Hver er nýi veltivigtarmeistarinn Johny Hendricks? Pétur Marinó Jónsson skrifar 18. mars 2014 23:45 Vísir/Getty Um nýliðna helgi sigraði Bandaríkjamaðurinn Johny Hendricks veltivigtartitil UFC. Hans bíður nú það erfiða verkefni að verja titilinn í erfiðasta og fjölmennasta þyngdarflokki UFC. Veltivigtin er smekkfull af verðugum keppendum og er sannkallað hákarlabúr hæfileikaríkra bardagamanna. Ef litið er á topp 15 listann yfir bestu veltivigtarmenn veraldar eru þar margir afar sterkir bardagamenn eins og Tyron Woodley, Hector Lombard, Rory Macdonald og auðvitað okkar maður, Gunnar Nelson. Johny Hendricks trónir á toppnum í veltivigtinni eftir að hafa sigrað Robbie Lawler í frábærum bardaga um nýliðna helgi. Bardaginn var hnífjafn þar sem Hendricks sigraði fyrstu tvær loturnar en Lawler kom sterkur til baka og sigraði næstu tvær. Það var því öllum ljóst að úrslitin myndu ráðast í fimmtu og síðustu lotunni en þar hafði Hendricks betur og sigraði eftir dómaraákvörðun.Vísir/Getty Johny Hendricks er einn af bestu glímumönnum UFC í dag. Hann átti frábæran feril í bandarísku háskólaglímunni og hlaut "All-American" nafnbótina fjórum sinnum (á topp 8 í sínum þyngdarflokki) og varð tvöfaldur Bandaríkjameistari í efstu deild í glímunni. Hann var með fremur einfaldan stíl í glímunni en það sem aðgreindi hann frá öðrum keppendum var hugurinn. Johny Hendricks virtist geta haldið endalaust áfram og varð aldrei þreyttur. Hann pressaði andstæðinga sína gríðarlega þangað til þeir brotnuðu og þá tók hann yfir glímuna. Auk þess var hann sagður ótrúlega sterkur og gat auðveldlega lyft andstæðingum sínum upp fyrir haus.Vísir/Getty Hendricks var sagður "slæmi strákurinn" í glímunni. Hann ögraði andstæðingum sínum fyrir og eftir glímu og sýndi þeim litla virðingu. Hann naut þess þegar áhorfendur bauluðu á hann og hvatti það hann áfram. Fólk elskaði að hata hann. Hendricks keppir í veltivigtinni (-77 kg flokkur) en hann sker verulega mikið niður til að komast í þá þyngd. Í vigtuninni síðasta föstudag náði hann ekki 77 kg takmarkinu en fékk auka tvo klukkutíma til að ná því. Það gekk eftir og var Hendricks 77 kg um fimm leitið á föstudeginum. Á laugardagsmorgni birti Hendricks mynd af sér á Twitter þar sem hann var orðinn 88 kg! Það eru gríðarleg vísindi á bakvið svona niðurskurð en þetta mun þó seint teljast heilbrigt.Vísir/Getty Hendricks hefur hingað til ekki verið jafn umdeildur í MMA eins og hann var í glímunni. Ferill hans í MMA hefur aðallega einkennst af svakalegum rothöggum með sinni hættulegu vinstri hönd og yfirburðar glímugetu. Það verður ekki auðvelt verk fyrir Hendricks að verja veltivigtarbeltið en óvíst er hvenær fyrsta titilvörnin fer fram.Georges St. Pierre ríkti yfir veltivigtinni í sex ár áður en hann tók sér hlé frá íþróttinni og mun sennilega enginn ríkja jafn lengi yfir veltivigtinni eins og hann gerði. Hendricks ætlar sér sennilega að reyna að leika það eftir en það verður erfitt verk í hæfileikaríkri veltivigtinni. Nánar má lesa um Johny Hendricks og sjá myndbrot af rothöggum hans á vef MMA frétta hér.Vísir og MMA fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Tengdar fréttir Hendricks nýr meistari í þyngdarflokki Gunnars | Myndband Drottnun Georges St-Pierre í veltivigtinni í UFC er lokið og nýr meistari í þyngdarflokki Gunnars Nelson er Bandaríkjamaðurinn Johnny Hendricks. 17. mars 2014 19:30 Gunnar Nelson kominn á topp 15 listann í UFC Sigurinn á Omari Akhmedov kom Gunnari á kortið sem einn af bestu veltivigtarbardagamönnum heims. 18. mars 2014 10:30 Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Fleiri fréttir West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Sjá meira
