Sævar Birgisson, skíðagöngukappi frá Sauðárkróki, er úr leik í sprettgöngunni á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí.
Sævar ræsti 72. í sprettgöngunni nú rétt áðan og fór brautina, sem er 1,6 kílómetri að lengd, á 3:59,50 mínútum.
Hann var nokkuð langt frá því að vera á meðal þeirra 30 efstu sem komust áfram í næstu umferð en hann hefði þurft að fara undir 3 mínútur og 38 sekúndur.
Sævar endaði í 72. sæti af 86 keppendum en hann stefndi á að vera á meðal 50 efstu.
Sævar úr leik í sprettgöngunni | Myndband
Mest lesið




„Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“
Handbolti

Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“
Íslenski boltinn




„Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk
Handbolti
