Laugardaginn 29. mars fer Mjölnir Open fram í níunda sinn. Keppt er í uppgjafarglímu og fer mótið fram í Mjölniskastalanum kl 11.
Mjölnir Open er stærsta nogi uppgjafarglímumót landsins en 87 þátttakendur eru skráðir til leiks, þar af 15 keppendur frá Torshus folkehøgskole í Noregi. Aldrei áður hafa verið jafn margir keppendur skráðir til leiks á Mjölnir Open.
Í nogi uppgjafarglímu er keppt án hefðbundins jiu-jitsu galla líkt og þekkist í júdó og er bannað að grípa í klæðnað. Markmiðið er að sigra andstæðinginn með uppgjafartaki en einnig er hægt að sigra með stigum ef tíminn rennur út.
Keppt verður í fimm þyngdarflokkum karla og tveimur kvenna auk opinna flokka beggja kynja. Keppni hefst kl 11 og stendur fram eftir degi.
Vísir og MMA fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