Um nýliðna helgi sigraði Bandaríkjamaðurinn Johny Hendricks veltivigtartitil UFC. Hans bíður nú það erfiða verkefni að verja titilinn í erfiðasta og fjölmennasta þyngdarflokki UFC. Veltivigtin er smekkfull af verðugum keppendum og er sannkallað hákarlabúr hæfileikaríkra bardagamanna. Ef litið er á topp 15 listann yfir bestu veltivigtarmenn veraldar eru þar margir afar sterkir bardagamenn eins og Tyron Woodley, Hector Lombard, Rory Macdonald og auðvitað okkar maður, Gunnar Nelson. Johny Hendricks trónir á toppnum í veltivigtinni eftir að hafa sigrað Robbie Lawler í frábærum bardaga um nýliðna helgi. Bardaginn var hnífjafn þar sem Hendricks sigraði fyrstu tvær loturnar en Lawler kom sterkur til baka og sigraði næstu tvær. Það var því öllum ljóst að úrslitin myndu ráðast í fimmtu og síðustu lotunni en þar hafði Hendricks betur og sigraði eftir dómaraákvörðun.Vísir/Getty Johny Hendricks er einn af bestu glímumönnum UFC í dag. Hann átti frábæran feril í bandarísku háskólaglímunni og hlaut "All-American" nafnbótina fjórum sinnum (á topp 8 í sínum þyngdarflokki) og varð tvöfaldur Bandaríkjameistari í efstu deild í glímunni. Hann var með fremur einfaldan stíl í glímunni en það sem aðgreindi hann frá öðrum keppendum var hugurinn. Johny Hendricks virtist geta haldið endalaust áfram og varð aldrei þreyttur. Hann pressaði andstæðinga sína gríðarlega þangað til þeir brotnuðu og þá tók hann yfir glímuna. Auk þess var hann sagður ótrúlega sterkur og gat auðveldlega lyft andstæðingum sínum upp fyrir haus.Vísir/Getty Hendricks var sagður "slæmi strákurinn" í glímunni. Hann ögraði andstæðingum sínum fyrir og eftir glímu og sýndi þeim litla virðingu. Hann naut þess þegar áhorfendur bauluðu á hann og hvatti það hann áfram. Fólk elskaði að hata hann. Hendricks keppir í veltivigtinni (-77 kg flokkur) en hann sker verulega mikið niður til að komast í þá þyngd. Í vigtuninni síðasta föstudag náði hann ekki 77 kg takmarkinu en fékk auka tvo klukkutíma til að ná því. Það gekk eftir og var Hendricks 77 kg um fimm leitið á föstudeginum. Á laugardagsmorgni birti Hendricks mynd af sér á Twitter þar sem hann var orðinn 88 kg! Það eru gríðarleg vísindi á bakvið svona niðurskurð en þetta mun þó seint teljast heilbrigt.Vísir/Getty Hendricks hefur hingað til ekki verið jafn umdeildur í MMA eins og hann var í glímunni. Ferill hans í MMA hefur aðallega einkennst af svakalegum rothöggum með sinni hættulegu vinstri hönd og yfirburðar glímugetu. Það verður ekki auðvelt verk fyrir Hendricks að verja veltivigtarbeltið en óvíst er hvenær fyrsta titilvörnin fer fram.Georges St. Pierre ríkti yfir veltivigtinni í sex ár áður en hann tók sér hlé frá íþróttinni og mun sennilega enginn ríkja jafn lengi yfir veltivigtinni eins og hann gerði. Hendricks ætlar sér sennilega að reyna að leika það eftir en það verður erfitt verk í hæfileikaríkri veltivigtinni. Nánar má lesa um Johny Hendricks og sjá myndbrot af rothöggum hans á vef MMA frétta hér.Vísir og MMA fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Tengdar fréttir Hendricks nýr meistari í þyngdarflokki Gunnars | Myndband Drottnun Georges St-Pierre í veltivigtinni í UFC er lokið og nýr meistari í þyngdarflokki Gunnars Nelson er Bandaríkjamaðurinn Johnny Hendricks. 17. mars 2014 19:30 Gunnar Nelson kominn á topp 15 listann í UFC Sigurinn á Omari Akhmedov kom Gunnari á kortið sem einn af bestu veltivigtarbardagamönnum heims. 18. mars 2014 10:30 Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Fleiri fréttir West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Sjá meira
Hendricks nýr meistari í þyngdarflokki Gunnars | Myndband Drottnun Georges St-Pierre í veltivigtinni í UFC er lokið og nýr meistari í þyngdarflokki Gunnars Nelson er Bandaríkjamaðurinn Johnny Hendricks. 17. mars 2014 19:30
Gunnar Nelson kominn á topp 15 listann í UFC Sigurinn á Omari Akhmedov kom Gunnari á kortið sem einn af bestu veltivigtarbardagamönnum heims. 18. mars 2014 10:30