Finnar komust óvænt í undankeppni EM 2016 | Geta mætt Íslandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. apríl 2014 11:00 Richard Sundberg skoraði fjögur mörk. Vísir/AFP Finnland verður í pottinum á föstudaginn þegar dregið verður í riðla fyrir undankeppni EM 2016 í handbolta en Finnar gerðu sér lítið fyrir og lögðu fjórfalda heimsmeistara Rúmena, 62-61, í umspili um sæti í undankeppninni. Finnar töpuðu fyrri leiknum á útivelli, 32-30, en unnu þann seinni á heimavelli í gær, 32-29. Þeir voru algjörlega með leikinn í höndum sér í stöðunni 30-22 en Rúmenar áttu frábæran lokakafla og minnkuðu muninn niður í þrjú mörk, 31-28. Stuðningsmenn finnska liðsins í íþróttahöllinni í Karjaa gátu þó fagnað sögulegum sigri því heimamenn skoruðu eitt mark til viðbótar sem dugði til og fá Finnar nú stórþjóðir í heimsókn í undankeppninni. Það ætti ekki að minnka áhugann á íþróttinni þar í landi. Finnskur handbolti virðist vera á mikilli uppleið en besta félagsliðið þar í landi, Cocks, komst í 8 liða úrslit Áskorandabikars Evrópu eins og Vísir greindi frá fyrir nokkrum vikum. Aldrei áður hefur finnskt lið komist svo langt í Evrópukeppni. Markahæsti maður Finnlands í gær, Teemu Tamminen (8 mörk), er leikmaður Cocks sem kemur frá bænum Riihimäki. Þar má finna 10 prósent allra þeirra sem stunda handbolta í Finnlandi. Bosnía og Hersegóvína, sem Ísland mætir í sumar í umspili um sæti á HM 2015, verður einnig í pottinum á föstudaginn þegar dregið verður en Bosníumenn unnu Grikki samanlagt, 55-45, í tveimur leikjum. Bæði lið verða í neðsta styrkleikaflokki ásamt Ísrael, Úkraínu, Tyrklandi og Sviss sem var þriðja liðið sem komst í undankeppnina í gegnum umspilið í gær. Ísland er í öðrum styrkleikaflokki og getur því mætt annað hvort Bosníu eða Finnlandi í riðlakeppninni. EM 2016 fer fram í Póllandi 17.-31. janúar 2016 en drátturinn í undankeppni mótsins fer fram sem fyrr segir á föstudaginn klukkan 9.30.Styrkleikaflokkarnir fyrir dráttinn:1. flokkur: Danmörk, Spánn, Króatía, Frakkland, Serbía, Ungverjaland, Slóvenía.2. flokkur: Ísland, Þýskaland, Makedónía, Rússland, Svíþjóð, Hvíta-Rússland, Noregur.3. flokkur: Austurríki, Tékkland, Svartfjallaland, Slóvakía, Litháen, Portúgal, Holland.4. flokkur: Bosnía og Hersegóvína, Ísrael, Lettland, Sviss, Úkraína, Tyrkland, Finnland. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Sjá meira
Finnland verður í pottinum á föstudaginn þegar dregið verður í riðla fyrir undankeppni EM 2016 í handbolta en Finnar gerðu sér lítið fyrir og lögðu fjórfalda heimsmeistara Rúmena, 62-61, í umspili um sæti í undankeppninni. Finnar töpuðu fyrri leiknum á útivelli, 32-30, en unnu þann seinni á heimavelli í gær, 32-29. Þeir voru algjörlega með leikinn í höndum sér í stöðunni 30-22 en Rúmenar áttu frábæran lokakafla og minnkuðu muninn niður í þrjú mörk, 31-28. Stuðningsmenn finnska liðsins í íþróttahöllinni í Karjaa gátu þó fagnað sögulegum sigri því heimamenn skoruðu eitt mark til viðbótar sem dugði til og fá Finnar nú stórþjóðir í heimsókn í undankeppninni. Það ætti ekki að minnka áhugann á íþróttinni þar í landi. Finnskur handbolti virðist vera á mikilli uppleið en besta félagsliðið þar í landi, Cocks, komst í 8 liða úrslit Áskorandabikars Evrópu eins og Vísir greindi frá fyrir nokkrum vikum. Aldrei áður hefur finnskt lið komist svo langt í Evrópukeppni. Markahæsti maður Finnlands í gær, Teemu Tamminen (8 mörk), er leikmaður Cocks sem kemur frá bænum Riihimäki. Þar má finna 10 prósent allra þeirra sem stunda handbolta í Finnlandi. Bosnía og Hersegóvína, sem Ísland mætir í sumar í umspili um sæti á HM 2015, verður einnig í pottinum á föstudaginn þegar dregið verður en Bosníumenn unnu Grikki samanlagt, 55-45, í tveimur leikjum. Bæði lið verða í neðsta styrkleikaflokki ásamt Ísrael, Úkraínu, Tyrklandi og Sviss sem var þriðja liðið sem komst í undankeppnina í gegnum umspilið í gær. Ísland er í öðrum styrkleikaflokki og getur því mætt annað hvort Bosníu eða Finnlandi í riðlakeppninni. EM 2016 fer fram í Póllandi 17.-31. janúar 2016 en drátturinn í undankeppni mótsins fer fram sem fyrr segir á föstudaginn klukkan 9.30.Styrkleikaflokkarnir fyrir dráttinn:1. flokkur: Danmörk, Spánn, Króatía, Frakkland, Serbía, Ungverjaland, Slóvenía.2. flokkur: Ísland, Þýskaland, Makedónía, Rússland, Svíþjóð, Hvíta-Rússland, Noregur.3. flokkur: Austurríki, Tékkland, Svartfjallaland, Slóvakía, Litháen, Portúgal, Holland.4. flokkur: Bosnía og Hersegóvína, Ísrael, Lettland, Sviss, Úkraína, Tyrkland, Finnland.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Sjá meira