NBA í nótt: Wizards í úrslitakeppnina og enn einn sigur Spurs Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. apríl 2014 09:00 John Wall og Bradley Beal fagna í nótt. Vísir/AP Washington Wizards tryggði sér sæti í úrslitakeppninni í fyrsta sinn í sex ár með sigri á Boston í NBA-deildinni í nótt, er alls þrettán leikir fóru fram.Washington vann Boston, 118-92, með 22 stigum frá Marcin Gortat. John Wall bætti við þrettán stigum og tíu stoðsendingum. Þetta var 39. sigur liðsins á tímabilinu en Washington hafði síðustu fimm tímabil á undan aldrei komist yfir 30 sigra. Liðið er nú í sjötta sæti austurdeildarinnar.Charlotte er svo í sjöunda sætinu en liðið vann Philadelphia í nótt, 123-93. Al Jefferson var með 25 stig og tíu fráköst og færðist liðið þar með nær sínu fyrsta sæti í úrslitakeppninni síðan 2010.New York komst svo upp í áttunda sætið með sigri á grönnum sínum í Brooklyn, 110-81. JR Smith var með 24 stig, átta fráköst og sex stoðsendingar og Carmelo Anthony bætti við 23 stigum í öruggum sigri Knicks. New York komst upp í áttunda sætið á kostnað Atlanta sem hefur gefið verulega eftir síðustu vikurnar og tapaði enn einum leiknum í nótt, í þetta sinn fyrir Chicago á heimavelli, 105-92. Atlanta hefur nú tapað 21 af 28 síðustu leikjum sínum í deildinni og þarf verulegan viðsnúning á gengi liðsins ætli það sér að gera atlögu að áttunda sætinu sem er það síðasta sem veitir þátttökurétt í úrslitakeppninni.Cleveland virðist ef til vill líklegra til að veita Knicks samkeppni um áttunda sætið en liðið vann Orlando í nótt, 119-98, og er í tíunda sætinu með 31 sigur - tveimur á eftir Knicks.Dion Witers skoraði 26 stig fyrir Cleveland í leiknum og þeir Spencer Hawes og Tristan Thompson 20 hvor. Kyrie Irving skilaði sautján stigum í sínum fyrsta leik eftir meiðsli. Topplið austurdeildarinnar - Miami, Indiana, Toronto og Chicago - unnu öll leiki sína í nótt og breyttist því staða liðanna ekkert. Spennan um síðustu sætin í úrslitakeppninni vestanmegin er ekki síður spennandi en liðin í 7.-9. sæti eru öll hnífjöfn með 44 sigra og 31 tap. Memphis og Phoenix fengu þó tækifæri til að komast upp fyrir Dallas í nótt en töpuðu bæði leikjum sínum.Minnesota vann Memphis, 102-88, þar sem Kevin Love var með sína þriðju þreföldu tvennu á ferlinum - 24 stig, sextán fráköst og tíu stoðsendingar. Ricky Rubio var svo með fjórtán stig og sjö stosðsendingar.LA Clippers vann Phoenix, 112-108. Darren Collison og Blake Griffin skoruðu 23 stig hvor fyrir Clippers en Phoenix lét leikinn renna sér úr höndum eftir að hafa verið með sautján stiga forystu í þriðja leikhluta.San Antonio er svo á toppnum í vestrinu en liðið vann Golden State í nótt, 111-90. Tony Parker skoraði átján stig og Tim Duncan fimmtán en þetta var nítjándi sigur liðsins í röð sem er félagsmet. Sigur Spurs var öruggur og gat Gregg Popovich leyft sér að hvíla lykilmenn í leiknum. Oklahoma City og Clippers koma svo næst á eftir í vestrinu og hafa tryggt sæti sitt í úrslitakeppninni. Houston, Portland og Golden State koma svo í næstu sætum á eftir.