætir sigurvegaranum úr leik San Francisco 49ers og Carolina Panthers sem mætast klukkan 18.05 í kvöld. Denver Broncos og San Diego Chargers eigast svo við klukkan 21.40 og keppast um að leika gegn New Englands Patriots um næstu helgi. NFL Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Sjá meira
New England Patriots og Seattle Seahawks tryggðu sér sæti í úrslitaleikjum sinna deilda í úrslitakeppni NFL-deildarinnar í nótt.Tom Brady, leikstjórnandi Patriots, var aldrei þessu vant í aukahlutverki í 43-22 sigri sinna manna á Indianapolis Colts á heimavelli. Patriots skoruðu sex snertimörk í leiknum en hlaupararnir LaGarrette Blount og Steven Ridley sáu um að skora þau öll. Þar af var Blount með fjögur en hann hefur verið magnaður síðustu vikurnar með Patriots. „Þegar ég fæ pláss til að hlapua þá verða þeir að elta mig. Ef þeir ná mér þá ná þeir mér. Ef ekki, þá ekki. Yfirleitt ná þeir mér ekki,“ sagði Blount eftir leikinn í nótt. Fyrstu þrjú snertimörkin hans voru eftir stutt hlaup en það fjórða var 73 jarda langt.Andrew Luck, leikstjórnandi Colts, fór á kostum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar um síðustu helgi. Hans lið lenti þá 28 stigum undir gegn Kansas City Chiefs en Luck fór fyrir ótrúlegri endurkomu og tryggði Colts sigur. En ekkert slíkt var upp á teningnum í nótt enda Patriots einfaldlega betri aðilinn að þessu sinni.Marshawn Lynch tryggði Seattle sigur með snertimarki í fjórða leikhluta.Mynd/APÍ fyrri leik gærdagsins lenti Seattle Seahawks ekki í teljandi vandræðu með New Orleans Saints, 23-15. Leikurinn fór fram í miklu roki og rigningu í Seattle og var lítið kastað í leiknum. Marshawn Lynch, hlaupari Seattle, fór mikinn og skoraði tvívegis. Saints skoraði ekki fyrr en í þriðja leikhluta og Drew Brees, leikstjórnandi liðsins, náði sér aldrei á strik gegn öflugum varnarleik heimamanna. Seattle mætir sigurvegaranum úr leik San Francisco 49ers og Carolina Panthers sem mætast klukkan 18.05 í kvöld. Denver Broncos og San Diego Chargers eigast svo við klukkan 21.40 og keppast um að leika gegn New Englands Patriots um næstu helgi.
NFL Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Sjá meira