„Forsætisráðherra er að verða eins og fótboltamaður sem er alltaf að reyna fiska vítaspyrnu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 16. febrúar 2014 16:41 Þátturinn Mín skoðun í umsjón Mikaels Torfasonar var á dagskrá í dag klukkan 13 í opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi í dag. Þau Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri-grænna, og Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum fóru yfir ýmis málefni, meðal annars fréttir síðustu viku. „Maður verður að velta fyrir sér orðfærinu hjá forsætisráðherranum þegar hann segir að Seðlabankinn sé óumbeðið að koma með mat á stærstu efnahagsaðgerð veraldarsögunnar,“ sagði Svandís Svavarsdóttir í þættinum í dag og gagnrýndi hún ræðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, á viðskiptaþinginu í vikunni. Þar sagði Sigmundur Davíð að Seðlabankinn hafi „óumbeðinn“ lagst í greiningu á skuldaleiðréttingum ríkisstjórnarinnar. Þess má geta að Seðlabanki Íslands er sjálfstæð stofnun. Elliði Vignisson líkti því næst Sigmundi Davíð við knattspyrnumann sem væri ítrekað að reyna fiska vítaspyrnu í leik. „Forsætisráðherra er að verða eins og fótboltamaður sem er alltaf að reyna fiska vítaspyrnu án þess að nokkur komi við hann og liggur hann alltaf í teignum eins og [Didier] Drogba gerði um tíma,“ sagði Elliði Vignisson í þættinum í dag. „Við megum samt ekki gleyma að í umræddri ræðu er hann að koma fram með mikilvæg mál og fara yfir mikilvægt efni. Eitt af því sem er svo áberandi í kjölfarið af þessari ræðu er þessi gjá milli hans sem forsætisráðherra ríkisstjórnar Íslands og stjórnanda Seðlabanka Íslands. Þetta skaðar okkur öll, þetta skaðar aðila á markaði, þetta skaðar viðhorf alþjóðlegra matsfyrirtækja á landinu og þar með hefur þetta áhrif á okkur öll.“ Hér að ofan má sjá myndskeið frá umræðu milli Mikaels, Svandísar og Elliða um fréttir vikunnar. Mín skoðun Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Sjá meira
Þátturinn Mín skoðun í umsjón Mikaels Torfasonar var á dagskrá í dag klukkan 13 í opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi í dag. Þau Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri-grænna, og Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum fóru yfir ýmis málefni, meðal annars fréttir síðustu viku. „Maður verður að velta fyrir sér orðfærinu hjá forsætisráðherranum þegar hann segir að Seðlabankinn sé óumbeðið að koma með mat á stærstu efnahagsaðgerð veraldarsögunnar,“ sagði Svandís Svavarsdóttir í þættinum í dag og gagnrýndi hún ræðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, á viðskiptaþinginu í vikunni. Þar sagði Sigmundur Davíð að Seðlabankinn hafi „óumbeðinn“ lagst í greiningu á skuldaleiðréttingum ríkisstjórnarinnar. Þess má geta að Seðlabanki Íslands er sjálfstæð stofnun. Elliði Vignisson líkti því næst Sigmundi Davíð við knattspyrnumann sem væri ítrekað að reyna fiska vítaspyrnu í leik. „Forsætisráðherra er að verða eins og fótboltamaður sem er alltaf að reyna fiska vítaspyrnu án þess að nokkur komi við hann og liggur hann alltaf í teignum eins og [Didier] Drogba gerði um tíma,“ sagði Elliði Vignisson í þættinum í dag. „Við megum samt ekki gleyma að í umræddri ræðu er hann að koma fram með mikilvæg mál og fara yfir mikilvægt efni. Eitt af því sem er svo áberandi í kjölfarið af þessari ræðu er þessi gjá milli hans sem forsætisráðherra ríkisstjórnar Íslands og stjórnanda Seðlabanka Íslands. Þetta skaðar okkur öll, þetta skaðar aðila á markaði, þetta skaðar viðhorf alþjóðlegra matsfyrirtækja á landinu og þar með hefur þetta áhrif á okkur öll.“ Hér að ofan má sjá myndskeið frá umræðu milli Mikaels, Svandísar og Elliða um fréttir vikunnar.
Mín skoðun Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Sjá meira