Fótbolti

Guardiola tekur gagnrýni Keisarans

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Pep Guardiola gerir stórgóða hluti með Bayern.
Pep Guardiola gerir stórgóða hluti með Bayern. Vísir/Getty
Pep Guardiola, þjálfari Bayern München, tekur gagnrýni FranzBeckenbauers ekki inn á sig og segist einfaldlega vera gera sitt besta.

Keisarinn, eins og Beckenbauer er kallaður, gagnrýndi Guardiola harkalega í síðustu viku og sagði það vera ómögulegt að horfa á Bayern undir hans stjórn spila hinn leiðinlega „tiki-taka“-fótbolta.

„Franz er ekki bara goðsögn heldur er hann goðsögn hjá Bayern. Ég ber ómælda virðingu fyrir honum. Ég geri bara mitt besta rétt eins og ég gerði hjá Barcelona. Ég virði skoðanir manna,“ er haft eftir Guardiola í spænska íþróttablaðinu Marca.

Þó svo Beckenbauer leiðist að horfa á Bayern-liðið er það að gera ágætis hluti. Það er með 23 stiga forystu í þýsku deildinni eftir 2-1 sigur á Leverkusen um helgina og hefur ekki tapað í 50 deildarleikjum í röð.

Þá er Bayern komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar efti samanlagðan 3-1 sigur á Arsenal og gerir sig nú líklegt til að verða fyrsta liðið í sögunni til að verja Meistaradeildartitilinn.

Ofan á það hefur Bayern slegið hvert metið á fætur öðru undir stjórn Guardiola í vetur, hvort sem heldur stiga- eða markamet.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×