Þriðjungur hafnar líffæragjöf: "Kerfið er óboðlegt og varla siðlegt" Hrund Þórsdóttir skrifar 31. janúar 2014 20:00 Eins og við greindum frá í gær er skortur á líffærum og nauðsynlegt að fjölga líffæragjöfum. Á árunum 1970 til 2012 þáðu 288 Íslendingar líffæri. 13 fengu ígrætt hjarta, 15 fengu lungu, 4 fengu hjarta og lungu, 40 fengu lifur, 3 fengu bris og 213 þáðu nýru. Sumir fengu fleiri en eina ígræðslu og þá ber að nefna að 3 lifrar og 144 nýru komu úr lifandi gjöfum. Langflestar þessara aðgerða voru framkvæmdar eftir aldamótin, enda hefur þörfin fyrir líffæri aukist hratt. Samkvæmt skoðanakönnunum vilja 80 til 90% Íslendinga gefa líffæri eftir andlát sitt; en þá er það spurningin, vilt þú gefa þín líffæri? Í meðfylgjandi myndskeiði eru vegfarendur spurðir þessarar spurningar og virðist ríkja nokkur einhugur í afstöðu gagnvart líffæragjöfum; þ.e. nær allir vilja gefa líffæri. Á árunum 2008 til 2012 komu 24 látnir einstaklingar til álita hér á landi sem líffæragjafar. 16 þeirra gáfu líffæri en í 8 tilfellum var líffæragjöf hafnað, eða í þriðjungi tilfella. Frumvarp um ætlað samþykki til líffæragjafa liggur fyrir Alþingi, en með því verður látinn einstaklingur sjálfkrafa líffæragjafi nema hann hafi lýst öðru yfir. Fréttastofa ræddi við marga í dag og hallast flestir að ætluðu samþykki. Helstu mótrök snúast um sjálfræði og yfirráð yfir eigin líkama. Ríkið eigi ekki að eigna sér líkama fólks sem verði sjálft að fá að taka ákvörðun um svo stóra gjöf. Sumir segja löggjöf líka duga skammt, þar sem aðstandendur hafi alltaf síðasta orðið. Fræðsla og opin umræða séu því lykilatriði. Þannig tóku Spánverjar, sem standa sig einna best, upp ætlað samþykki 1979 en það var ekki fyrr en áratug síðar eftir mikla samfélagsumræðu að látnum líffæragjöfum fjölgaði verulega. Héðinn Árnason, siðfræðingur, skrifaði MA ritgerð um ætlað samþykki og er mjög hlynntur því. „Ég tel að kerfið núna flokki saman þá sem eru andvígir gjöf og þá sem hafa ekki tekið ákvörðun, hafa aldrei velt þessu fyrir sér, eða hafa frestað því að taka ákvörðun. Með ætluðu samþykki er líffæraþeganum gefinn vafinn og ég held að þetta stuðli að fleiri gjöfum án þess að vanvirða gjafann,“ segir hann. Árni segir núverandi kerfi óboðlegt og varla siðlegt. „Til þess að líffæragjafakerfi geti talist siðleg þurfum við að gera tvennt. Annars vegar að virða gjafann, það er að segja þann sem gefur líffæri sín og hins vegar að afla líffæra til ígræðslu og ég tel að kerfið í dag geri ekki það síðarnefnda.“ Árni er skráður gjafi en lenti í vandræðum með að nálgast líffæragjafakortið, sem á að liggja frammi á heilbrigðisstofnunum og í apótekum. „Þannig að það var bölvað vesen að gerast gjafi og í framhaldinu af því fór ég að velta fyrir mér hvort það væri ekki hægt að hafa þetta einhvern veginn öðruvísi.“ Tengdar fréttir "Það hjálpar okkur í gegnum sorgina að hjarta hans slær áfram“ Sex koma til með að lifa vegna líffæragjafa Skarphéðins Andra Kristjánssonar, 18 ára karlmanns sem lést á gjörgæslu Landspítalans í gær, en hann lenti í bílslysi 12. janúar síðastliðinn. Fjölskylda Skarphéðins segir hann alltaf hafa verið staðráðinn í að gefa líffæri sín, ef til þess kæmi. 29. janúar 2014 18:29 Líffæraskortur á Íslandi Á Íslandi er skortur á líffærum. Þörf er fyrir fleiri líffæragjafa og frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi og þingmenn úr öllum flokkum standa að, er ætlað að auðvelda fólki að gerast gjafar. 30. janúar 2014 16:12 Líffæraskortur á Íslandi: Getum ekki vænst þess að fá þau líffæri sem við þurfum Á Íslandi er skortur á líffærum. Þörf er fyrir fleiri líffæragjafa og frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi er ætlað að auðvelda fólki að gerast gjafar. 30. janúar 2014 20:00 Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Sjá meira
