Fótbolti

Rúnar Alex samdi við Nordsjælland

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rúnar Alex í leik með KR.
Rúnar Alex í leik með KR. Vísir/Daníel
Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður KR og U-21 landsliðs Íslands, er genginn til liðs við Nordsjælland í Danmörku.

Danska félagið staðfesti þetta á heimasíðu sinni í dag en Rúnar Alex hefur lengi verið orðaður við Nordsjælland.

„Alex er afar hæfileikaríkur ungur markvörður sem á sautján leiki með yngri landsliðum Íslands að baki þrátt fyrir að vera aðeins átján ára gamall. Þá er hann fastamaður í U-21 landsliðinu,“ sagði Allan Pedersen, yfirmaður íþróttamála hjá Nordsjælland.

Alex mun fyrst um sinn spila með U-19 ára liði félagsins en einnig æfa með aðalliðinu. Hann mun svo í sumar fara alfarið yfir í aðalliðið.

„Ég er mjög ánægður með þessa breytingu og tel að þetta sé rétt skref á mínum ferli. Ég vil fá tækifæri til að bæta mig eins mikið og mögulegt er og tel að ég sé á réttum stað til þess,“ sagði Rúnar Alex í viðtali á heimasíðu félagsins.




Tengdar fréttir

Gátu ekki sagt Rúnar svo úr varð Alex

KR tekur á móti FH í stórleik 17. umferðar Pepsi-deildar karla á morgun. Hannes Þór Halldórsson tekur út leikbann og því kemur það í hlut hins átján ára Rúnars Alex Rúnarssonar að standa vaktina í marki KR.

Viðræður KR og Stefáns Loga framundan

„Mér finnst nú líklegt að þetta verði klárað snemma í vikunni,“ segir Hannes Þór Halldórsson. Markvörðurinn á í viðræðum um kaup sín og kjör hjá norska úrvalsdeildarliðinu Sandnes Ulf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×