Daninn Nicklas Bendtner mætti í sínu fínasta pússi og fylgdist með bardögum kvöldsins en í einum þeirra hafði Gunnar Nelson betur gegn Rússanum Omari Akhmedov.
Bendtner var þó ekki í leikmannahópi liðsins sem vann Everton í ensku bikarkeppninni í dag, 4-1. Alex Oxlade-Chamberlain og Kieran Gibbs, sem voru einnig í hópi áhorfenda í kvöld, spiluðu báðir leikinn.