Lamar Odom til Spánar - Mætir Jóni Arnóri í maí 18. febrúar 2014 11:15 Lamar Odom varð heimsmeistari með Bandaríkjunum árið 2010. Vísir/EPA Lamar Odom, tvöfaldur NBA-meistari með Los Angeles Lakers, er búinn að semja við spænskt úrvalsdeildarlið. Þessi öflugi kraftframherji samdi við Laboral Kutxa út tímabilið en liðið er í borginni Vitoria-Gasteiz í Baskalandi. Liðið heitir reyndar Saski Baskonia en tók upp nafnið Laboral Kutxa vegna styrktarsamnings. Odom hefur ekki spilað körfubolta síðan hann kláraði síðasta tímabil með Los Angeles Clippers en mikið hefur gengið á í lífi hans undanfarna mánuði. Hann hefur glímt við meinta eiturlyfjafíkn og var handtekinn fyrir ölvunarakstur á síðasta ári. Odom fór í meðferð en yfirgaf meðferðarheimilið eftir einn dag þar inni.DocRivers, þjálfari LA Clippers, bauð Odom til æfinga í nóvember á síðasta ári og virtist þá líklegt að hann myndi snúa aftur í NBA-deildina. Svo fór ekki og samdi Clippers frekar við þrjá eldri leikmenn: StephenJackson, HedoTurkoglu og SashaVujacic. Odom vill komast úr sviðsljósinu í bili og er því, samkvæmt fréttum bandarískra miðla, ekki með klásúlu í samningi sínum sem gerir honum fært að yfirgefa Spán um leið og tilboð berst frá NBA-liði. Hann ætlar sér að spila með Laboral út tímabilið. Þetta er augljóslega mikill hvalreki fyrir spænska liðið spili Odom nálægt sinni getu. Hann er eins og áður segir tvöfaldur NBA-meistari en hann var í sigurliði Lakers 2009 og 2010. Hann var valinn fjórði í nýliðavalinu 1999 og var kjörinn besti sjötti maður deildarinnar árið 2011. Laboral Kutxa er í mikilli baráttu um að komast í úrslitakeppni spænsku úrvalsdeildarinnar en liðið er með níu sigra og tíu töp eins og fjögur önnur lið í 9. sæti deildarinnar.JónArnórStefánsson fær væntanlega tækifæri til að mæta Lamar Odom í næstsíðustu umferð deildarinnar en Laboral vann fyrri viðureign liðanna, 92-83, á heimavelli sínum.Lamar Odom boðinn velkominn á heimasíðu Laboral.Mynd/Skjáskot NBA Tengdar fréttir Farinn í meðferð Körfuboltamaðurinn Lamar Odom var tekinn fyrir ölvunarakstur fyrir suttu og er nú búinn að skrá sig í meðferð í Kaliforníu. 6. september 2013 10:00 Ekki sést í þrjá daga Körfuknattleiksmannsins Lamar Odoms er leitað af fjölskyldu sinni. Odom hefur ekki sést í þrjá daga en kappinn glímir við eiturlyfjavanda. 26. ágúst 2013 07:18 Odom rýfur þögnina Það er illa komið fyrir körfuboltakappanum Lamar Odom. Hann hefur verið stjórnlaus síðustu vikur. Sagður vera þunglyndur og á kafi í vímuefnaneyslu. 25. september 2013 18:00 Odom fundinn | Er á kafi í eiturlyfjanotkun Körfuknattleiksmaðurinn Lamar Odom er kominn í leitirnar en í gær var greint frá því að hann væri búinn að vera týndur í 72 klukkutíma. 27. ágúst 2013 12:00 Neitar fíkniefnavanda Körfuboltamaðurinn Lamar Odom hefur verið mikið á milli tannanna á fólki undanfarið. Hann er kvæntur raunveruleikastjörnunni Khloe Kardashian en hjónabandið ku standa á brauðfótum vegna vímuefnafíknar hans. 11. september 2013 08:00 Los Angeles-liðin fylgjast með Odom Lamar Odom virðist vera á ná tökum á lífi sínu á nýjan leik eftir skrautlega mánuði í viðjum vímuefna. Var meðal annars óttast um líf hans á tíma. 14. nóvember 2013 18:00 Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Körfubolti Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Fleiri fréttir Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Sjá meira
