Fótbolti

Höness gæti fengið fangelsisdóm

Uli Höness.
Uli Höness. vísir/getty
Réttarhöldin yfir Uli Höness, forseta Bayern München, hófust í dag en hann er sakaður um skattalagabrot. Þýsk skattayfirvöld segja að Höness skuldi þeim 550 milljónir króna.

Höness ku ekki hafa greitt skatta af peningum sem hann geymdi í banka í Sviss. Forsetinn gæti átt yfir höfði sér fangelsisvist ef hann verður fundinn sekur.

Búist er við því að réttarhaldið taki aðeins fjóra daga og dómur í málinu gæti því fallið á fimmtudag.

Hinn 62 ára gamli Höness er goðsögn í þýska boltanum. Hann var í í landsliði Vestur-Þýskalands sem vann HM árið 1974 og er maðurinn á bak við stórveldi Bayern í dag.

Þegar fyrst var greint frá ákærunni urðu margir Þjóðverjar hræddir og greiddu skattmanni til baka af ótta við að lenda í því sama og Höness.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×