Fótbolti

Höness mun ekki áfrýja

Höness í dómsalnum.
Höness í dómsalnum. vísir/getty
Það þarf kannski að koma neinum á óvart en Uli Höness hefur sagt af sér sem forseti Bayern München. Hann mun lenda í vandræðum með að sinna starfinu næstu árin því hann er á leið í steininn.

Höness hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að svíkja tæplega þrjá milljarða undan skatti.

"Eftir umræður við fjölskyldu mína hef ég ákveðið að sætta mig við þennan dóm. Ég mun ekki áfrýja þessum dómi. Ég gerði mistök og ég verð að axla ábyrgð á því," sagði Höness í yfirlýsingu.

"Þess utan mun ég segja af mér sem forseti Bayern og ég legg strax niður störf. Ég vil valda félaginu sem minnstu tjóni. Svo vil ég að lokum þakka öllum fyrir stuðninginn sem ég hef fengið."


Tengdar fréttir

Höness gæti fengið fangelsisdóm

Réttarhöldin yfir Uli Höness, forseta Bayern München, hófust í dag en hann er sakaður um skattalagabrot. Þýsk skattayfirvöld segja að Höness skuldi þeim 550 milljónir króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×