Eins og við greindum frá í gær er skortur á líffærum og nauðsynlegt að fjölga líffæragjöfum. Á árunum 1970 til 2012 þáðu 288 Íslendingar líffæri. 13 fengu ígrætt hjarta, 15 fengu lungu, 4 fengu hjarta og lungu, 40 fengu lifur, 3 fengu bris og 213 þáðu nýru. Sumir fengu fleiri en eina ígræðslu og þá ber að nefna að 3 lifrar og 144 nýru komu úr lifandi gjöfum. Langflestar þessara aðgerða voru framkvæmdar eftir aldamótin, enda hefur þörfin fyrir líffæri aukist hratt. Samkvæmt skoðanakönnunum vilja 80 til 90% Íslendinga gefa líffæri eftir andlát sitt; en þá er það spurningin, vilt þú gefa þín líffæri? Í meðfylgjandi myndskeiði eru vegfarendur spurðir þessarar spurningar og virðist ríkja nokkur einhugur í afstöðu gagnvart líffæragjöfum; þ.e. nær allir vilja gefa líffæri. Á árunum 2008 til 2012 komu 24 látnir einstaklingar til álita hér á landi sem líffæragjafar. 16 þeirra gáfu líffæri en í 8 tilfellum var líffæragjöf hafnað, eða í þriðjungi tilfella. Frumvarp um ætlað samþykki til líffæragjafa liggur fyrir Alþingi, en með því verður látinn einstaklingur sjálfkrafa líffæragjafi nema hann hafi lýst öðru yfir. Fréttastofa ræddi við marga í dag og hallast flestir að ætluðu samþykki. Helstu mótrök snúast um sjálfræði og yfirráð yfir eigin líkama. Ríkið eigi ekki að eigna sér líkama fólks sem verði sjálft að fá að taka ákvörðun um svo stóra gjöf. Sumir segja löggjöf líka duga skammt, þar sem aðstandendur hafi alltaf síðasta orðið. Fræðsla og opin umræða séu því lykilatriði. Þannig tóku Spánverjar, sem standa sig einna best, upp ætlað samþykki 1979 en það var ekki fyrr en áratug síðar eftir mikla samfélagsumræðu að látnum líffæragjöfum fjölgaði verulega. Héðinn Árnason, siðfræðingur, skrifaði MA ritgerð um ætlað samþykki og er mjög hlynntur því. „Ég tel að kerfið núna flokki saman þá sem eru andvígir gjöf og þá sem hafa ekki tekið ákvörðun, hafa aldrei velt þessu fyrir sér, eða hafa frestað því að taka ákvörðun. Með ætluðu samþykki er líffæraþeganum gefinn vafinn og ég held að þetta stuðli að fleiri gjöfum án þess að vanvirða gjafann,“ segir hann. Árni segir núverandi kerfi óboðlegt og varla siðlegt. „Til þess að líffæragjafakerfi geti talist siðleg þurfum við að gera tvennt. Annars vegar að virða gjafann, það er að segja þann sem gefur líffæri sín og hins vegar að afla líffæra til ígræðslu og ég tel að kerfið í dag geri ekki það síðarnefnda.“ Árni er skráður gjafi en lenti í vandræðum með að nálgast líffæragjafakortið, sem á að liggja frammi á heilbrigðisstofnunum og í apótekum. „Þannig að það var bölvað vesen að gerast gjafi og í framhaldinu af því fór ég að velta fyrir mér hvort það væri ekki hægt að hafa þetta einhvern veginn öðruvísi.“
Tengdar fréttir "Það hjálpar okkur í gegnum sorgina að hjarta hans slær áfram“ Sex koma til með að lifa vegna líffæragjafa Skarphéðins Andra Kristjánssonar, 18 ára karlmanns sem lést á gjörgæslu Landspítalans í gær, en hann lenti í bílslysi 12. janúar síðastliðinn. Fjölskylda Skarphéðins segir hann alltaf hafa verið staðráðinn í að gefa líffæri sín, ef til þess kæmi. 29. janúar 2014 18:29 Líffæraskortur á Íslandi Á Íslandi er skortur á líffærum. Þörf er fyrir fleiri líffæragjafa og frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi og þingmenn úr öllum flokkum standa að, er ætlað að auðvelda fólki að gerast gjafar. 30. janúar 2014 16:12 Líffæraskortur á Íslandi: Getum ekki vænst þess að fá þau líffæri sem við þurfum Á Íslandi er skortur á líffærum. Þörf er fyrir fleiri líffæragjafa og frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi er ætlað að auðvelda fólki að gerast gjafar. 30. janúar 2014 20:00 Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Sjá meira
"Það hjálpar okkur í gegnum sorgina að hjarta hans slær áfram“ Sex koma til með að lifa vegna líffæragjafa Skarphéðins Andra Kristjánssonar, 18 ára karlmanns sem lést á gjörgæslu Landspítalans í gær, en hann lenti í bílslysi 12. janúar síðastliðinn. Fjölskylda Skarphéðins segir hann alltaf hafa verið staðráðinn í að gefa líffæri sín, ef til þess kæmi. 29. janúar 2014 18:29
Líffæraskortur á Íslandi Á Íslandi er skortur á líffærum. Þörf er fyrir fleiri líffæragjafa og frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi og þingmenn úr öllum flokkum standa að, er ætlað að auðvelda fólki að gerast gjafar. 30. janúar 2014 16:12
Líffæraskortur á Íslandi: Getum ekki vænst þess að fá þau líffæri sem við þurfum Á Íslandi er skortur á líffærum. Þörf er fyrir fleiri líffæragjafa og frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi er ætlað að auðvelda fólki að gerast gjafar. 30. janúar 2014 20:00
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“