KR-ingar kæra ekki | Dómaranefndin óákveðin Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. febrúar 2014 15:15 KR mun ekki leggja fram kæru vegna atviks sem átti sér stað í leik liðsins gegn Keflavík í gær.Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, fékk um miðjan þriðja leikhluta högg í andlitið frá Magnúsi Þór Gunnarssyni eins og sést í meðfylgjandi myndbandi. Dómarar leiksins dæmdu ekki brot en hægt er að taka á málum sem þessum eftir að leiknum lýkur á nokkra vegu. Félög geta kært til aganefndar KKÍ, rétt eins og dómaranefnd sambandsins. Þá geta dómarar leiksins einnig lagt fram skýrslu um málið.Rúnar Birgir Gíslason, formaður dómaranefndar KKÍ, sagði við Vísi að nefndarmeðlimir væru ekki búnir að ákveða hvort þeir myndu bregðast við í þessu máli. „Það er ekkert öruggt í því og við erum enn að hugsa um hlutina,“ sagði Rúnar. Nefndin fékk þetta vald eftir síðasta ársþing og hefur einu sinni skotið máli til aganefndar. Þá var Ragna Margrét Brynjarsdóttir, leikmaður Vals, kærð fyrir að gefa andstæðingi olnbogaskot. Ragna Margrét fékk óþróttamannslega villu dæmda á sig í leiknum og sá aganefnd ekki ástæðu til að breyta þeim úrskurði. Það var hins vegar ekkert dæmt á Magnús Þór í gær en Rúnar segir að það hafi ekki endilega úrslitaáhrif. „Það getur líka verið hluti af dómgæslunni að ákveða að dæma ekki á ákveðna hluti,“ sagði Rúnar.Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, segir að deildin muni ekki aðhafast í málinu. „Við höfum leitað okkur upplýsinga og vitum að málið er hjá dómaranefnd. Mér skilst að þeir séu að skoða málið og munu taka afstöðu í dag.“ „Það er eiginlega engu meira að bæta við það. Ef dómaranefnd ætlar ekki að bregðast við þá þurfum við að endurhugsa allt kerfið. Það sést greinilega á myndbandinu að þetta er gert af ásettu ráði. Svona lagað á ekki að sjást í leikjum.“ Aðeins einu sinni hefur það gerst að dómarar vísi málum til aganefndar eftir á. Aganefnd vísaði málinu frá, rétt eins og hún gerði í tilfelli Rögnu Margrétar í vetur. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Brynjar Þór fékk högg í andlitið frá Magnúsi | Myndband "Þetta var algjör óþarfi. Ég þekki Magga vel og þetta er bara svekkjandi,“ sagði Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, um atvik sem átti sér stað í leik liðsins gegn Keflavík í gær. 25. febrúar 2014 12:12 Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Keflavík 90-89 | Brynjar Þór hetja KR-inga KR vann Keflavík í æsispennandi toppslag í Dominos-deild karla. Brynjar Þór Björnsson skoraði sigurkörfuna fyrir heimamenn. 24. febrúar 2014 15:45 Olnbogaskot Rögnu Margrétar kært Dómaranefnd KKÍ hefur ákveðið að kæra olnbogaskot Rögnu Margrétar Brynjarsdóttur, leikmanns Vals, í leik liðsins gegn Snæfelli í gær. 9. janúar 2014 16:45 Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ Handbolti „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Sjá meira
KR mun ekki leggja fram kæru vegna atviks sem átti sér stað í leik liðsins gegn Keflavík í gær.Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, fékk um miðjan þriðja leikhluta högg í andlitið frá Magnúsi Þór Gunnarssyni eins og sést í meðfylgjandi myndbandi. Dómarar leiksins dæmdu ekki brot en hægt er að taka á málum sem þessum eftir að leiknum lýkur á nokkra vegu. Félög geta kært til aganefndar KKÍ, rétt eins og dómaranefnd sambandsins. Þá geta dómarar leiksins einnig lagt fram skýrslu um málið.Rúnar Birgir Gíslason, formaður dómaranefndar KKÍ, sagði við Vísi að nefndarmeðlimir væru ekki búnir að ákveða hvort þeir myndu bregðast við í þessu máli. „Það er ekkert öruggt í því og við erum enn að hugsa um hlutina,“ sagði Rúnar. Nefndin fékk þetta vald eftir síðasta ársþing og hefur einu sinni skotið máli til aganefndar. Þá var Ragna Margrét Brynjarsdóttir, leikmaður Vals, kærð fyrir að gefa andstæðingi olnbogaskot. Ragna Margrét fékk óþróttamannslega villu dæmda á sig í leiknum og sá aganefnd ekki ástæðu til að breyta þeim úrskurði. Það var hins vegar ekkert dæmt á Magnús Þór í gær en Rúnar segir að það hafi ekki endilega úrslitaáhrif. „Það getur líka verið hluti af dómgæslunni að ákveða að dæma ekki á ákveðna hluti,“ sagði Rúnar.Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, segir að deildin muni ekki aðhafast í málinu. „Við höfum leitað okkur upplýsinga og vitum að málið er hjá dómaranefnd. Mér skilst að þeir séu að skoða málið og munu taka afstöðu í dag.“ „Það er eiginlega engu meira að bæta við það. Ef dómaranefnd ætlar ekki að bregðast við þá þurfum við að endurhugsa allt kerfið. Það sést greinilega á myndbandinu að þetta er gert af ásettu ráði. Svona lagað á ekki að sjást í leikjum.“ Aðeins einu sinni hefur það gerst að dómarar vísi málum til aganefndar eftir á. Aganefnd vísaði málinu frá, rétt eins og hún gerði í tilfelli Rögnu Margrétar í vetur.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Brynjar Þór fékk högg í andlitið frá Magnúsi | Myndband "Þetta var algjör óþarfi. Ég þekki Magga vel og þetta er bara svekkjandi,“ sagði Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, um atvik sem átti sér stað í leik liðsins gegn Keflavík í gær. 25. febrúar 2014 12:12 Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Keflavík 90-89 | Brynjar Þór hetja KR-inga KR vann Keflavík í æsispennandi toppslag í Dominos-deild karla. Brynjar Þór Björnsson skoraði sigurkörfuna fyrir heimamenn. 24. febrúar 2014 15:45 Olnbogaskot Rögnu Margrétar kært Dómaranefnd KKÍ hefur ákveðið að kæra olnbogaskot Rögnu Margrétar Brynjarsdóttur, leikmanns Vals, í leik liðsins gegn Snæfelli í gær. 9. janúar 2014 16:45 Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ Handbolti „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Sjá meira
Brynjar Þór fékk högg í andlitið frá Magnúsi | Myndband "Þetta var algjör óþarfi. Ég þekki Magga vel og þetta er bara svekkjandi,“ sagði Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, um atvik sem átti sér stað í leik liðsins gegn Keflavík í gær. 25. febrúar 2014 12:12
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Keflavík 90-89 | Brynjar Þór hetja KR-inga KR vann Keflavík í æsispennandi toppslag í Dominos-deild karla. Brynjar Þór Björnsson skoraði sigurkörfuna fyrir heimamenn. 24. febrúar 2014 15:45
Olnbogaskot Rögnu Margrétar kært Dómaranefnd KKÍ hefur ákveðið að kæra olnbogaskot Rögnu Margrétar Brynjarsdóttur, leikmanns Vals, í leik liðsins gegn Snæfelli í gær. 9. janúar 2014 16:45