Breytingartillaga við uppstillingu á lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor var í kvöld samþykkt einróma á fundi fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ, ekki kom til atkvæðagreiðslu.
Athygli vakti að kosið var með handauppréttingum.
Tillagan felur í sér að Gunnar Einarsson, bæjarstjóri sem skipar 1.sæti á listanum verði færður í 8.sæti og að Sturla Þorsteinsson, bæjarfulltrúi, sem fyrir var ekki inni á lista uppstillingarnefndar fái 7.sæti á listanum. Einnig fól hún það í sér að Kristinn Guðlaugsson, fyrrum bæjarfulltrúi á Álftanesi, fái sæti aftarlega á lista.
Tillagan var borin upp á fundi fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í safnaðarheimilinu í Vídalínskirkju í kvöld.
Breytingartillaga samþykkt einróma

Tengdar fréttir

Sáttafundur sjálfstæðismanna í Garðabæ í kvöld
Gunnar Einarsson bæjarstjóri leggur til að hann verði færður úr fyrsta sæti í hið áttunda.