„Það býr ákveðið villidýr í mannskepnunni“ Hrund Þórsdóttir skrifar 23. febrúar 2014 19:45 Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, ætlar að beita sér af fullum krafti til að afglæpavæða fíkniefni og segir að á endanum verði þau jafnvel lögleidd hér á landi. Hann ætlar að setja saman starfshóp til að fylgja málinu eftir. Hann var afdráttarlaus í svörum í þættinum Mín skoðun á Stöð 2 í dag. Þú hallast að afglæpavæðingu? „Já já, ég skal viðurkenna það að rökin með henni finnst mér vega mjög þungt,“ sagði Kristján. Hann sagði fíkniefnaneytendur fórnarlömb átaka sem löggæslan héldi uppi gegn undirheimunum og að ekki ætti að líta á neytendur sem glæpamenn, heldur sjúklinga. Hann sagði að á endanum yrðu fíkniefni hugsanlega lögleidd en að þjóðin væri ekki reiðubúin í það og hann væri ekki fylgjandi því á þessari stundu. Markmiðið væri ekki að auka skatttekjur ríkisins. „Ég fer í þetta mál fyrst og fremst til að reyna að ná betri árangri og forða fleirum frá því að lenda í klóm þessa heims.“ Kristján sagði næsta skref að setja saman starfshóp og hafa samráð við hagsmunaaðila. Hann sagði málið fá góðar undirtektir í þingflokki Sjálfstæðisflokksins „Eðlilega eru skiptar skoðanir um hversu langt eigi að ganga og hversu hratt eigi að fara en í grunninn get ég sagt að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er mjög áfram um að ná betri árangri í þessum málaflokki en verið hefur.“ Hann sagði loks að mannlegu eðli yrði ekki breytt með lögum. „Þetta bara er einhver fjandinn í okkur og ekki bara í Íslendingum, það býr ákveðið villidýr í mannskepnunni,“ sagði Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra.Mín skoðun í heild sinni. Mín skoðun Tengdar fréttir „Refsistefnan býr til fleiri vandamál en hún leysir“ "Við hljótum að þurfa endurskoða stefnuna. Það eru til leiðir sem virka eins og öflugt forvarnarstarf en það er ekki síður mikilvægt að hjálpa þeim á fætur sem fara sér að voða," sagði Helgi Hrafn, þingmaður Pírata, í ræðu sinni á Alþingi í dag þegar hann gagnrýndi refsistefnu stjórnvalda varðandi fíkniefnaneyslu. 19. febrúar 2014 16:54 Þingmenn Sjálfstæðisflokks ræða breytt viðhorf í fíkniefnamálum Innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins eru þingmenn sem vilja ganga langt í frjálsræðisátt og þeir sem vilja fara varlega í sakirnar og allt þar á milli. 17. febrúar 2014 20:00 Heilbrigðisráðherra vill endurskoða refsistefnu í fíknefnamálum Kristján Þór Júlíusson segir að breyta verði um stefnu í fíknefnamálum. 14. febrúar 2014 09:43 Stefnan skaðlegri en fíkniefnin sjálf Það er trú mín að eiturlyf hafi eyðilagt líf margra, en röng stefna stjórnvalda hefur eyðilagt líf miklu fleiri,“ sagði Kofi Annan í ræðu á World Economic Forum nú í janúar. Píratarnir Birgitta Jónsdóttir, Helgi Hrafn Gunnarsson og Jón Þór Ólafsson gera orð hans að sínum. 17. febrúar 2014 11:01 Stefnan um fíkniefnalaust Ísland ekki gengið upp Heilbrigðisráðherra vill skoða að afglæpa neyslu fíkniefna. Núverandi stefna hafi ekki skilað tilætluðum árangri og yfirvöldum berið að skoða aðrar leiðir. 14. febrúar 2014 13:26 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Fleiri fréttir Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, ætlar að beita sér af fullum krafti til að afglæpavæða fíkniefni og segir að á endanum verði þau jafnvel lögleidd hér á landi. Hann ætlar að setja saman starfshóp til að fylgja málinu eftir. Hann var afdráttarlaus í svörum í þættinum Mín skoðun á Stöð 2 í dag. Þú hallast að afglæpavæðingu? „Já já, ég skal viðurkenna það að rökin með henni finnst mér vega mjög þungt,“ sagði Kristján. Hann sagði fíkniefnaneytendur fórnarlömb átaka sem löggæslan héldi uppi gegn undirheimunum og að ekki ætti að líta á neytendur sem glæpamenn, heldur sjúklinga. Hann sagði að á endanum yrðu fíkniefni hugsanlega lögleidd en að þjóðin væri ekki reiðubúin í það og hann væri ekki fylgjandi því á þessari stundu. Markmiðið væri ekki að auka skatttekjur ríkisins. „Ég fer í þetta mál fyrst og fremst til að reyna að ná betri árangri og forða fleirum frá því að lenda í klóm þessa heims.“ Kristján sagði næsta skref að setja saman starfshóp og hafa samráð við hagsmunaaðila. Hann sagði málið fá góðar undirtektir í þingflokki Sjálfstæðisflokksins „Eðlilega eru skiptar skoðanir um hversu langt eigi að ganga og hversu hratt eigi að fara en í grunninn get ég sagt að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er mjög áfram um að ná betri árangri í þessum málaflokki en verið hefur.“ Hann sagði loks að mannlegu eðli yrði ekki breytt með lögum. „Þetta bara er einhver fjandinn í okkur og ekki bara í Íslendingum, það býr ákveðið villidýr í mannskepnunni,“ sagði Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra.Mín skoðun í heild sinni.
