Dirk Nowitzki komst upp í 10. sætið á stigalistanum í NBA | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. apríl 2014 12:00 Þjóðverjinn Dirk Nowitzki, leikmaður Dallas Mavericks í NBA-deildinni í körfubolta, hitti úr 9 af 11 skotum sínum gegn Utan Jazz í nótt og skoraði 21 stig í öruggum 95-83 sigri Dallas. Leikurinn var sögulegur fyrir Nowitzki því hann komst upp í 10. sætið á stigalistanum yfir mestu skorarana í NBA-deildinni frá upphafi. Á topp 10 listanum eru nöfn á borð við Michael Jordan, Wilt Chamberlain og stigakónginn sjálfan, KareemAbdul-Jabbar. Nowitzki hirti 10. sætið af goðsögninni OscarRobertson sem skoraði 26,710 stig á 14 ára ferli með Cincinatti Royals og Milwaukee Bucks á árunum 1960-1974. Hann varð meistari með Milwaukee árið 1971. Þjóðverjinn er nú búinn að skora 26,714 stig en hann komst upp fyrir Robertson með laglegu stökkskoti úr teignum í fjórða leikhluta. Eitthvað sem hann hefur gert nokkrum sinnum áður.Dirk fór upp fyrir Oscar Robertson.Vísir/GettyDirk Nowitzki var valinn níundi í nýliðavalinu af Milwaukee Bucks árið 1998 en var um leið skipt til Dallas Mavericks þar sem hann hefur spilað síðan. Á 15. leiktíðum með Dallas hefur Nowitzki einu sinni orðið meistari en það var árið 2011 þegar liðið lagði Miami Heat í úrslitum, 4-2. Þjóðverjinn var þá kjörinn mikilvægasti leikmaður lokaúrslitanna. Hann var kjörinn besti leikmaður deildarinnar árið 2007 og hefur tólf sinnum verið í stjörnuliði vesturdeildarinnar. Nowitzki hefur fjórum sinnum verið kjörinn í lið ársins og er auðvitað stigahæsti leikmaður Dallas Mavericks frá upphafi.Tíu stigahæstur mennirnir í sögu NBA: 1. Kareem Abdul-Jabbar, 38,387 stig 2. Karl Malone, 36,928 3. Michael Jordan, 32,292 4. Kobe Bryant, 31,700 5. Wilt Chamberlain, 31,419 6. Shaquille O’Neal, 28,596 7. Moses Malone, 27,409 8. Elvin Hayes, 27,313 9. Hakeem Olajuwon, 26,946 10. Dirk Nowitzki, 26,714 NBA Tengdar fréttir Plumlee fór illa með LeBron og tryggði Nets 4. sigurinn á Miami | Myndband Miami Heat tapaði öllum fjórum leikjum tímabilsins fyrir Brooklyn Nets og loks var Kevin Durant haldið í skefjum hjá Oklahoma City Thunder en hann skoraði undir 25 stigum. 9. apríl 2014 08:59 Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Körfubolti Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Fleiri fréttir Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Sjá meira
Þjóðverjinn Dirk Nowitzki, leikmaður Dallas Mavericks í NBA-deildinni í körfubolta, hitti úr 9 af 11 skotum sínum gegn Utan Jazz í nótt og skoraði 21 stig í öruggum 95-83 sigri Dallas. Leikurinn var sögulegur fyrir Nowitzki því hann komst upp í 10. sætið á stigalistanum yfir mestu skorarana í NBA-deildinni frá upphafi. Á topp 10 listanum eru nöfn á borð við Michael Jordan, Wilt Chamberlain og stigakónginn sjálfan, KareemAbdul-Jabbar. Nowitzki hirti 10. sætið af goðsögninni OscarRobertson sem skoraði 26,710 stig á 14 ára ferli með Cincinatti Royals og Milwaukee Bucks á árunum 1960-1974. Hann varð meistari með Milwaukee árið 1971. Þjóðverjinn er nú búinn að skora 26,714 stig en hann komst upp fyrir Robertson með laglegu stökkskoti úr teignum í fjórða leikhluta. Eitthvað sem hann hefur gert nokkrum sinnum áður.Dirk fór upp fyrir Oscar Robertson.Vísir/GettyDirk Nowitzki var valinn níundi í nýliðavalinu af Milwaukee Bucks árið 1998 en var um leið skipt til Dallas Mavericks þar sem hann hefur spilað síðan. Á 15. leiktíðum með Dallas hefur Nowitzki einu sinni orðið meistari en það var árið 2011 þegar liðið lagði Miami Heat í úrslitum, 4-2. Þjóðverjinn var þá kjörinn mikilvægasti leikmaður lokaúrslitanna. Hann var kjörinn besti leikmaður deildarinnar árið 2007 og hefur tólf sinnum verið í stjörnuliði vesturdeildarinnar. Nowitzki hefur fjórum sinnum verið kjörinn í lið ársins og er auðvitað stigahæsti leikmaður Dallas Mavericks frá upphafi.Tíu stigahæstur mennirnir í sögu NBA: 1. Kareem Abdul-Jabbar, 38,387 stig 2. Karl Malone, 36,928 3. Michael Jordan, 32,292 4. Kobe Bryant, 31,700 5. Wilt Chamberlain, 31,419 6. Shaquille O’Neal, 28,596 7. Moses Malone, 27,409 8. Elvin Hayes, 27,313 9. Hakeem Olajuwon, 26,946 10. Dirk Nowitzki, 26,714
NBA Tengdar fréttir Plumlee fór illa með LeBron og tryggði Nets 4. sigurinn á Miami | Myndband Miami Heat tapaði öllum fjórum leikjum tímabilsins fyrir Brooklyn Nets og loks var Kevin Durant haldið í skefjum hjá Oklahoma City Thunder en hann skoraði undir 25 stigum. 9. apríl 2014 08:59 Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Körfubolti Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Fleiri fréttir Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Sjá meira
Plumlee fór illa með LeBron og tryggði Nets 4. sigurinn á Miami | Myndband Miami Heat tapaði öllum fjórum leikjum tímabilsins fyrir Brooklyn Nets og loks var Kevin Durant haldið í skefjum hjá Oklahoma City Thunder en hann skoraði undir 25 stigum. 9. apríl 2014 08:59