NBA: Durant er ekkert að kólna - skoraði 46 stig í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2014 08:34 Kevin Durant. Mynd/AP Kevin Durant er heitasti leikmaður NBA-deildarinnar í körfubolta þessa dagana en þessi frábæri leikmaður skoraði 46 stig í sigri Oklahoma City Thunder í nótt. Hann hefur nú skorað yfir 30 stigin í átta leikjum í röð í fyrsta sinn á ferlinum. Kevin Durant skoraði 11 af 46 stigum sínum á síðustu 3 mínútunum og 23 sekúndunum þegar Oklahoma City Thunder vann 105-97 sigur á Portland Trail Blazers í toppslag Norðvesturriðilsins. Durant hitti úr 17 af 25 skotum sínum þar af 6 af 7 fyrir utan þriggja stiga línuna. Reggie Jackson skoraði 15 stig fyrir Oklahoma City Thunder sem hefur nú eins leiks forskot á Portland Trail Blazers en Portland var búið að vinna fyrstu tvo innbyrðisleiki liðanna í vetur. LaMarcus Aldridge var með 29 stig og 16 fráköst fyrir Portland.LeBron James skoraði 11 af 29 stigum sínum í fjórða leikhluta þegar Miami Heat vann 93-86 sigur á Boston Celtics. Miami missti niður 18 stiga forskot en tryggði sér sigurinn með því að skora níu síðustu stigin. Brandon Bass var stigahæstur hjá Boston með 15 stig en Rajon Rondo, sem er að koma til baka eftir ársfjarveru vegna meiðsla, klikkaði á öllum átta skotum sínum.Andray Blatche kom með 18 stig inn af bekknum þegar Brooklyn Nets vann 101-90 sigur á Orlando Magic en þetta var áttundi sigur lærisveina Jason Kidd í síðustu níu leikjum. Nets-liðið tapaði 21 af 31 leik í upphafi tímabilsins en ekkert lið er með betra sigurhlutfall í janúar (8 sigrar og 1 tap). Mirza Teletovic var með 14 stig fyrir Brooklyn og þeir Joe Johnson og Paul Pierce skoruðu báðir 13 stig.Kevin Love var með 19 stig, 13 fráköst og 8 stoðsendingar þegar Minnesota Timberwolves vann 112-97 útisigur á Utah Jazz. Ricky Rubio var með 11 stig og 13 stoðsendingar, Corey Brewer skoraði 19 stig og þeir Nikola Pekovic og Kevin Martin voru báðir með 18 stig. Gordon Hayward skoraði 27 stig fyrir Utah.Rudy Gay skoraði 41 stig fyrir Sacramento Kings þegar liðið vann 114-97 sigur á New Orleans Pelicans. Isaiah Thomas var með 20 stig og 11 stoðsendingar og hinn stóri DeMarcus Cousins bætti við 18 stigum, 11 fráköstum og 4 vörðum skotum. Tyreke Evans skoraði 17 stig fyrir New Orleans á móti sínum gömlu félögum.Úrslit úr öllum leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Brooklyn Nets - Orlando Magic 101-90 Miami Heat - Boston Celtics 93-86 New Orleans Pelicans - Sacramento Kings 97-114 Oklahoma City Thunder - Portland Trail Blazers 105-97 Utah Jazz - Minnesota Timberwolves 97-112Hér fyrir neðan má sjá nokkrar svipmyndir frá leikjum næturinnar í NBA-deildinni í körfubolta. NBA Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Sjá meira
Kevin Durant er heitasti leikmaður NBA-deildarinnar í körfubolta þessa dagana en þessi frábæri leikmaður skoraði 46 stig í sigri Oklahoma City Thunder í nótt. Hann hefur nú skorað yfir 30 stigin í átta leikjum í röð í fyrsta sinn á ferlinum. Kevin Durant skoraði 11 af 46 stigum sínum á síðustu 3 mínútunum og 23 sekúndunum þegar Oklahoma City Thunder vann 105-97 sigur á Portland Trail Blazers í toppslag Norðvesturriðilsins. Durant hitti úr 17 af 25 skotum sínum þar af 6 af 7 fyrir utan þriggja stiga línuna. Reggie Jackson skoraði 15 stig fyrir Oklahoma City Thunder sem hefur nú eins leiks forskot á Portland Trail Blazers en Portland var búið að vinna fyrstu tvo innbyrðisleiki liðanna í vetur. LaMarcus Aldridge var með 29 stig og 16 fráköst fyrir Portland.LeBron James skoraði 11 af 29 stigum sínum í fjórða leikhluta þegar Miami Heat vann 93-86 sigur á Boston Celtics. Miami missti niður 18 stiga forskot en tryggði sér sigurinn með því að skora níu síðustu stigin. Brandon Bass var stigahæstur hjá Boston með 15 stig en Rajon Rondo, sem er að koma til baka eftir ársfjarveru vegna meiðsla, klikkaði á öllum átta skotum sínum.Andray Blatche kom með 18 stig inn af bekknum þegar Brooklyn Nets vann 101-90 sigur á Orlando Magic en þetta var áttundi sigur lærisveina Jason Kidd í síðustu níu leikjum. Nets-liðið tapaði 21 af 31 leik í upphafi tímabilsins en ekkert lið er með betra sigurhlutfall í janúar (8 sigrar og 1 tap). Mirza Teletovic var með 14 stig fyrir Brooklyn og þeir Joe Johnson og Paul Pierce skoruðu báðir 13 stig.Kevin Love var með 19 stig, 13 fráköst og 8 stoðsendingar þegar Minnesota Timberwolves vann 112-97 útisigur á Utah Jazz. Ricky Rubio var með 11 stig og 13 stoðsendingar, Corey Brewer skoraði 19 stig og þeir Nikola Pekovic og Kevin Martin voru báðir með 18 stig. Gordon Hayward skoraði 27 stig fyrir Utah.Rudy Gay skoraði 41 stig fyrir Sacramento Kings þegar liðið vann 114-97 sigur á New Orleans Pelicans. Isaiah Thomas var með 20 stig og 11 stoðsendingar og hinn stóri DeMarcus Cousins bætti við 18 stigum, 11 fráköstum og 4 vörðum skotum. Tyreke Evans skoraði 17 stig fyrir New Orleans á móti sínum gömlu félögum.Úrslit úr öllum leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Brooklyn Nets - Orlando Magic 101-90 Miami Heat - Boston Celtics 93-86 New Orleans Pelicans - Sacramento Kings 97-114 Oklahoma City Thunder - Portland Trail Blazers 105-97 Utah Jazz - Minnesota Timberwolves 97-112Hér fyrir neðan má sjá nokkrar svipmyndir frá leikjum næturinnar í NBA-deildinni í körfubolta.
NBA Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Sjá meira