Fjórar íslenskar tvennur hjá Snæfelli í oddaleiknum í gær Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. mars 2014 13:00 Stúlkurnar úr Stykkishólmi voru magnaðar í gær. Vísir/Valli Snæfell leikur til úrslita í Dominos-deild kvenna í körfubolta í fyrsta skipti í sögu félagsins eftir sigur á Val, 72-66, í æsispennandi oddaleik í Fjárhúsinu í Stykkishólmi í gærkvöldi. „Mér líður eins og ég sé Íslandsmeistari. Ég veit hvernig tilfinningin er," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, við Vísi eftir leikinn í gærkvöldi en Snæfellsliðið hefur farið í gegnum ýmislegt að undanförnu.Chynna Brown, bandarískur leikmaður liðsins, meiddist í tvígang í rimmunni og var ekki með í oddaleiknum í gærkvöldi og þá missti liðið Hugrúnu Evu Valdimarsdóttur í meiðsli út tímabilið í fyrsta leik rimmunnar. Það þurfti því almennilegt liðsátak hjá Snæfelli í gærkvöldi til að komast í sjálfa úrslitaseríuna gegn bikarmeisturum Hauka og það var svo sannarlega uppi á teningnum hjá Hólmurum í gærkvöldi. Fjórir af fimm byrjunarliðsmönnum Snæfells voru með tvöfalda tvennu í leiknum sem er magnað en fremst á meðal jafningja var Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir sem skoraði 21 stig, tók 12 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Hún var fjórum stoðsendingum frá þrennu. „Gróa labbaði ekki í gær og ég hlýt að vera með einhverjar galdrahendur því ég óð í lærið á henni og hún spilaði. Það voru margar maður leiksins en Gróa var algjörlega yndisleg," sagði Ingi Þór í leikslok.Hildur Sigurðardóttir (19 stig, 11 fráköst), Hildur Björg Kjartansdóttir (15 stig, 13 fráköst) og Helga Hjördís Björgvinsdóttir voru einnig með tvennu í leiknum. Byrjunarliðið fékk litla hvíld en þessar fjórar spiluðu alltar yfir 37 mínútur í leiknum. Úrslitarimma deildarmeistara Snæfells og bikarmeistara Hauka hefst á laugardaginn í Stykkishólmi. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Chynna missir af oddaleiknum Chynna Unique Brown, bandaríski leikmaðurinn hjá Snæfelli, verður ekki með liðinu í oddaleiknum á móti Val sem fer fram í Stykkishólmi í kvöld. Þetta er mikið áfall fyrir deildarmeistarana. Sigurvegarinn í leiknum tryggir sér sæti í úrslitaeinvígi Dominos-deildar kvenna í körfubolta. 25. mars 2014 18:47 Umfjöllun og viðtöl: Snæfell í úrslit í fyrsta skipti Snæfellskonur tryggðu sér sæti í lokaúrslitum Dominos-deildar kvenna í körfubolta eftir sex stiga baráttusigur á Val, 72-66, í Stykkishólmi í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn í sögu úrslitakeppni kvenna sem Snæfell spilar um Íslandsmeistaratitlinn en úrslitaeinvígi Snæfells og Hauka hefst á laugardaginn. 25. mars 2014 21:22 Mest lesið „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Íslenski boltinn Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti Fleiri fréttir Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Sjá meira
Snæfell leikur til úrslita í Dominos-deild kvenna í körfubolta í fyrsta skipti í sögu félagsins eftir sigur á Val, 72-66, í æsispennandi oddaleik í Fjárhúsinu í Stykkishólmi í gærkvöldi. „Mér líður eins og ég sé Íslandsmeistari. Ég veit hvernig tilfinningin er," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, við Vísi eftir leikinn í gærkvöldi en Snæfellsliðið hefur farið í gegnum ýmislegt að undanförnu.Chynna Brown, bandarískur leikmaður liðsins, meiddist í tvígang í rimmunni og var ekki með í oddaleiknum í gærkvöldi og þá missti liðið Hugrúnu Evu Valdimarsdóttur í meiðsli út tímabilið í fyrsta leik rimmunnar. Það þurfti því almennilegt liðsátak hjá Snæfelli í gærkvöldi til að komast í sjálfa úrslitaseríuna gegn bikarmeisturum Hauka og það var svo sannarlega uppi á teningnum hjá Hólmurum í gærkvöldi. Fjórir af fimm byrjunarliðsmönnum Snæfells voru með tvöfalda tvennu í leiknum sem er magnað en fremst á meðal jafningja var Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir sem skoraði 21 stig, tók 12 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Hún var fjórum stoðsendingum frá þrennu. „Gróa labbaði ekki í gær og ég hlýt að vera með einhverjar galdrahendur því ég óð í lærið á henni og hún spilaði. Það voru margar maður leiksins en Gróa var algjörlega yndisleg," sagði Ingi Þór í leikslok.Hildur Sigurðardóttir (19 stig, 11 fráköst), Hildur Björg Kjartansdóttir (15 stig, 13 fráköst) og Helga Hjördís Björgvinsdóttir voru einnig með tvennu í leiknum. Byrjunarliðið fékk litla hvíld en þessar fjórar spiluðu alltar yfir 37 mínútur í leiknum. Úrslitarimma deildarmeistara Snæfells og bikarmeistara Hauka hefst á laugardaginn í Stykkishólmi.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Chynna missir af oddaleiknum Chynna Unique Brown, bandaríski leikmaðurinn hjá Snæfelli, verður ekki með liðinu í oddaleiknum á móti Val sem fer fram í Stykkishólmi í kvöld. Þetta er mikið áfall fyrir deildarmeistarana. Sigurvegarinn í leiknum tryggir sér sæti í úrslitaeinvígi Dominos-deildar kvenna í körfubolta. 25. mars 2014 18:47 Umfjöllun og viðtöl: Snæfell í úrslit í fyrsta skipti Snæfellskonur tryggðu sér sæti í lokaúrslitum Dominos-deildar kvenna í körfubolta eftir sex stiga baráttusigur á Val, 72-66, í Stykkishólmi í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn í sögu úrslitakeppni kvenna sem Snæfell spilar um Íslandsmeistaratitlinn en úrslitaeinvígi Snæfells og Hauka hefst á laugardaginn. 25. mars 2014 21:22 Mest lesið „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Íslenski boltinn Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti Fleiri fréttir Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Sjá meira
Chynna missir af oddaleiknum Chynna Unique Brown, bandaríski leikmaðurinn hjá Snæfelli, verður ekki með liðinu í oddaleiknum á móti Val sem fer fram í Stykkishólmi í kvöld. Þetta er mikið áfall fyrir deildarmeistarana. Sigurvegarinn í leiknum tryggir sér sæti í úrslitaeinvígi Dominos-deildar kvenna í körfubolta. 25. mars 2014 18:47
Umfjöllun og viðtöl: Snæfell í úrslit í fyrsta skipti Snæfellskonur tryggðu sér sæti í lokaúrslitum Dominos-deildar kvenna í körfubolta eftir sex stiga baráttusigur á Val, 72-66, í Stykkishólmi í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn í sögu úrslitakeppni kvenna sem Snæfell spilar um Íslandsmeistaratitlinn en úrslitaeinvígi Snæfells og Hauka hefst á laugardaginn. 25. mars 2014 21:22