Úrslit næturinnar: Indiana - Detroit 101-94 New York - Brooklyn 110-81 Orlando - Cleveland 98-119 Philadelphia - Charlotte 93-123 Toronto - Houston 107-103 Washington - Boston 118-92 Atlanta - Chicago 92-105 Miami - Milwaukee 96-77 Minnesota - Memphis 102-88 San Antonio - Golden State 111-90 Denver - New Orleans 137-107 Phoenix - LA Clippers 108-112 Sacramento - LA Lakers 107-102 NBA Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Washington Wizards tryggði sér sæti í úrslitakeppninni í fyrsta sinn í sex ár með sigri á Boston í NBA-deildinni í nótt, er alls þrettán leikir fóru fram.Washington vann Boston, 118-92, með 22 stigum frá Marcin Gortat. John Wall bætti við þrettán stigum og tíu stoðsendingum. Þetta var 39. sigur liðsins á tímabilinu en Washington hafði síðustu fimm tímabil á undan aldrei komist yfir 30 sigra. Liðið er nú í sjötta sæti austurdeildarinnar.Charlotte er svo í sjöunda sætinu en liðið vann Philadelphia í nótt, 123-93. Al Jefferson var með 25 stig og tíu fráköst og færðist liðið þar með nær sínu fyrsta sæti í úrslitakeppninni síðan 2010.New York komst svo upp í áttunda sætið með sigri á grönnum sínum í Brooklyn, 110-81. JR Smith var með 24 stig, átta fráköst og sex stoðsendingar og Carmelo Anthony bætti við 23 stigum í öruggum sigri Knicks. New York komst upp í áttunda sætið á kostnað Atlanta sem hefur gefið verulega eftir síðustu vikurnar og tapaði enn einum leiknum í nótt, í þetta sinn fyrir Chicago á heimavelli, 105-92. Atlanta hefur nú tapað 21 af 28 síðustu leikjum sínum í deildinni og þarf verulegan viðsnúning á gengi liðsins ætli það sér að gera atlögu að áttunda sætinu sem er það síðasta sem veitir þátttökurétt í úrslitakeppninni.Cleveland virðist ef til vill líklegra til að veita Knicks samkeppni um áttunda sætið en liðið vann Orlando í nótt, 119-98, og er í tíunda sætinu með 31 sigur - tveimur á eftir Knicks.Dion Witers skoraði 26 stig fyrir Cleveland í leiknum og þeir Spencer Hawes og Tristan Thompson 20 hvor. Kyrie Irving skilaði sautján stigum í sínum fyrsta leik eftir meiðsli. Topplið austurdeildarinnar - Miami, Indiana, Toronto og Chicago - unnu öll leiki sína í nótt og breyttist því staða liðanna ekkert. Spennan um síðustu sætin í úrslitakeppninni vestanmegin er ekki síður spennandi en liðin í 7.-9. sæti eru öll hnífjöfn með 44 sigra og 31 tap. Memphis og Phoenix fengu þó tækifæri til að komast upp fyrir Dallas í nótt en töpuðu bæði leikjum sínum.Minnesota vann Memphis, 102-88, þar sem Kevin Love var með sína þriðju þreföldu tvennu á ferlinum - 24 stig, sextán fráköst og tíu stoðsendingar. Ricky Rubio var svo með fjórtán stig og sjö stosðsendingar.LA Clippers vann Phoenix, 112-108. Darren Collison og Blake Griffin skoruðu 23 stig hvor fyrir Clippers en Phoenix lét leikinn renna sér úr höndum eftir að hafa verið með sautján stiga forystu í þriðja leikhluta.San Antonio er svo á toppnum í vestrinu en liðið vann Golden State í nótt, 111-90. Tony Parker skoraði átján stig og Tim Duncan fimmtán en þetta var nítjándi sigur liðsins í röð sem er félagsmet. Sigur Spurs var öruggur og gat Gregg Popovich leyft sér að hvíla lykilmenn í leiknum. Oklahoma City og Clippers koma svo næst á eftir í vestrinu og hafa tryggt sæti sitt í úrslitakeppninni. Houston, Portland og Golden State koma svo í næstu sætum á eftir.Úrslit næturinnar: Indiana - Detroit 101-94 New York - Brooklyn 110-81 Orlando - Cleveland 98-119 Philadelphia - Charlotte 93-123 Toronto - Houston 107-103 Washington - Boston 118-92 Atlanta - Chicago 92-105 Miami - Milwaukee 96-77 Minnesota - Memphis 102-88 San Antonio - Golden State 111-90 Denver - New Orleans 137-107 Phoenix - LA Clippers 108-112 Sacramento - LA Lakers 107-102
NBA Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira