"Ef það væri í vinnu hjá mér þá fengi það reisupassann“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. mars 2014 13:55 Í þættinum Mín skoðun með Mikael Torfasyni tókust þau Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdarstjóri Pfaff, Elín Hirst þingkona og Páll Vilhjálmsson, stjórnarmaður í Heimssýn um aðildarumsóknina að Evrópusambandinu. Heitar umræður hafa skapast um fyrirhugaða afturköllun viðræðnanna og sagði Elín Hirst vilja leita sátta í málinu þó hún vissi ekki hver sú lausn væri. Elín vill ræða úttektarskýrslu Hagfræðistofnunnar betur á þinginu og sagði að of geyst hafi verið farið í þessu máli á síðustu dögum. Þegar umræðan barst að sáttalausnum í málinu stóð ekki á svörum hjá Páli Vilhjálmssyni: „Eina sáttin er fólgin í því að afturkalla þennan lýðræðisbrest,“ sagði Páll og bætti við að úrslit síðustu kosninga hafi endurspeglað að enginn vilji væri meðal landsmanna að ganga í Evrópusambandið. „Ef nýtt pólitískt mat kemur fram mun það endurspeglast í kosningum“. Margrét Kristmannsdóttir vandaði stjórnarflokkunum ekki kveðjurnar. „Ef það væri í vinnu hjá mér þá fengi það reisupassann,“ sagði Margrét. Hún taldi að sú reiði sem væri nú í þjóðfélaginu og endurspeglaðist í þúsundum mótmælenda á Austurvelli og á fimmta tug þúsunda undirskrifta gegn afturköllun viðræðnanna snérist ekki endilega um það að allt þetta fólk væri eldheitir Evrópusinnar. „Fólki finnst það svikið,“ sagði Margrét og vísaði þar til ummæla forystumanna stjórnarflokkana um þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópusambandsaðild. „Loforð eru ekki varnaglar eða hugtök sem þú getur teygt. Loforð eru loforð.“ Mín skoðun Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Í þættinum Mín skoðun með Mikael Torfasyni tókust þau Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdarstjóri Pfaff, Elín Hirst þingkona og Páll Vilhjálmsson, stjórnarmaður í Heimssýn um aðildarumsóknina að Evrópusambandinu. Heitar umræður hafa skapast um fyrirhugaða afturköllun viðræðnanna og sagði Elín Hirst vilja leita sátta í málinu þó hún vissi ekki hver sú lausn væri. Elín vill ræða úttektarskýrslu Hagfræðistofnunnar betur á þinginu og sagði að of geyst hafi verið farið í þessu máli á síðustu dögum. Þegar umræðan barst að sáttalausnum í málinu stóð ekki á svörum hjá Páli Vilhjálmssyni: „Eina sáttin er fólgin í því að afturkalla þennan lýðræðisbrest,“ sagði Páll og bætti við að úrslit síðustu kosninga hafi endurspeglað að enginn vilji væri meðal landsmanna að ganga í Evrópusambandið. „Ef nýtt pólitískt mat kemur fram mun það endurspeglast í kosningum“. Margrét Kristmannsdóttir vandaði stjórnarflokkunum ekki kveðjurnar. „Ef það væri í vinnu hjá mér þá fengi það reisupassann,“ sagði Margrét. Hún taldi að sú reiði sem væri nú í þjóðfélaginu og endurspeglaðist í þúsundum mótmælenda á Austurvelli og á fimmta tug þúsunda undirskrifta gegn afturköllun viðræðnanna snérist ekki endilega um það að allt þetta fólk væri eldheitir Evrópusinnar. „Fólki finnst það svikið,“ sagði Margrét og vísaði þar til ummæla forystumanna stjórnarflokkana um þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópusambandsaðild. „Loforð eru ekki varnaglar eða hugtök sem þú getur teygt. Loforð eru loforð.“
Mín skoðun Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira