KR-ingar kæra ekki | Dómaranefndin óákveðin Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. febrúar 2014 15:15 KR mun ekki leggja fram kæru vegna atviks sem átti sér stað í leik liðsins gegn Keflavík í gær.Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, fékk um miðjan þriðja leikhluta högg í andlitið frá Magnúsi Þór Gunnarssyni eins og sést í meðfylgjandi myndbandi. Dómarar leiksins dæmdu ekki brot en hægt er að taka á málum sem þessum eftir að leiknum lýkur á nokkra vegu. Félög geta kært til aganefndar KKÍ, rétt eins og dómaranefnd sambandsins. Þá geta dómarar leiksins einnig lagt fram skýrslu um málið.Rúnar Birgir Gíslason, formaður dómaranefndar KKÍ, sagði við Vísi að nefndarmeðlimir væru ekki búnir að ákveða hvort þeir myndu bregðast við í þessu máli. „Það er ekkert öruggt í því og við erum enn að hugsa um hlutina,“ sagði Rúnar. Nefndin fékk þetta vald eftir síðasta ársþing og hefur einu sinni skotið máli til aganefndar. Þá var Ragna Margrét Brynjarsdóttir, leikmaður Vals, kærð fyrir að gefa andstæðingi olnbogaskot. Ragna Margrét fékk óþróttamannslega villu dæmda á sig í leiknum og sá aganefnd ekki ástæðu til að breyta þeim úrskurði. Það var hins vegar ekkert dæmt á Magnús Þór í gær en Rúnar segir að það hafi ekki endilega úrslitaáhrif. „Það getur líka verið hluti af dómgæslunni að ákveða að dæma ekki á ákveðna hluti,“ sagði Rúnar.Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, segir að deildin muni ekki aðhafast í málinu. „Við höfum leitað okkur upplýsinga og vitum að málið er hjá dómaranefnd. Mér skilst að þeir séu að skoða málið og munu taka afstöðu í dag.“ „Það er eiginlega engu meira að bæta við það. Ef dómaranefnd ætlar ekki að bregðast við þá þurfum við að endurhugsa allt kerfið. Það sést greinilega á myndbandinu að þetta er gert af ásettu ráði. Svona lagað á ekki að sjást í leikjum.“ Aðeins einu sinni hefur það gerst að dómarar vísi málum til aganefndar eftir á. Aganefnd vísaði málinu frá, rétt eins og hún gerði í tilfelli Rögnu Margrétar í vetur. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Brynjar Þór fékk högg í andlitið frá Magnúsi | Myndband "Þetta var algjör óþarfi. Ég þekki Magga vel og þetta er bara svekkjandi,“ sagði Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, um atvik sem átti sér stað í leik liðsins gegn Keflavík í gær. 25. febrúar 2014 12:12 Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Keflavík 90-89 | Brynjar Þór hetja KR-inga KR vann Keflavík í æsispennandi toppslag í Dominos-deild karla. Brynjar Þór Björnsson skoraði sigurkörfuna fyrir heimamenn. 24. febrúar 2014 15:45 Olnbogaskot Rögnu Margrétar kært Dómaranefnd KKÍ hefur ákveðið að kæra olnbogaskot Rögnu Margrétar Brynjarsdóttur, leikmanns Vals, í leik liðsins gegn Snæfelli í gær. 9. janúar 2014 16:45 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Körfubolti ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Toppliðið lék sér á lokakaflanum ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Sjá meira
KR mun ekki leggja fram kæru vegna atviks sem átti sér stað í leik liðsins gegn Keflavík í gær.Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, fékk um miðjan þriðja leikhluta högg í andlitið frá Magnúsi Þór Gunnarssyni eins og sést í meðfylgjandi myndbandi. Dómarar leiksins dæmdu ekki brot en hægt er að taka á málum sem þessum eftir að leiknum lýkur á nokkra vegu. Félög geta kært til aganefndar KKÍ, rétt eins og dómaranefnd sambandsins. Þá geta dómarar leiksins einnig lagt fram skýrslu um málið.Rúnar Birgir Gíslason, formaður dómaranefndar KKÍ, sagði við Vísi að nefndarmeðlimir væru ekki búnir að ákveða hvort þeir myndu bregðast við í þessu máli. „Það er ekkert öruggt í því og við erum enn að hugsa um hlutina,“ sagði Rúnar. Nefndin fékk þetta vald eftir síðasta ársþing og hefur einu sinni skotið máli til aganefndar. Þá var Ragna Margrét Brynjarsdóttir, leikmaður Vals, kærð fyrir að gefa andstæðingi olnbogaskot. Ragna Margrét fékk óþróttamannslega villu dæmda á sig í leiknum og sá aganefnd ekki ástæðu til að breyta þeim úrskurði. Það var hins vegar ekkert dæmt á Magnús Þór í gær en Rúnar segir að það hafi ekki endilega úrslitaáhrif. „Það getur líka verið hluti af dómgæslunni að ákveða að dæma ekki á ákveðna hluti,“ sagði Rúnar.Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, segir að deildin muni ekki aðhafast í málinu. „Við höfum leitað okkur upplýsinga og vitum að málið er hjá dómaranefnd. Mér skilst að þeir séu að skoða málið og munu taka afstöðu í dag.“ „Það er eiginlega engu meira að bæta við það. Ef dómaranefnd ætlar ekki að bregðast við þá þurfum við að endurhugsa allt kerfið. Það sést greinilega á myndbandinu að þetta er gert af ásettu ráði. Svona lagað á ekki að sjást í leikjum.“ Aðeins einu sinni hefur það gerst að dómarar vísi málum til aganefndar eftir á. Aganefnd vísaði málinu frá, rétt eins og hún gerði í tilfelli Rögnu Margrétar í vetur.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Brynjar Þór fékk högg í andlitið frá Magnúsi | Myndband "Þetta var algjör óþarfi. Ég þekki Magga vel og þetta er bara svekkjandi,“ sagði Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, um atvik sem átti sér stað í leik liðsins gegn Keflavík í gær. 25. febrúar 2014 12:12 Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Keflavík 90-89 | Brynjar Þór hetja KR-inga KR vann Keflavík í æsispennandi toppslag í Dominos-deild karla. Brynjar Þór Björnsson skoraði sigurkörfuna fyrir heimamenn. 24. febrúar 2014 15:45 Olnbogaskot Rögnu Margrétar kært Dómaranefnd KKÍ hefur ákveðið að kæra olnbogaskot Rögnu Margrétar Brynjarsdóttur, leikmanns Vals, í leik liðsins gegn Snæfelli í gær. 9. janúar 2014 16:45 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Körfubolti ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Toppliðið lék sér á lokakaflanum ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Sjá meira
Brynjar Þór fékk högg í andlitið frá Magnúsi | Myndband "Þetta var algjör óþarfi. Ég þekki Magga vel og þetta er bara svekkjandi,“ sagði Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, um atvik sem átti sér stað í leik liðsins gegn Keflavík í gær. 25. febrúar 2014 12:12
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Keflavík 90-89 | Brynjar Þór hetja KR-inga KR vann Keflavík í æsispennandi toppslag í Dominos-deild karla. Brynjar Þór Björnsson skoraði sigurkörfuna fyrir heimamenn. 24. febrúar 2014 15:45
Olnbogaskot Rögnu Margrétar kært Dómaranefnd KKÍ hefur ákveðið að kæra olnbogaskot Rögnu Margrétar Brynjarsdóttur, leikmanns Vals, í leik liðsins gegn Snæfelli í gær. 9. janúar 2014 16:45