Mín skoðun Tengdar fréttir „Refsistefnan býr til fleiri vandamál en hún leysir“ "Við hljótum að þurfa endurskoða stefnuna. Það eru til leiðir sem virka eins og öflugt forvarnarstarf en það er ekki síður mikilvægt að hjálpa þeim á fætur sem fara sér að voða," sagði Helgi Hrafn, þingmaður Pírata, í ræðu sinni á Alþingi í dag þegar hann gagnrýndi refsistefnu stjórnvalda varðandi fíkniefnaneyslu. 19. febrúar 2014 16:54 Þingmenn Sjálfstæðisflokks ræða breytt viðhorf í fíkniefnamálum Innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins eru þingmenn sem vilja ganga langt í frjálsræðisátt og þeir sem vilja fara varlega í sakirnar og allt þar á milli. 17. febrúar 2014 20:00 Heilbrigðisráðherra vill endurskoða refsistefnu í fíknefnamálum Kristján Þór Júlíusson segir að breyta verði um stefnu í fíknefnamálum. 14. febrúar 2014 09:43 Stefnan skaðlegri en fíkniefnin sjálf Það er trú mín að eiturlyf hafi eyðilagt líf margra, en röng stefna stjórnvalda hefur eyðilagt líf miklu fleiri,“ sagði Kofi Annan í ræðu á World Economic Forum nú í janúar. Píratarnir Birgitta Jónsdóttir, Helgi Hrafn Gunnarsson og Jón Þór Ólafsson gera orð hans að sínum. 17. febrúar 2014 11:01 Stefnan um fíkniefnalaust Ísland ekki gengið upp Heilbrigðisráðherra vill skoða að afglæpa neyslu fíkniefna. Núverandi stefna hafi ekki skilað tilætluðum árangri og yfirvöldum berið að skoða aðrar leiðir. 14. febrúar 2014 13:26 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Fleiri fréttir Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Sjá meira
„Refsistefnan býr til fleiri vandamál en hún leysir“ "Við hljótum að þurfa endurskoða stefnuna. Það eru til leiðir sem virka eins og öflugt forvarnarstarf en það er ekki síður mikilvægt að hjálpa þeim á fætur sem fara sér að voða," sagði Helgi Hrafn, þingmaður Pírata, í ræðu sinni á Alþingi í dag þegar hann gagnrýndi refsistefnu stjórnvalda varðandi fíkniefnaneyslu. 19. febrúar 2014 16:54
Þingmenn Sjálfstæðisflokks ræða breytt viðhorf í fíkniefnamálum Innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins eru þingmenn sem vilja ganga langt í frjálsræðisátt og þeir sem vilja fara varlega í sakirnar og allt þar á milli. 17. febrúar 2014 20:00
Heilbrigðisráðherra vill endurskoða refsistefnu í fíknefnamálum Kristján Þór Júlíusson segir að breyta verði um stefnu í fíknefnamálum. 14. febrúar 2014 09:43
Stefnan skaðlegri en fíkniefnin sjálf Það er trú mín að eiturlyf hafi eyðilagt líf margra, en röng stefna stjórnvalda hefur eyðilagt líf miklu fleiri,“ sagði Kofi Annan í ræðu á World Economic Forum nú í janúar. Píratarnir Birgitta Jónsdóttir, Helgi Hrafn Gunnarsson og Jón Þór Ólafsson gera orð hans að sínum. 17. febrúar 2014 11:01
Stefnan um fíkniefnalaust Ísland ekki gengið upp Heilbrigðisráðherra vill skoða að afglæpa neyslu fíkniefna. Núverandi stefna hafi ekki skilað tilætluðum árangri og yfirvöldum berið að skoða aðrar leiðir. 14. febrúar 2014 13:26