Fótbolti

Rúrik hefur ekki áhyggjur af framherjavandræðum FCK

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Rúrik Gíslason og félgar eru í eltingarleik við Midtjylland í deildinni.
Rúrik Gíslason og félgar eru í eltingarleik við Midtjylland í deildinni. Vísir/EPA
FC Kaupmannahöfn mætir SönderjyskE á útivelli í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld en hún fór af stað eftir langt og gott vetrarfrí um síðustu helgi.

Meistararnir eru í miklum meiðslavandræðum, þá sérstaklega í framlínunni. Framherjaparið AndreasCornelius og DanielBraaten eru báðir meiddir sem og NikolaiJörgensen sem verður frá í sex vikur.

„Það auðvitað ekki gott að okkur vanti svona marga mjög góða leikmenn en það er nóg af öðrum mönnum í liðinu sem hungrar í tækifæri. Þess vegna hef ég ekki teljandi áhyggjur af þessu. Við getum lítið annað gert en spilað með það lið sem okkur stendur til boða,“ segir Rúrik Gíslason, íslenski landsliðsmaðurinn í FCK.

FCK er í þriðja sæti deildarinnar með 34 stig eftir 21 leik, átta stigum á eftir EyjólfiHéðinssyni og félögum í Midtylland. Útivellirnir hafa reynst FCK erfiðir á tímabilinu en liðið vann aðeins sinn þriðja útisigur um síðustu helgi þegar OB var lagt að velli í Óðinsvéum.

„Vonandi getum við spilað almennilega í SönderjyskE og unnið leikinn. Þetta hefur ekki litið neitt sérstaklega vel út á útivelli hjá okkur hingað til en vonandi lagast það í kvöld,“ segir Rúrik Gíslason.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×