Lamar Odom, tvöfaldur NBA-meistari með Los Angeles Lakers, er búinn að semja við spænskt úrvalsdeildarlið. Þessi öflugi kraftframherji samdi við Laboral Kutxa út tímabilið en liðið er í borginni Vitoria-Gasteiz í Baskalandi. Liðið heitir reyndar Saski Baskonia en tók upp nafnið Laboral Kutxa vegna styrktarsamnings. Odom hefur ekki spilað körfubolta síðan hann kláraði síðasta tímabil með Los Angeles Clippers en mikið hefur gengið á í lífi hans undanfarna mánuði. Hann hefur glímt við meinta eiturlyfjafíkn og var handtekinn fyrir ölvunarakstur á síðasta ári. Odom fór í meðferð en yfirgaf meðferðarheimilið eftir einn dag þar inni.DocRivers, þjálfari LA Clippers, bauð Odom til æfinga í nóvember á síðasta ári og virtist þá líklegt að hann myndi snúa aftur í NBA-deildina. Svo fór ekki og samdi Clippers frekar við þrjá eldri leikmenn: StephenJackson, HedoTurkoglu og SashaVujacic. Odom vill komast úr sviðsljósinu í bili og er því, samkvæmt fréttum bandarískra miðla, ekki með klásúlu í samningi sínum sem gerir honum fært að yfirgefa Spán um leið og tilboð berst frá NBA-liði. Hann ætlar sér að spila með Laboral út tímabilið. Þetta er augljóslega mikill hvalreki fyrir spænska liðið spili Odom nálægt sinni getu. Hann er eins og áður segir tvöfaldur NBA-meistari en hann var í sigurliði Lakers 2009 og 2010. Hann var valinn fjórði í nýliðavalinu 1999 og var kjörinn besti sjötti maður deildarinnar árið 2011. Laboral Kutxa er í mikilli baráttu um að komast í úrslitakeppni spænsku úrvalsdeildarinnar en liðið er með níu sigra og tíu töp eins og fjögur önnur lið í 9. sæti deildarinnar.JónArnórStefánsson fær væntanlega tækifæri til að mæta Lamar Odom í næstsíðustu umferð deildarinnar en Laboral vann fyrri viðureign liðanna, 92-83, á heimavelli sínum.Lamar Odom boðinn velkominn á heimasíðu Laboral.Mynd/Skjáskot
NBA Tengdar fréttir Farinn í meðferð Körfuboltamaðurinn Lamar Odom var tekinn fyrir ölvunarakstur fyrir suttu og er nú búinn að skrá sig í meðferð í Kaliforníu. 6. september 2013 10:00 Ekki sést í þrjá daga Körfuknattleiksmannsins Lamar Odoms er leitað af fjölskyldu sinni. Odom hefur ekki sést í þrjá daga en kappinn glímir við eiturlyfjavanda. 26. ágúst 2013 07:18 Odom rýfur þögnina Það er illa komið fyrir körfuboltakappanum Lamar Odom. Hann hefur verið stjórnlaus síðustu vikur. Sagður vera þunglyndur og á kafi í vímuefnaneyslu. 25. september 2013 18:00 Odom fundinn | Er á kafi í eiturlyfjanotkun Körfuknattleiksmaðurinn Lamar Odom er kominn í leitirnar en í gær var greint frá því að hann væri búinn að vera týndur í 72 klukkutíma. 27. ágúst 2013 12:00 Neitar fíkniefnavanda Körfuboltamaðurinn Lamar Odom hefur verið mikið á milli tannanna á fólki undanfarið. Hann er kvæntur raunveruleikastjörnunni Khloe Kardashian en hjónabandið ku standa á brauðfótum vegna vímuefnafíknar hans. 11. september 2013 08:00 Los Angeles-liðin fylgjast með Odom Lamar Odom virðist vera á ná tökum á lífi sínu á nýjan leik eftir skrautlega mánuði í viðjum vímuefna. Var meðal annars óttast um líf hans á tíma. 14. nóvember 2013 18:00 Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Körfubolti Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Fleiri fréttir Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Sjá meira
Farinn í meðferð Körfuboltamaðurinn Lamar Odom var tekinn fyrir ölvunarakstur fyrir suttu og er nú búinn að skrá sig í meðferð í Kaliforníu. 6. september 2013 10:00
Ekki sést í þrjá daga Körfuknattleiksmannsins Lamar Odoms er leitað af fjölskyldu sinni. Odom hefur ekki sést í þrjá daga en kappinn glímir við eiturlyfjavanda. 26. ágúst 2013 07:18
Odom rýfur þögnina Það er illa komið fyrir körfuboltakappanum Lamar Odom. Hann hefur verið stjórnlaus síðustu vikur. Sagður vera þunglyndur og á kafi í vímuefnaneyslu. 25. september 2013 18:00
Odom fundinn | Er á kafi í eiturlyfjanotkun Körfuknattleiksmaðurinn Lamar Odom er kominn í leitirnar en í gær var greint frá því að hann væri búinn að vera týndur í 72 klukkutíma. 27. ágúst 2013 12:00
Neitar fíkniefnavanda Körfuboltamaðurinn Lamar Odom hefur verið mikið á milli tannanna á fólki undanfarið. Hann er kvæntur raunveruleikastjörnunni Khloe Kardashian en hjónabandið ku standa á brauðfótum vegna vímuefnafíknar hans. 11. september 2013 08:00
Los Angeles-liðin fylgjast með Odom Lamar Odom virðist vera á ná tökum á lífi sínu á nýjan leik eftir skrautlega mánuði í viðjum vímuefna. Var meðal annars óttast um líf hans á tíma. 14. nóvember 2013 18:00